Auglýsingablaðið

677. TBL 23. apríl 2013 kl. 12:43 - 12:43 Eldri-fundur

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
   Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. apríl 2013;
Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson, Níels Helgason

Vöfflukaffi á kjörstað!
Kæru sveitungar! Laugardaginn 27. apríl verðum við að selja vöfflur og kaffi á kjörstað ykkar í Hrafnagilsskóla. Við verðum með kaffiaðstöðuna í Hjartanu.
Vaffla með rjóma og kaffi/djús = 500 kr. ATH. við tökum aðeins við reiðufé!
Hlökkum til að sjá ykkur!   Nemendur 9. bekkjar Hrafnagilsskóla

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður sveitungum upp á blóðsykurs- og blóðþrýstings-mælingu í Hrafnagilsskóla kosningadaginn 27. apríl frá klukkan 10:00-16:00. Hjúkrunarfræðingar sjá mælingarnar.
Með von um að sem flestir nýti sér þetta tækifæri.   Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi

Kæru sveitungar. í Hrafnagilsskóla er mikið af óskilamunum sem við viljum endilega að komist til sinna eiganda og verða þeir til sýnis í anddyri Hrafnagilsskóla laugardaginn 27. apríl á meðan kosningum stendur (kl. 10:00-22:00). Kv. skólaliðar

Auglýsingablaðið – næst þriðjudaginn 30. apríl
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 9:00 mánudaginn 29. apríl.   Skrifstofa

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju , þriðjudaginn 30. apríl  kl. 20:30. á dagskrá fundarins eru hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar. Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta og taka þátt í starfi kirkjunnar okkar.  Sóknarnefndin

Sumardagurinn fyrsti á Smámunasafninu
Opið frá kl. 11:00-16:00. Guðrún sýnir og segir frá hvernig horn og bein verða að skínandi skarti, verð með póleringsgræjur á staðum, þannig verður hægt að sjá með eigin augum hvernig þetta gerist. Safnið verður að sjálfsögðu opið með rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultutauji. í antikhorni fullt af dóti með 25% afslætti ath. frá lágu verði. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi.
Starfsfólk Smámunasafns Sverris Hermannssonar

Eyfirskur safnadagur verður laugardaginn 4. maí
Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður þá opið gestum og gangandi.
Léttar veitingar í boði og enginn aðgangseyrir. þema dagsins verður safnarinn og húsasmíðameistarinn sjálfur Sverrir Hermannsson. Dregnir verða fram munir úr búi hjónanna Sverris og Auðar sem ekki hafa verið til sýnis áður.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, Smámunasafnið

Kirkjukórinn minnir á síðustu-vetrardags-tónleikana í Laugarborg í kvöld, miðvikudagskvöldið 24. apríl 2012 kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1.500 krónur (í beinhörðum) fyrir 18 ára og eldri. Kaffi og meðlæti innifalið í miðaverði. Stjórnin
Samherjar – sumardagurinn fyrsti
Samherjar bjóða uppá skemmtun á sumardaginn fyrsta í íþróttamiðstöðinni milli kl 11:00 og 14:00. Boðið verður uppá andlitsmálningu frá kl.10.30-12:00 en þá hefst bolta-bolti (börn á móti fullorðnum) í íþróttahúsinu. Ef það brestur á með blíðu, verður farið í ratleik úti  þá verður stundaskrá sumarsins einnig kynnt. Hvetjum alla til að mæta, bæði stóra og smáa.   Samherjar

Samherjar –  íþróttagallar
Keppnisgallar UMF. Samherja og æfingagallar UMSE verða til sölu nú í vor.
Nýlega var gengið frá auglýsingasamningi við Höldur ehf – Bílaleigu Akureyrar um auglýsingar á keppnisgallann. þetta rausnarlega framlag fyrirtækisins gerir okkur kleift að bjóða gallann (treyju, stuttbuxur og sokka) á frábæru verði, eða aðeins kr. 5.500 settið. Innifalið í því verði er áletrun aftan á treyjuna með nafni og númeri að eigin vali.
Einnig verða í boði UMSE gallar á eftirfarandi verði:
Gallar m/kraga: barnastærðir kr.7.500, fullorðinsstærðir kr.8.500
Gallar m/hettu: barnastærðir kr.8.500, fullorðinsstærðir kr.9.500
Stakur hettujakki kr.5.500 og stakar buxur kr. 4.000
Aftan á jökkunum er áletrað UMSE og framan á brjóstinu eru merki UMSE og Samherja. Myndir er hægt að sjá inn á heimasíðu Samherja http://www.samherjar.is/
Einnig verður hægt að sjá sýnishorn á Sumardaginn fyrsta í íþróttamiðstöðinni.
Pantanir þurfa að berast fyrir 10. maí á netfangið brynhildurb@unak.is (sími 863-4085) en þar þarf að koma fram stærð, áletrun (nafn og númer).   Samherjar

Samherjar – útsala á úlpum á sumardaginn fyrsta
þar sem vorið virðist ekki vera alveg á næsta leiti mun UMF. Samherjar selja úlpur í íþróttamiðstöðinni á sumardaginn fyrsta frá kl. 11:00-14:00. Um er að ræða nokkrar úlpur í ýmsum stærðum sem merktar eru Samherjum. Góðar flíkur á frábæru verði eða aðeins kr. 4.000 kr. stk. (ath. tökum ekki kort)  Athugið; takmarkað magn.
Samherjar

Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum 25. apríl frá kl 13:30 – 17:00
í boði verður:
Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna,
Húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum.
Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á sínum glæsivögnum,
Hjalparsveitin Dalbjörg verður með tæki til sýnis
Handverksfólk mætir með ýmis handverk
Nýjar og gamlar búvélar á staðnum.
Láttu þig ekki vanta á Melana á Sumardaginn Fyrsta
Hestamannafélagið Funi

Fögnum sumri og grillum saman
Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, föstudagskvöldið  26.apríl, þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl 20
Síðasti skráningardagur er 25.apríl í síma 461 1242, 861 1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is    Allir velkomnir, Hestamannafélagið Funi

Hitakútur óskast
Er einhver sem liggur med 100 til 300 lítra hitakút á lausu fyrir lítinn pening.
Kveðja Elmar Jórunnarstöðum sími 463-1338 og/eða 862-0030 eða elmar@bus4u.is

Sumardagurinn fyrsti 2013
Verð á handverksmarkaði í Funaborg frá kl. 14:00-17:00 með ungbarnabuxur og smekki í fjölbreyttum litum og munstrum.   ásta Stefánsdóttir

Heimboð í sveitina má sjá hér

Getum við bætt efni síðunnar?