Auglýsingablaðið

732. TBL 21. maí 2014 kl. 12:35 - 12:35 Eldri-fundur

Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 9:00 þriðjud. 27. maí fyrir næsta blað, miðvikud. 28. maí!

Sveitarstjórnarkosningar 2014
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 frá og með 21. maí 2014 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/ en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 19. maí 2014, Emilía Baldursd., ólafur Vagnsson, Níels Helgason

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir baðverði í kvennaklefa í afleysingar.
Umsókn sendist fyrir 26. maí á sundlaug@esveit.is Nánari uppl. Ingibjörg í síma 464-8140.

Sumaropnunartími íþróttamiðstöðvar hefst laugardaginn 24. maí
Opið alla virka daga milli kl. 6:30-22:00 og um helgar milli kl. 10:00-20:00.
á uppstigningardag verður opið milli kl. 10:00-20:00.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - Síðasti opnunardagur á þessu vori er miðvikudagurinn 28. maí!
mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00, fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00, föstudagar kl. 10:30-12:30
miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00  Safnið opnar svo aftur 25. ágúst

Orðsending frá umhverfisnefnd vegna skógarkerfils
Síðastliðin 5 ár hefur umhverfisnefnd háð harða baráttu við útbreiðslu skógarkerfils í sveitarfélaginu. því miður er árangur þeirrar baráttu talsvert undir væntingum. þá benda nýlegar rannsóknir til þess að umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif séu af notkun á gjöreyðingarlyfjunum Round-up/Clinic en þau lyf hafa einkum verið notuð síðastliðin ár. Nefndin telur það mikið ábyrgðarhlutverk að standa fyrir notkun á þessum lyfjum í landbúnaðarhéraði þar sem mikil matvælaframleiðsla á sér stað. í ár verður því lögð áhersla á að koma í veg fyrir landnám kerfils inn á svæði sem nú þegar eru nánast hrein og reyna að sporna við frekar útbreiðslu hans á svæðum þar sem lítið sem ekkert er af honum. Landeigendur eru hvattir til að hefta útbreiðslu hans með öllum tiltækum aðgerðum (slætti, beit, stinga hann upp o.s.frv) og hafa jafnframt í huga að notkun á gjöreyðingarlyfi er neyðarúrræði. þeir landeigendur sem kjósa að eitra í sínu landi geta nálgast eitur gegn sanngjörnu gjaldi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Frá göngunefnd Félags aldraðra Eyjafirði
Kvöldganga Félags aldraðra hefst þriðjudaginn 27. maí kl. 20:00. 

27. maí Eyjafjarðarbraut suður    15. júlí Niður með Glerá
3. júní Svalbarðseyri                 22. júlí Lystigarðurinn
10. júní Naustaborgir                29. júlí Upp með Djúpadalsá (að virkjun)
24. júní Leyningshólar                5. ágúst Kjarnaskógur
1. júlí Flugvallarleið                   12. ágúst Mætt hjá Skautahöll, gengið með Leirunum
8. júlí Grundarskógur                 19. ágúst Lystigarðurinn

Verið dugleg að mæta, göngunefndin.

Frá ferðanefnd Félags aldraðra Eyjafirði
Sumarferð félagsins verður farin 10.-13. júní. Gist verður þrjár nætur á Gistihúsinu Egilsstöðum. Farið verður um úthérað til Borgarfjarðar eystri, Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Heildarkostnaður er áætlaður 63.000 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: gisting með morgunverði og kvöldverði, einnig hádegisverður á Borgarfirði og kvöldverður á heimleið. þátttaka tilkynnist til Reynis í síma 862-2164, Jófríðar 846-5128 eða ólafs í síma 894-3230 í síðasta lagi 4. júní.
þátttökugjald leggist inná reikning í Arionbanka 0302-26-1038, kt. 251041-4079.
Nefndin

Heitt súkkulaði og ostabrauð
H-listinn ætlar að bjóða í heitt súkkulaði og ostabrauð í Sunnutröð 3 hjá Sigurgeir og Bylgju frá kl.11:00 til 14:00 sunnudaginn 25 maí. Mætið og spjallið við frambjóðendur listans um framtíð sveitarinnar. Kveðja H-listinn

F-listinn býður sveitungum í „barsvar“ og vöfflukaffi
Kæru sveitungar. Okkur frambjóðendum F-listans langar til að bjóða ykkur að koma og spjalla um þau málefni sem skipta okkur öll miklu máli fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. þá fáum við tækifæri til að kynna okkur og kynnast ykkur, ræða um stefnumál F-listans og fleira sem þið kunnið að vilja fá svör við. Laugardagskvöldið 24. maí verðum við á Kaffi Kú milli kl. 20:00 og 22:00. Sunnudaginn 25. maí verðum við í Funaborg með vöfflukaffi milli kl.15:00 og 17:00. Sjáumst, frambjóðendur F-listans

Hinn listinn verður með opna fundi á eftirfarandi stöðum
Kaffi kú laugard. 24. maí kl. 13.00-15:00. Smámunasafninu sunnud. 25. maí kl. 14:00-16:00.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Vöfflukaffi í anddyri sundlaugar, uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí frá kl. 14:00-16:00. Frambjóðendur O-listans verða þar til skrafs og ráðagerða. Allir velkomnir.

Til væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á, að fermingarbörn fá blóm á fermingardag til að festa í fermingarkyrtil. þetta er gjöf frá kvenfélögunum sem og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið.
Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit

Kæru kvenfélagskonur í Aldan-Voröld
Vorfundur kvenfélagsins verður haldinn fimmtudagskv. 22. maí kl. 20:00 á Sámstöðum hjá Kristínu. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Stjórnin

Skuggalegur....!
Hefur einhver séð hann Skugga okkar? Hann fór í smágönguferð þegar hann var sendur í pössun í sveitinni. Hann er kolsvartur högni með hvíta bringu og smáhvítt á loppunum. Hann er örmerktur, með rauða ómerkta hálsól. Endilega hafið samband ef þið hafið orðið vör við hann í síma 861-4078 eða 861- 4087. Kristín og Sandra á Syðra-Laugalandi efra

Fer að fá nýjan harðfisk frá Grímsey -Ef einhver hefur áhuga! óttar, Ytra-Laugandi, 894-8436

Jurtatínslunámskeið
Námskeið í jurtatínslu verður haldið í litla rauða húsinu á hólnum. Fyrsti hluti námskeiðsins er bóklegur og verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 18:00-20:00. Seinni hluti verður haldinn ?? fer eftir veðri og vexti jurta :) Verð: 7.500 kr. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 863-6912 og sigridurasny@gmail.com  Sigríður ásný Sólarljós

Sumardagskrá Samherja og pöntun á keppnisgöllum
Vetrardagskrá Samherja lýkur formlega föstudaginn 23. maí. Sumardagskrá tekur svo við mánudaginn 2. júní. Fótboltaæfingar, sem nú þegar eru hafnar útivið, munu þó verða áfram þessa síðustu viku í maí sem og sundæfingar. Sumardagskrá félagsins má finna á heimasíðunni http://www.samherjar.is/. þeir sem vilja panta keppnisgalla UMF Samherja (treyja, stuttbuxur og sokkar) geta haft samband við Brynhildi fyrir 1. júní í gegnun netfangið brynhildurb@unak.is eða í síma 863-4085. Við pöntun þarf að taka fram stærð og áletrun (nafn og númer). Gallarnir kosta 5.500 kr.

Fótbolti fyrir 8. flokk (leikskólabörn, fædd árin 2008 og 2009)
Ungmennafélagið Samherjar hafa ákveðið að bjóða upp á 6 vikna fótboltanámskeið fyrir börn fædd árin 2008 og 2009. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 27. maí og stendur til fimmtudagsins 3. júlí. Tímarnir munu fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13:00 og 14:00. ódi mun sjá um þjálfun og sér hann um að sækja börnin á leikskólann og skila þeim aftur þangað eftir æfingu. Starfsmaður frá leikskólanum mun auk þess fylgja börnunum. Námskeiðið er endurgjaldslaust en foreldrar eru beðnir um að láta vita í leikskólanum hvort börn þeirra hyggist taka þátt eður ei.

Getum við bætt efni síðunnar?