Auglýsingablaðið

786. TBL 18. júní 2015 kl. 08:13 - 08:13 Eldri-fundur

Skil á auglýsingum í blaðið
Auglýsingablaðið kemur næst út fimmtudaginn 18. júní. Þar sem skrifstofan er lokuð þann 17. júní þurfa auglýsingar að hafa borist í síðasta lagi þriðjudaginn 6. júní kl.10.00 á netfangið esveit@esveit.is


Ljósleiðari í Eyjafjarðarsveit
Starfsmenn á vegum Tengis munu á næstu dögum koma við á þeim bæjum sem eru á fyrsta áfangasvæði 2015 varðandi ljósleiðaralögn. Svæðið er frá Grund og inn úr á vesturbakkanum. Starfsmennirnir munu kanna áhuga og skoða aðstæður með húseigendum ásamt því að svara spurningum ef einhverjar eru.


Sleppingardagar 2015
Á fundi fjallskilanefndar 9. júní s.l. var samþykkt að heimila sleppingar sauðfé á sumarbeitilönd frá og með 15. júní n.k. og á hrossum frá og með 20. júní.
Vegna mikilla snjóalaga til fjalla beinir fjallskilanefnd því eindregið til búfjáreigenda að huga að ástandi gróðurs og hættum áður en búfé er sleppt. Einnig er mælst til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 15. júní.
Fjallskilanefnd

Göngur haustið 2015
Fyrri fjárgöngur haustið 2015 verða 5. og 6. september og seinni göngur 19. og 20. september. Hrossasmölun verður 2. október og hrossaréttir 3. október.
Fjallskilanefnd


Kvennahlaup laugardaginn 13. júní
Hið árlega kvennahlaup verður haldið 13. júní n.k. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, boðið verður upp á tvær vegalengdir, 2,5 km og 5 km.
Skráning hefst kl.10.30, hlaup kl.11.00. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir börn, innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.
Athugið að fjölskylduþrautin verður á sínum stað að hlaupi loknu.
Grill á staðnum, öllum velkomið að mæta með sitt á grillið.
Frítt verður í sund fyrir keppendur.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Isaksen í s. 464-8140


Kvenfélagið Hjálpin - fundarboð
Kvenfélagið Hjálpin heldur vorfund sinn í Sólgarði fimmtudaginn 11. júní kl.19.30. Ýmislegt verður spáð í og spegúlerað og meðal annars í fuglahræðum. Hvetjum sem flestar til að mæta og sleppa sköpunargleðinni lausri. Frekari dagskrá send í tölvupósti.
Stjórnin


Tilkynning frá Þormóðsstöðum
Ég vil vekja athygli á að það er algerlega óheimilt að sleppa búfé í land Þormóðsstaða.
Valgarður


Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
Íbúar í gamla Öngulsstaðahreppi geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna skjólbelta sem þeir hyggjast rækta í sumar. Vinsamlegast takið fram hversu löng og hversu margra raða skjólbeltin eru. Umsóknir má senda rafrænt á tjarnir@simnet.is eða í pósti til Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, 601 Akureyri.
Stjórn Skjólbeltasjóð


Golfkennsla
Þverá-golf býður upp á golfkennslu í sumar. Friðrik Gunnarsson mun deila reynslu sinni og þekkingu með okkur.
Við hefjum leikinn þann 10. og 15. júní, kl.19.00-20.00 og kl.20.30-21.30 (hámark 10 manns í hóp). Mögulegt er að fá að láni kylfur og því geta allir komið og verið með. Upplýsingar og skráning í golfskálanum á Þverá.
Hlökkum til að taka á móti ykkur.


Fyrsta fuglahræðan er komin á stjá
Nemendur Hrafnagilskóla hafa reist glæsilega fuglahræðu á skólalóðinni og hefur hún fengið nafnið Kvörn. „Dömunnar“ er getið í þjóðsögum og er hún sögð vera systir tröllkonunnar Bryðju. Skemmtilegri lesningu hefur verið komið fyrir við hlið hennar. Við hvetjum alla íbúa sveitarinnar til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og útbúa fuglahræður og velja þeim stað hér í sveitinni sem sést frá veginum. Fuglahræðurnar mega vera óhefðbundnar og efnisval er frjálst. Þann 3. júlí þurfa þær að fara á stjá og hápunkturinn verður á Handverkshátíðinni þar sem einhverjum þeirra verður boðið inn á svæðið og í lok hátíðar verða verðlaun veitt. Þetta uppátæki mun án efa kæta gesti sveitarinnar líkt og póstkassarnir, traktorinn og kýrnar á Hvassafelli gerðu um árið og tryggir okkur vonandi enn fleiri gesti á Handverkshátíðina í ár en síðustu ár. Með von um góða þátttöku.
Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðar

Handverksmarkaður á Handverkshátíð

 

Getum við bætt efni síðunnar?