Auglýsingablaðið

664. TBL 24. janúar 2013 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur íslands haldinn um land allt
Að því tilefni ætlum við að vígja sundlaugartaflsett í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.  Feðgarnir á Espihóli munu taka vígsluskákina í heita pottinum kl. 11.30.  Að henni lokinni er öllum frjálst að spreyta sig.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Opnunartímar bókasafnsins
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00      
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Námskeið í vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri, hefst þann 30. janúar í endurhæfingarlauginni í Kristnesi kl. 15. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
Stjórnin

Kæru sveitungar
Við í sunddeild Samherja erum að safna fyrir æfingaferð til Spánar næsta sumar. Til að styrkja það ætlum við að vera með harðfisk til sölu í anddyri íþróttahússins þegar sala á þorrablótsmiðum stendur yfir, en það verður n.k. mánudag 28. jan. kl. 20-22 og þriðjudag 29. jan kl. 20-22. Fiskurinn er frá Darra á Grenivík og er í 200 gr. pokum og kostar 2300 kr. Einnig verðum við eitthvað á ferðinni um sveitina næstu daga.
Með ósk um góð viðbrögð. Krakkarnir í sunddeild Samherja

Félagar í Framsóknafélagi Eyjafjarðarsveitar
Flokksþing Framsóknaflokksins verður haldið 8.-10. febrúar í Reykjavík.
Ef þú/þið hafið áhuga á að fara á þingið, hafið þá samband við undirritaða;
Helga örlygsson sími 862-3800, Loga óttarsson 694-8989, Ketil Helgason 864-0258

 Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara  
Munið folaldasýninguna í Melaskjóli á Melgerðismelum sunnudaginn 27. janúar kl. 13:00 (sköpulagsdómar folaldanna fyrir hádegið).  Skráningu lýkur föstud. kl. 19:00.  Ester tekur við skráningu í síma 466-3140 eða um netfangið esteranna@internet.is.
Ester Hólakoti – Jón Elfar Hrafnagili - Sigríður Hólsgerði

Dönsum saman og gleðjumst!
Dansnámskeið eru að hefjast í Laugarborg þriðjudagskvöldið 29. janúar fyrir byrjendur og fyrir framhaldshópa fimmtudaginn 24. janúar.
Kenni samkvæmisdansa, gömlu dansana, tjútt o.fl. Nú er um að gera að dusta rykið af dansskónum og skrá sig, því dansinn er hollur fyrir bæði líkama og sál. Nú styttist einnig í blótið [-n] og ekki verra að koma sér í dansgírinn. ég er búin að kenna hérna í sveitinni í 11 ár og haft mjög gaman af, en hef trú á því að ég sé nú ekki búin að kenna öllum í sveitinni. Vonast ég því innilega eftir því að ná í byrjendahóp :-)
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir


Góðir sveitungar
ég heiti Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, kölluð Hadda og bý nú í Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit.
ég hef lengi haft áhuga á þjóðlegri menningararfleið, lært ýmislegt um hana og unnið að margvíslegum verkefnum.
ég lærði að spinna í Svíþjóð og fór á námskeið hér á vegum íslenska heimilisiðnaðarins. En mig hefur lengi langað til að fá fólk sem ólst upp við tóvinnu að segja mér frá meðferð ullar frá reifi til klæðis. í október var haldinn í Hrafnagilsskóla fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar þar sem m.a. var rætt um söfnun heimilda hvers konar. ég ákvað að nota þann félagsskap til að veita mér innblástur og stuðning við þetta verkefni.
Tóvinna er ein elsta iðja mannsins sem erfst hefur frá foreldri til barns kynslóð eftir kynslóð. Nú er þekking og hæfni á notkun  sérhæfðra verkfæra og meðferð efnis að glatast, þekking sem safnast hefur frá öræfi alda.
Til að viðhalda þekkingu er best að finna og vinna með lifandi þekkingu. Margt sem er horfið er hægt að lesa um í ritum en þá er hin  áþreifanlega menningararfleifð horfin.
Nú bið ég fólk, sem man eftir tóvinnu á heimili sínu að hafa samband við mig í síma 899-8770 og/eða hitta mig í félagsstarfi aldraða í Hrafnagilsskóla 4/2 2013 kl.13.30. Gaman væri að þið kæmuð með þau tóvinnuáhöld sem þið eigið í ykkar fórum.
Hadda/Guðrún H. Bjarnadóttir sími 899-8770

 

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2013
- miðapantanir og miðasala -

þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.

Veislustjórar kvöldsins verða Oddur Bjarni þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson,
söngvarar úr Ljótu hálfvitunum, þrautreyndir leikarar og grínarar.

Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.

Aldurstakmark er árgangur 1996.

Að vanda mæta gestir með trog sín troðin súru, reyktu, nýju og kæstu!
Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.

Gos- og kaffisala verður í húsinu til fjáröflunar fyrir Samherja.
Sunddeild Samherja verður með harðfisksölu samhliða miðasölu á þorrablótið til fjáröflunar fyrir fyrirhugaða æfingaverð til Spánar næsta sumar.

Miðapantanir og miðasala
Fimmtudaginn 24. janúar milli kl. 20-22
Kristín s: 864-0259,  Anna s: 869-8466,  Guðrún s: 846-5901

Sala aðgöngumiða verður mánudaginn 28. janúar
og þriðjudaginn 29. janúar kl. 20-22 í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla.
ósóttir miðar verða seldir.
Ath. ekki tekið við greiðslukortum.
Miðaverð 4000 kr.

Nú fögnum við íbúar Eyjafjarðarsveitar þorra eins og okkur einum er lagið!

þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2013
Hannes og ásta Hjarðarlundi 7, Guðrún og Tryggvi í Hvassafelli, Pétur á Rútsstöðum, Inga Arnhildur í Hrafnagilsskóla,
Hermann og Ingibjörg í Klauf, Adda Bára og Víðir á Grund, Edda og Ragnar í Hól, Jón og Kristín í Berglandi,
Hafdís og Halldór á Eyvindarstöðum, Steingrímur í Skjólgarði, Jóhanna og óðinn á Sigtúnum,
Anna Rappich í Kristnesi, Jóhann ó. og Katrín í Brekkutröð, Hallgrímur og Hrönn í Sunnutröð.

Getum við bætt efni síðunnar?