þjóðlendukröfur.
í bréfi sem sveitarstjórn hefur borist frá óbyggðanefnd dags. 26. nóv. s. l. er frá því greint að fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hafi frest til 31. des. n. k. til að lýsa kröfum í þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (svæði 7 sbr. skilgreiningu nefndarinnar). Eyjafjarðarsveit er látin tilheyra svæði 7 og svo er um önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hvort og þá hvaða kröfur um þjóðlendur fjármálaráðuneytið gerir á þessu svæði mun þannig skýrast á næstunni.
þegar og ef kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins koma fram mun óbyggðanefnd birta tilkynningu í Lögbirtingablaðinu og fjölmiðlum, svo sem lög nr. 58/1998 mæla fyrir um. í tilkynningunni verður skorað á þá sem telja til eignarréttinda á því svæði sem ríkið gerir kröfu til, að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefndinni innan tiltekins tíma. Tilkynningunni verður þinglýst á fasteignir á svæðinu. Nefndin mun að auki kynna viðkomandi sveitarfélögum og sýslumönnum kröfugerðina.
Undirritaður veitir nánari upplýsingar um efni fyrrnefnds brés og hvert kynni að verða framhald málsins þegar kröfur hafa verið birtar. Bréf óbyggðarnefndarinnar má finna í heild sinni á forsíðu heimasíðunnar.
Sveitarstjóri.
Sellóleikur í Veitingaskálanum Vín
Föstudaginn 14. desember kl 16.30 munu sellónemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Tónlistarskóla Akureyrar leika í Veitingaskálanum Vín.
þetta eru börn á aldrinum 5-18 ára og munu koma fram ein og í samlek ásamt kennara sínum ásdísi Arnardóttur. Meðleikari á píanó verður Daníel þorsteinsson.
Frá Laugalandsprestakalli
ágætu sveitungar
Aðventukvöld Laugalandsprestakalls verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 9. desember kl. 21:00. Flytjendur tónlistar verða Kirkjukór Laugalandsprestakalls undir stjórn Daníels þorsteinssonar og Skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur en auk þess mun Katrín þöll Ingólfsdóttir leika með á þverflautu og María Hjelm Daníelsdóttir á selló. Frumfluttur verður nýr jólasálmur, Jólanótt, sem Daníel samdi fyrir kirkjukórinn við ljóð Sverris Pálssonar. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Blöndal.
Komum og njótum.
Hannes
Aðventutónleikar í Laugarborg
Fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00
Fram koma:
Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi Petra Björk Pálsdóttir.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls, stjórnandi Daníel þorsteinsson.
Skólakór Hrafnagilsskóla, stjórnandi María Gunnarsdóttir.
Undirleikarar:
Daníel þorsteinsson, píanó.
Ella Vala ármannsdóttir, horn.
Aðgangseyrir kr. 1.500.- ókeypis er fyrir börn innan 12 ára aldurs.
þorrablót Eyjafjarðarsveitar 9. febrúar 2008
Allir að taka þennan dag frá!
Minnum á að það er vetrarfrí hjá Hrafnagilsskóla þessa vikuna.
Af því tilefni hefur nefndin samið við starfsfólk skólans um að taka mjaltir fyrir bændur daginn eftir blót.
Selma í Teigi sér um að raða niður á bæi.
Ef einhverjir eru óánægðir með þessa dagsetningu, hafið þá samband við Pálma í Gröf, sími 535-9988.
Hittumst hress á nýju ári, Skemmtilega nefndin
Köttur í óskilum
Ung hvít/grá bröndótt læða hefur haldið sig í Reykárhverfi og við skólana undanfarnar vikur.
Eigandi hafi samband við Davíð í síma 895 4618.
Trommusett til sölu..!!
3 ára Pearl forum series trommusett er til sölu. Settið er vel með farið og fylgja því 2 diskar aukalega. Verð: 35.000 kr.
áhugasamir hafi samband í síma: 463-1551.
2 kettlingar fást gefins
Við erum fjörug og kát systkin sem þurfum að komast að heiman.
Við erum vön mis blíðum handtökum en bítum samt ekki eða klórum þegar litlar hendur eru annars vegar.
Við erum kassavanar kelirófur en getum alveg hugsað okkur að eiga heima í útihúsi, því þar getum við veitt mýs..nammm!
Er ekki einhver sem getur tekið okkur að sér?
PS: ég, Tumi, er svartur með litlum hvítum skellum og systir mín hún Slaufa er þrílit. Við erum algjör krútt.
Hringið í síma 8626823 Bjössi á Finnastöðum.
Um þrífösun rafmagns í Eyjafjarðarsveit.
í svari Rarik við fyrirspurn sveitarstjórnar um þrífösun rafmagns í Eyjafjarðarsveit kemur fram að 26 notendur séu tengdir einfasa háspennulínu og eigi því ekki kost á þriggja fasa rafmagni. þá kemur einnig fram að 18 einfasa notendur séu tengdir 3ja fasa háspennulínu og eiga þeir þá væntanlega kost á þriggja fasa rafmagni til eigin nota ef þeir kjósa svo. Miðað við þessa framsetningu Rarik verður að draga þá ályktun að allir aðrir notendur í sveitarfélaginu notist við þriggja fasa rafmagn. þar sem Rarík er að endurnýja dreifikerfið er það notandanum að kostnaðarlausu að fá þrjá fasa ef þeir þess óska um leið og verðið er ganga frá spennusetningu kerfisins . Tenging síðar kostar kr. 59.700,00. þeir notendur, sem eru tengdir einfasa spenni á þriggja fasa háspennukerfi þurfa að greiða kr. 252.700,00 fyrir þrífasa tengingu. það kemur reyndar einnig fram í tilvitnuðu bréfi Rarik að ekki sé áformað á a.m. k. næstu þremur árum að ljúka þeim áfanga sem eftir er til þrífösunar rafmagns í sveitarfélaginu.
Til frekari upplýsinga um verð og tæknibúnað, svokallaða rafhrúta og tíðnibreyta, sem nota má sem skammtímalaus til að knýja þriggja fasa mótora fyrir þá, sem eru tengdir eins fasa háspennukerfi, má finna á www.rarik.is
Hins vegar hefur það nú gerst að iðnaðarráðherra hefur skipað vinnuhóp sem skal endurmeta þörf fyrir þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni. Vinnuhópurinn hefur leitað til sveitarstjórna um upplýsingar hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu á þriggja fasa rafmagni í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Upplýsingum skal skila á sérstöku eyðublaði fyrir 15. jan. n. k. og eiga þessar upplýsingar að koma þar fram:
Notkunarstaður – starfsemi – ástæða. Einnig skal koma fram hversu brýn þörfin er metin á þessum skala: mjög brýn – mikilvægt – æskilegt.
það er brýnt að vinnuhópurinn fái þær upplýsingar sem um er beðið. það er forsenda þess að yfirvöld geti mótað áætlanir um endurnýjun á háspennukerfinu frá eins fasa kerfi yfir í þriggja fasa kerfi. Allir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta í þessu máli eru því beðnir að koma skoðunum/óskum sínum á framfæri við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, en þar verður upplýsingunum safnað og þeim síðan komið á framfæri við vinnuhóp iðnaðarráðuneytisins.
Upplýsingarnar þurfa að berast skrifstofunni fyrir 15. jan. 2007
Sveitarstjóri.
AUGLýSING um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi austan Eyjafjarðarbrautar vestri. Svæðið afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan og landamerkjunum að Grísará að norðan. Að vestan markast það af Eyjafjarðarbraut vestri og Eyjafjarðará að austan. íbúðarsvæðið er um 5.2 ha að flatarmáli með götum og opnum svæðum. á svæðinu verður heimilt að byggja 37 einbýlishús. Gert er ráð fyrir að svæðið byggist í þremur áföngum. í fyrsta áfanga er unnt að byggja alls 15 hús og verður sá áfangi byggingarhæfur vorið 2008.
Skipulagstillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með mánudeginum 10. des. 2007 til og með mánudagsins 9. jan. 2008. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna er til kl. 16.00 mánudaginn 23. jan. 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim ber að skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst vera henni samþykkur.
Eyjafjarðarsveit, 6. des. 2007.
Bjarni Kristjánsson
sveitarstjóri