Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1995, 1996 og 1997 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum
fyrir 21. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is.
þau sem skila inn umsóknum á auglýstum tíma munu sitja fyrir, ef til þess kemur að takmarka þurfi fjölda og/eða
ráðningartíma.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-1335.
Könnun á þörf fyrir daggæslu
Fyrirhuguð þjónusta yrði staðsett í Reykárhverfi
frá 7:45-14:15 virka daga. þeir sem hefðu hug á að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst
á ha080506@unak.is eða hafa samband við Lilju í síma 663-2962.
Frá Félagi aldraðra
Mánudag 16. maí er opið í síðasta sinn á þessu vori. þá kemur Helga Sigfúsdóttir sjúkraþjálfi og
fræðir og leiðbeinir okkur í stafgöngu. þeir sem eiga stafi takið þá með og vera í lágum þægilegum skóm. Helga
kemur kl. 14.45.
þennan dag tekur ferðanefnd á móti staðfestingargjöldum kr. 5.000 pr. mann.
Einnig má leggja inn á reikning no. 1145-26 -1679 kt. 290733-4139.
Stjórnin
Eyvindarstaðahlaupið 14. maí 2011
þrjár vegalengdir eru í boði:
Frá átaki - Eyvindarstaðir í Sölvadal - 35km (kl. 09.00)
Frá Hrafnagili - Eyvindarstaðir í Sölvadal - 24km (kl. 10.30)
Frá Smámunasafninu - Eyvindarstaðir í Sölvadal - 9km (kl. 12.00)
þetta er í 4. skipti sem Eyvindarstaðahlaupið er haldið. Hlaupaleiðin er gríðarlega
skemmtileg og á köflum krefjandi. Að meðaltali hafa 50 manns tekið þátt og hafa flestir tekið af stað frá Smámunasafninu og Hrafnagili.
þá voru einnig nokkrir sem hjóluðu og hlupu leiðina og enn aðrir hjóluðu alla leið.
Við bjóðum ykkur að eiga með okkur skemmtilegan dag í frábæru umhverfi.
Vatnsstöðvar verða á leiðinni og veitingar að Eyvindarstöðum að hlaupi loknu.
Við hvetjum allt áhugafólk um hlaup, hjólreiðar og útiveru að taka þátt.
Sætaferðir verða frá Eyvindarstöðum að loknu hlaupi. Ath! Engin tímataka er í hlaupinu og er það öllum að kostnaðarlausu.
Hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar sérstaklega til þátttöku. Hlökkum til að sjá ykkur.
átak, heilsurækt
Kvennafótbolti
Nú er kvennaboltinn hafinn að nýju eftir vetrafrí.
Um er að ræða nokkrar hressar og skemmtilegar konur/stelpur sem hittast á mánudagskvöldum kl. 20:30 á sparkvellinum við Hrafnagilsskóla til að
spila fótbolta og hafa gaman. Langar þig að koma með okkur ? Svo er náttúrulega upplagt að skella sér í pottinn á eftir
Sjáumst hressar !
Rusl og baggaplast
í rokinu nú seinni part vetrar hefur baggaplast komist á flakk um sveitina, fokið á girðingar o.þ.h. Bændur eru beðnir um að hreinsa til
í kring um sig sem allra fyrst.
Sveitarstjóri
Smámunasafnið
Smámunasafnið hefur sumar opnun sína á sunnudag 15. maí. Opið verður milli kl. 13 og 18, utan þess tíma er
hægt að fá opnað fyrir hópa (15 manns) tímapantanir í síma 8651621 Guðrún. Að vanda rjúkandi kaffi og nýbakaðar
vöfflur, eyfirskt handverk og alltaf eitthvað nýtt í antikhorninu.
Verið velkomin Smámunasafnið
Knattspyrnuiðkendur Umf. Samherja
ákveðið hefur verið að bjóða fótboltaiðkendum félagsins
að kaupa sína eigin Samherjabúninga, merkta með nafni og númeri. Búningarnir (merkt treyja, stuttbuxur og sokkar) kosta einungis 4.000 kr. en það er
Höldur hf. sem styrkir kaupin og gerir það að verkum að hægt er að bjóða búningana á svo hagstæðu verði.
á næstu æfingum mun ódi taka niður pantanir en einnig er hægt að senda tölvupóst á odijudo@gmail.com til föstudagsins 20. maí. Stærð búninga miðast við hæð barnanna (120 cm, 134 cm, 140 cm, 152 cm o.s.frv. )
Með góðri kveðju, stjórn umf. Samherja
Samherja – Samherjar
ákveðið hefur verið að halda úti æfingum hjá meistaraflokki Samherja þetta
sumarið og stefnt er að þátttöku í utandeild KDN sem líklega fer fram í boganum í sumar. æfingar fara fram á aðalvelli Samherja,
þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, hvort sem menn vilja taka þátt í utandeildinni eða ekki.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá sjálfskipaðri stjórn meistaraflokks Samherja í síma 865-4540, óttar Ingi.
Húsnæði óskast!
Fimm manna fjölskyldu bráðvantar íbúð/hús á Hrafnagili eða í Eyjafjarðarsveit.
Sími: 867-4351