Auglýsingablaðið

750. TBL 24. september 2014 kl. 14:04 - 14:04 Eldri-fundur

454. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 
-verður haldinn miðvikudaginn 1. október kl. 15:00 í Skólatröð 9.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Hrossasmölun og hrossaréttir 2014
Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október og hrossaréttir laugardaginn 4. október sem hér segir: þverárrétt hefst kl. 10:00 og Melgerðismelarétt kl. 13:00.
Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu.
Fjallskilanefnd


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Kæru foreldrar nemenda í Hrafnagilsskóla og aðrir sveitungar
Við í 10. bekk í Hrafnagilsskóla ætlum að selja hettupeysur í fjáröflunarskyni nú í haust. í boði verða heilar og renndar hettupeysur sem hægt verður að fá í rauðu og gráu. Peysurnar verða merktar Hrafnagilsskóla. Rennd hettupeysa kostar 5.500 krónur en heil peysa kostar 5.000 krónur. Við ætlum að vera með peysurnar til sýnis og taka við pöntunum á foreldraviðtalsdaginn, fimmtudaginn 2. október á milli kl. 8:15 og 14:30. Við verðum staðsett í Hjartanu og fyrir framan bókasafnið.
Að sjálfsögðu er öllum velkomið að kaupa peysu og ef einhver kemst ekki á fyrrgreindum tíma er hægt að hafa samband við ritara í síma 464-8100.
Með fyrirfram þökk, nemendur 10. bekkjar


Hefur þú áhuga á spennandi verkefni í stuðningsþjónustu?
Fjölskyldudeild Akureyrar óskar eftir fjölskyldum á Eyjafjarðarsvæðinu sem hafa áhuga á að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu fyrir fötluð börn á aldrinum 2 til 16 ára, eina til tvær helgar í mánuði.
Hlutverk stuðningsfjölskyldunnar er að bjóða barninu þátttöku í eigin heimilislífi á dvalartímanum, örva það, leiðbeina því og gefa því kost á jákvæðri reynslu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Fjölskyldudeildar, Glerárgötu 26, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veita Fanney og Karólína í síma 460-1420


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Vetrarstarfið hefst mánudaginn 29. september kl. 13.00.
Námskeið vetrarins verða kynnt.
þuríður Schiöth sér um kaffiveitingar að venju.
Anna Rappich annast hreyfingu (leikfimi).
Anna þórsdóttir hjálpar okkur í handverkinu.
Mætum svo öll hress og endurnærð eftir gott sumar.
Stjórnin


Síðustu innritunardagarnir á dansnámskeið!
þá er að styttast í að dansnámskeið hefjist fyrir byrjendur.
Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 í Laugaborg. þetta verða 8 skipti og við byrjum 2. október og við klárum áður en aðventan byrjar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, Vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum Skottís, Ræl og Polka. það er skylda að kunna þá á þorrablótinu :-) Fyrir utan hvað það er hollt að dansa þá er þetta hin mesta skemmtun og munið að dansinn lengir lífið :-)
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (á kvöldin)
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir


Hrútasýning
Hrútasýning fjárræktarfélags öngulsstaðahrepps verður haldin á Svertingsstöðum föstudaginn 3. október kl. 20:30. þeir sem mega koma með hrúta á sýninguna eru allir sem búa í öngulsstaðahrepp, hinum forna, suður að Bringu. þeir sem koma með dæmda hrúta hafi dómana meðferðis. Fjöldi hrúta frá hverjum bæ er ótakmarkaður bæði í flokki lambhrúta og veturgamalla en þó innan skynsamlegra marka.
Allir velkomnir á þessa miklu menningarsamkomu.
Fjárræktarfélag öngulsstaðahrepps


Kundalini jóga í Arnarfelli
ég, Gerður ósk Hjaltadóttir (Prem Siri Kaur), mun bjóða upp á 12 vikna námskeið sem byrjar 30. September. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 20:00. þeir sem eru á námskeiðinu geta nýtt sér aðra tíma. ég mun vera með opinn tíma á sunnudögum kl.17.30. Námskeið; 12 vikur á 10.000 kr. Stakur tími á 1.000 kr. þriðjudagar kl. 20:00 námskeið. Sunnudagar kl.17.30 opinn tími. Skráning í síma 849-1854.
Kundalini jóga er tími sem hentar öllum byrjendum sem lengra komnum. Hver og einn hlustar á sinn líkama. Heilandi stund þar sem við leyfum okkur að vera í fyrsta sæti og njótum. í Kundalini jóga þá gerum við krýjur (æfingarsett) þar sem við erum að opna og endurstilla orkubrautirnar okkar og virkja kundalini orkuna (lífskraftinn okkar) okkar. Getum umbreytt okkur. Lagað það sem þarf að laga t.d meltinguna og taugakerfið. Svo lærum við að hugleiða. Með hugleiðslu þá róum við hugann og náum sambandi við undirmeðvitundina okkar og getum jafnvel tæmt bakpokann okkar (losað um gamlar tilfinningar og áföll). þannig að við getum kúplað okkur út úr amstri hversdagsleikans.
Kundalini jóga kemur jafnvægi á hugann og örvar efnaskiptin í líkamanum. það er hraðvirk leið til að byggja upp og koma jafnvægi á taugakerfið. það eykur slökun og minnkar streitu. Kundalini jóga er djúphreinsun fyrir sál og likama.


Laus pláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi
það er nokkur laus pláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi á Hrísum í vetur.
Ekki er möguleiki á að taka stærri hluti eins og hjólhýsi.
Nánari upplýsingar gefur Rósberg í síma 820-1107.


Nytjamarkaður- Bílskúrssala à Hrísum Eyjafjarðarsveit
Markaður verður à Hrísum helgina 27.-28. september.
Til sölu föt, skór, skartgripir, húsgögn og ýmis annar varningur.
Endilega kíkið við og gefið gömlum varningi nýtt líf og styrkið gott màlefni í leiðinni.
Opið bàða daga frà kl. 11:00-17:00.
Kaffi og kleinur í boði.
Fjölskyldan Hrísum

Getum við bætt efni síðunnar?