Kæru íbúar
Mig langar að þakka ykkur fyrir þá samheldni sem ríkir í samfélaginu á tímum Covid og þann skilning sem sýndur er á breytingu þjónustustigs og opnunartímum skóla og annarra stofnana sveitarfélagsins í tengslum við það.
Mikil vinna hefur tengst heimsfaraldri Covid á skrifstofu sveitarfélagsins undanfarnar vikur og mánuði vegna skipulagningar, fjárhagsáætlunargerðar og samskipta innan og utan sveitarfélagsins. Sama hefur verið uppá teningnum í starfsemi skóla og íþróttamiðstöðvar, stofnunum þar sem starfsemi kollvarpast nú í annað sinn vegna heimsfaraldursins og eiga starfsmenn og stjórnendur þar hrós skilið fyrir skjót og fagleg viðbrögð. Við vonum öll að þessi tími líði hratt hjá og starfsemi sveitarfélagsins fari aftur í eðlilegt horf innan skamms.
Mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir samstöðu og skilning.
Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Sökum hertra aðgerða vegna COVID-19 verður bókasafnið lokað fyrir heimsóknum þar til sóttvarnarreglur verða rýmkaðar. Þó er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur gilda.
Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman.
Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00.
Kæru sveitungar
Vegna aðstæðna í samfélaginu og ákvörðunar stjórnvalda um hertar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta sölu á Neyðarkallinum, sem vera átti dagana 4.–8. nóv.
Salan mun þess í stað fara fram dagana 3.–7. febrúar 2021.
Á næstu dögum munum við dreifa rafhlöðum fyrir reykskynjara.
Við munum setja 2 stykki í hvern póstkassa í sveitinni.
Ef fólk óskar eftir fleiri rafhlöðum má hafa samband við Gyðu í síma 867-5303 eða senda póst á dalbjorg@dalbjorg.is.
Við hvetjum alla til að fara varlega og passa upp á hvort annað.
Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
Nagladekk
Þokkaleg nagladekk 225/65 R17 í boði ef einhver getur notað.
Emilía, Syðra-Hóli, s: 899-4935.