Uppfært í janúar 2025
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur 0,39%
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur 1,32%
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur 1,40%
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum
Lóðarleiga 0,75%
Holræsagjald 0,1%
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Reglur um afslátt á fasteignaskatti í Eyjafjarðarsveit vegna 2025
1. gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Afslátturinn er tekjutengdur sbr. 4. og 5. grein.
2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Eyjafjarðarsveit sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára á árinu eða eldri eða
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar.
Afslátturinn nær eingöngu til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.
3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareigenda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
Einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin íbúð á öldrunarstofnun eða eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af skyldmennum.
4. gr.
Afslátturinn er hlutfallslegur og tekur tillit til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna ársins 2021, samkvæmt skattframtali 2022. Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 5.000.000, fullur afsláttur.
b) með tekjur yfir kr. 6.500.000, enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 6.795.220, fullur afsláttur.
b) með tekjur yfir kr. 8.115.719, enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
5. gr.
Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjenda er heimilt að víkja frá reglum varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs.
Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
• Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
• Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.
• Þegar viðkomandi hefur flutt úr eigin íbúð á öldrunarstofnun en á íbúðina áfram, enda sé hún ekki leigð út eða nýtt af skyldmennum. Í slíkum tilvikum er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár.
Umsóknir skv. þessari grein skulu afgreiddar af sveitarstjórn.