Auglýsingablaðið

1271. TBL 10. desember 2024

Auglýsingablað 1271. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 10. desember 2024.

 


Frestur til að sækja um styrk 2024 er til og með 15. desember 2024

• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
• Lýðheilsustyrkur eldri borgara
• Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Síðasta auglýsingablað 2024 verður 17. desember

Aðeins eitt blað á eftir að koma út á þessu herrans ári 2024.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10, þriðjudaginn 17. des. á esveit@esveit.is 
Fyrsta blað í janúar 2025 verður þriðjudaginn 7. janúar.



Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Sýning 14. des. kl. 13:00
Sýning 15. des. kl. 13:00
Sýning 21. des. kl. 13:00
Nánari upplýsingar og miðasala á tix.is og í síma 857-5598.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er föstudagurinn 20. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-16:00. Opið verður föstudaginn 27. desember milli kl. 14:00 og 16:00.

Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00 
Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00
Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00
Föstudagar frá kl. 14:00-16:00 

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.



Aftansöngur á aðfangadagskvöld

Verið velkomin í Grundarkirkju á aðfangadagskvöld kl. 22:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Unu Haraldsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.


Hátíðarmessa á jóladag

Verið velkomin í hátíðarmessu í Kaupangskirkju á jóladag kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.


Hátíðarmessa annan dag jóla kl. 13:00

Verið velkomin í hátíðarmessu í Hólakirkju á öðrum degi jóla kl. 13:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Unu Haraldsdóttur organista. Prestur Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.



Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í matsal Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 til 13:30.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Lkl. Sif verður einnig með leiðisgreinar til sölu á 3.000 kr. stk.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.



Lionsklúbburinn Sif selur leiðisgreinar í desember, má bjóða þér?

Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 18. desember hjá Kristínu í síma 846-2090 og á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com 
Leiðisgreinarnar verða einnig til sölu í skötuveislu Lionsklúbbana Vitaðsgjafa og Sifjar í Hrafnagilsskóla á Þorláksmessu og hægt verður að sækja þangað áður pantaðar leiðisgreinar sé þess óskað.
Gleðileg jól.



Dagbókin Tíminn minn 2025 – örfá eintök eftir

Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu fram að
jólum á 4.500 kr. eða þar til þær klárast hjá okkur. Tilvalin í jólapakkann.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Þökkum innilega fyrir stuðninginn.
Tekið er við pöntunum í tölvupósti á idunn@kvenfelag.is eða hjá
Ástu Heiðrúnu í síma 893-1323 og Hrönn í síma 866-2796.



Jólatrésskemmtun Hjálparinnar

Hin árlega jólatrésskemmtun verður haldin í Funaborg, laugardaginn 28. desember kl. 14:00
Við dönsum í kringum jólatréð og glaðir jólasveinar mæta með góðgæti í poka. Eftir það verða kvenfélagskonur með hlaðborð og kaffi.
Enginn aðgangseyrir en frjáls framlög, hlökkum til að sjá ykkur,
kvenfélagið Hjálpin.

Getum við bætt efni síðunnar?