Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit - Kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi
Mánudaginn 6. desember kl. 20:30 verður haldinn í Hrafnagilsskóla kynningar¬fundur um breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku,
með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem styttstar en að efnistaka sé þó á
tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagsnefnd
Jólasamvera sunnudagaskólans
Nú er komið að árlegri jólasamveru sunnudagaskólans. Hún verður haldin í Hjartanu í Hrafnagilsskóla sunnudaginn 5. desember milli
kl. 11 og 12. Við ætlum að dansa í kringum jólatréð, syngja, spjalla og eiga notalega fjölskyldustund.
Allir velkomnir, bæði börn og foreldrar : )
Starfsfólkið
Frá félagsstarfi aldraðra Eyjafirði
Mánudagurinn 6. desember er síðasti starfsdagur fyrir jól. þuríður sér um jólakaffið.
Við komum saman á ný mánudaginn 10. janúar 2011.
Stjórnin
Aldan-Voröld
Föstudaginn 3. desember kl. 20:00 verða haldin Litlu-jól í BRúNAHLíð 8 hjá Sigrúnu (við
Leifsstaðaveg). Hver kona kemur með einn pakka og svo auðvitað góða skapið því við ætlum að eiga saman skemmtilega kvöldstund.
Stjórnin
Jólafundur
Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. desember 2010 kl. 20:00 í Laugarborg.
Nýjar konur velkomnar. Munum eftir jólapökkunum.
Jólakveðjur stjórnin
þorláksmessuskata
Höfum til sölu kæsta þorláksmessuskötu (tindabykkju) á 1.000 kr. kílóið. Einnig til sölu siginn fiskur á 1.200 kr.
kílóið. Pantanir hjá Gunnari í síma 893-7236 eða Stefáni í síma 821-4058.
Kærar aðventukveðjur, Karlakór Eyjafjarðar
Fræðslufundur
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fræðslufundar um jarðrækt í fjósinu í Garði mánudaginn 6. desember
kl.10:30.
Erindi flytja; Guðmundur Helgi Gunnarsson og Ingvar Björnsson um jarðrækt og tæki til jarðræktar. Einnig verður rætt um tækjakost
félagsins.
Stjórnin
Funafélagar
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. desember, kl. 20.30 í Funaborg. Nauðsynlegt er að sem flestir mæti.
Fundarefni: - Lokatilboð frá Létti vegna mögulegrar sölu á þeirra hlut í Melgerðismelum.
-önnur mál
Stjórn Funa