Auglýsingablaðið

503. TBL 18. desember 2009 kl. 10:38 - 10:38 Eldri-fundur


Jólakveðja
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.



Dreifing auglýsingablaðs um jól og áramót.
Síðasta auglýsingablaði ársins verður dreift miðvikudaginn 30. desember n. k. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 8, þriðjudagsmorguninn 29. desember á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Opnunartími sundlaugar um jól og áramót
Sjá opnunartíma - Smellið hér



Messur í Laugalandsprestakalli um jól og áramót 2009:
Aðfangadagur, 24. desember: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl.22:00.
Jóladagur, 25. desember: Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl.11:00.
Jóladagur, 25. desember: Hátíðarmessa í Möðruvallakirkju kl.13:30.
Annar jóladagur, 26. desember: Barnamessa í Hólakirkju kl.11:00.
Sama dag helgistund í Saurbæjarkirkju kl.13:30.
Gamlaársdagur, 31. desember:  Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Kveðja, Hannes.




Góðir sveitungar.
Eigum gott úrval af jólatrjám á mjög sanngjörnu verði. Jólastjarna fylgir hverju tré.
Gamla garðyrkjustöðin. Upplýsingar í síma 892 5333




Jólatrésskemmtun
Nú hefur hestamannafélagið Funi gengið til samstarfs með kvenfélaginu Hjálpinni við að halda hina árlegu jólatrésskemmtun og verður hún haldin í Funaborg þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30 – 16.00.  Allir velkomnir.
Við treystum á að Grýla og jólasveinarnir átti sig á breyttri staðsetningu.
Kvenfélagið Hjálpin og hestamannafélagið Funi.
Geymið auglýsinguna.



Greinar og glingur
Helgi og Beate eru að selja allskonar heimaframleiðslu í Poppulus tremula (í skotinu neðan listasafns) frá laugardegi 19/12 - 23/12. Jólatré, jólakjóll, jólagrein, eldsmíðavarningur og sitthvað fleira. þá munu fleiri handversmenn koma með vörur eftir atvikum. Opið frá 13-18.



Frá Freyvangsleikhúsinu
Freyvangsleikhúsið kynnir gjafabréf á sýninguna Dýrin í Hálsaskógi sem verður á fjölum Freyvangsleikhússins á komandi leikári. Frumsýnt verður í febrúar 2010. Gjafabréfin fást í Penninn Eymundson og kosta aðeins 1.500 kr. Hreint frábær jólagjöf. Nánari upplýsingar á http://www.freyvangur.net/



Athugið
Er búin að týna kisulæðunni minni, sem er af Aby-Rex kyni, brún/svartbröndótt, merkt í eyra.
Inga Bára, sími 848 2360.



Athugið
S. l. mánudag týndi ég úrinu mínu, sem er svolítið aflangt með brúnni leðuról, á Hrafnagili í starfi með eldri borgunum. Ef einhver hefur rekist á það og léti mig vita, yrði ég afar þakklátur.
óttar á Garðsá 894 8436.



Frá Kaupangssókn.
Kaupangskirkja verður lokuð vegna viðgerðar í janúar mánuði.
Minnum á hátíðarguðþjónustu í Kaupangskirkju á jóladag kl. 11 með presti okkar og hinum frábæra kór Kaupangskirkju undir stjórn Petru  Bjarkar Pálsdóttur.
Sóknarbörn munu lesa úr ritningunni.
Sóknarnefnd.
Getum við bætt efni síðunnar?