Auglýsingablaðið

624. TBL 04. júní 2012 kl. 12:36 - 12:36 Eldri-fundur

„Hvað er svo glatt“
Sumarmálaskemmtun kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður haldin í Laugarborg síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18. apríl n.k. kl. 20:30. á söngskránni eru perlur íslenskra tónbókmennta s.s. Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddssen og Oft um ljúfar ljósar sumarnætur eftir Jón Laxdal. þá eru einnig á söngskránni létt og vinsæl vor- og sumarlög af ýmsu tagi. Snæfríð Egilson syngur einsöng með kórnum. Undirleikari og stjórnandi er Daníel þorsteinsson. Að loknum söng verður dansað fram á sumar! Vöfflukaffi á vægu verði. Ath. enginn posi á staðnum.


Sunddagur Samherja
Sumardaginn fyrsta ætla sundkrakkar í Samherjum að bjóða upp á sundkennslu í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Allir velkomnir milli kl. 14-17, kostar 500 kr. Innifalið aðgangur í sund, sundkennsla frá sundkrökkunum, kaffi/kakó og vöfflur að sundi loknu. ágóðinn rennur í ferðasjóð sundmanna til Spánar á næsta ári. Komið og styðjið góðan málstað :-) Hlökkum til að sjá ykkur


Sumardagurinn fyrsti
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum 19. apríl frá kl. 13:30-17:00.
í boði verður:
*Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna
*Húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum
*Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á stórglæsilegum vögnum
*ýmist handverk til sýnis t.d. sápur, bútasaumur, handprjónaðar flíkur, málverk eftir
  Jóhönnu Friðfinnsdóttur og knipl.
*Jötunn vélar mæta á svæðið með vélar og einnig verða gamlar búvélar til sýnis
Láttu þig ekki vanta á Melana á Sumardaginn fyrsta.
Hestamannafélagið Funi


Dyngjan-listhús
Sumardaginn fyrsta frá kl. 13-18 bíður Dyngjan-listhús sveitungum að líta við í tilefni sumarkomu og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Kaffi á könnunni. Dyngjan er í landi Fífilbrekku, undir Kerlingu, milli Hólshúsa og Holtsels


Fögnum sumri og grillum saman ATH breytt dagsetning!
Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, föstudagskvöldið 20. apríl. þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl. 20. Skráning til kl. 12 þann 19. apríl, í síma 461-1242/861-1348 eða á netfangiðhafdisds@simnet.is. Allir velkomnir. Hestamannafélagið Funi


Handverkssýning
-félagsstarfs aldraðra Eyjafirði verður í Félagsborg Hrafnagili laugardaginn 28. apríl og sunnudaginn 29. apríl kl. 13-17 báða dagana og mánud. 30. apríl kl. 14-16. Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið. Allir velkomnir.
Tekið verður á móti sýningarmunum fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 13 í Félagsborg.
Félag aldraðra Eyjafirði

Sunnudagaskólinn
Minnum á síðasta sunnudagaskóla vetrarins sunnudaginn 22. apríl milli kl. 11 og 12 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Söngur, leikir og almenn skemmtilegheit :-) Svo stefnum við á vorferðalag sunnudaginn 6. maí. Nánari tímasetning og staðsetning verður auglýst síðar. Hannes, Katrín, Hrund, Brynhildur og ósk


óskilahross
Rauð hryssa á 3ja vetri með litla stjörnu, en greinilega, örmerki: 352098100039970
er búin að vera í óskilum síðan á þverárrétt sl. haust.
Hörður Guðmundsson, Svertingsstöðum


Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. apríl n.k. milli kl. 13 og 14. Bíllinn verður staðsettur á Melgerðismelum. það verður að vera búið að merkja, vigta og skrá ullina áður en komið er með hana á staðinn. ístex hvetur bændur til þess að senda alla vetrar og snoðull, ekki geyma hana fram á haust. Rúnar Jóhannsson gsm 847-6616


Fræðslufyrirlestur um fugla
í tilefni af degi umhverfisins, sem haldinn er hátíðlegur 25. apríl ár hvert, ætlar umhverfisnefnd að standa fyrir fræðslufyrirlestri um fuglalíf í sveitinni okkar. Sverrir Thorstensen ætlar að segja frá, sýna myndir af fuglum og svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsalnum í Hrafnagilsskóla, miðvikudagskvöldið 25. apríl og hefst kl 20. Hvetjum sveitunga til að koma og hlusta á áhugavert erindi. Boðið verður upp á kaffi og með því. Umhverfisnefnd


Aðalfundur
Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn þann 26. apríl á Kaffi kú. Hefðbundin aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Fundur hefst stundvíslega kl. 20:30.


Síðustu sýningar á Himnaríki í Freyvangi:
Síðustu sýningar á Himnaríki í Freyvangi eru sem hér segir:
18. sýning 18. apríl – síðasta vetrardag
19. sýning 20. apríl
20. sýning 21. apríl
21. sýning 5. maí – lokasýning
Við hvetjum þá sem enn eiga eftir að kíkja „í“ Himnaríki, að panta miða sem fyrst í síma
857-5598 eða á freyvangur.net. Sjáumst í leikhúsinu


Landbúnaðarskemmtun hjá Kaffi kú
Miðvikudag, síðasta vetrardag opnar kl. 20. Vélasýning í boði VB Landbúnaðar og Jötunn véla þar sem sýndar verða nokkrar nýjar dráttarvélar. Einnig verða vélar og menn frá GK verktökum á svæðinu.
þekkir þú þetta kúakyn? Kl. 22 hefst svo landbúnaðar pub quis þar sem Ingvar Björnsson verður spyrill og mun hann af sinni alkunnu snilld setja saman spurningar úr hinum ýmsu geirum landbúnaðarins.Verðlaun fyrir sigurliðið í fljótandi formi verða svo í boði Jötunn véla.
Hvað er þetta pub quis? það fer þannig fram að þáttakendur mæta á staðinn og mynda lið þrír til fjórir saman í liði. Ekki þarf að mæta með fyrirfram skipað lið. Liðin fá sér sæti og svara spurningum sem spyrill ber upp á tiltekið svarblað. Svona fyrirkomulag hefur notið mikilla vinsælda undanfarið á öldurhúsum víðsvegar um landið og er hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna. Eina sem þú þarft að gera er að mæta og sýna þá yfirburða þekkingu sem þú býrð yfir á málefnum landbúnaðarins og njóta verðlaunanna. Heyrst hefur að Jón  Elvar hafi ekkert farið í hesthúsin síðustu daga vegna undirbúnings fyrir pub quis.
Að þessu loknu koma þeir Atli og Bobbi og slá á létta strengi.
Opnunartími: Sumardaginn fyrsta kl. 14-19, laugardag kl. 14-01 og sunnudag kl. 14-18

Getum við bætt efni síðunnar?