Kæru sveitungar.
Þar sem Pósturinn hætti með magnpóst þann 1. janúar 2024 lagðist dreifing auglýsingablaðsins sjálfkrafa af í sveitinni.
Rafrænt blað er áfram sett upp á þriðjudögum og birt hér á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Nokkur eintök eru prentuð út fyrir gesti og gangandi og eru í anddyri Íþróttamiðstöðvar og skrifstofu/Félagsborgar, Skólatröð 9.
Auglýsingablaðið er hugsað fyrir sveitunga að auglýsa sér að kostnaðarlausu.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum. Hámarksstærð auglýsinga 100 orð.
Senda þarf texta, þ.e. texta í tölvupósti eða í word fylgiskjali á esveit@esveit.is eða hringja í 463-0600.
Hægt er að birta logo eða mjög litla mynd með auglýsingu sem prentast út í svart/hvítu.
Íbúum stendur einnig til boða að senda inn sína viðburði í viðburðadagatal á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hér er slóðin og valið er „Senda inn viðburð“ https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir