Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar var stofnað 26. janúar 2011. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin Berglind Kristinsdóttir, Einar Örn Aðalsteinsson og Guðmundur Guðmundsson og varamaður Guðrún Sigurjónsdóttir.
Tilgangur félagsins er:
1. Að efla ferðaþjónustu á félagssvæðinu, þannig að hún verði til sem mestra hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.
2. Að bæta þjónustu við það fólk sem ferðast um sveitina og dvelur þar sem gestir.
3. Að vinna að því að öll þjónusta og fyrirgreiðsla við ferðamenn í sveitinni verði með menningarlegum og snyrtilegum blæ og hlutaðeigandi til sóma.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná:
1. Með því að vinna að samræmingu og samvinnu ferðaþjónustu á félagssvæðinu og beita sér fyrir sem fjölbreyttastri þjónustu við ferðafólk.
2. Með útgáfu kynningar- og auglýsingabæklinga og dreifingu þeirra, svo og annarri upplýsinga-starfsemi.
3. Með öflun upplýsinga um nýjungar í ferðamálum og með því að stuðla að opinni umræðu um ferðamál.
4. Með því að leita nýrra leiða til að laða að ferðamenn til sveitarinnar og vekja athygli samfélagsins og annarra á gildi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar í sveitinni.
5. Með því að efla vitund íbúanna fyrir varðveislu fagurra staða og fyrir snyrtilegri umgengni við landið.
6. Með því að koma fram sem málsvari innan samtaka ferðamálafélaga svo og á öðrum skildum vettvangi, eftir því sem tilefni er til.
7. Með annarri starfsemi sem talin er ferðamálum á félagssvæðinu til framdráttar.
Heimilisfang Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar er hjá formanni hverju sinni og er nú:
Ásar, 605 Akureyri.
Netfangið er ferdamal@esveit.is
.