ágætu sveitungar.
Undirritaður hefur nú látið af störfum sem sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. á þeim tímamótum vil
ég þakka fyrir ánægjulegt samstarf í þau tæpu tíu ár sem ég hef notið þess heiðurs að fá að
þjóna þessu ágæta samfélagi. ég vona að eitthvað hafi áunnist sem horfir til heilla. það verður svo annarra að
bæta um betur. ég þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir samfylgdina sem frá þess hendi hefur verið til fyrirmyndar og stuðnings. Sömu
þakkir fá fyrrverandi sveitarstjórnir sem og núverandi sem ég óska velfarnaðar í sínu þýðingarmikla hlutverki.
ég býð eftirmann minn, Guðmund Jóhannsson, velkominn til starfa og óska honum góðs gengis.
Takk fyrir mig og bestu kveðjur.
Bjarni Kristjánsson
Sleppingar á afrétt 2008
Heimilt er að sleppa sauðfé á afrétt frá og með 7. júní og hrossum frá og með 20. júní.
Landeigendur eru minntir á að gera við fjallsgirðingar fyrir sleppingardag.
þá er ítrekað að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum.
Atvinnumálanefnd
Kvennahlaup íSí 7. júní 2008 kl. 11:00
Meginmarkmið Sjóvá Kvennahlaups íSí er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar.
Konur eru hvattar til að stunda hreyfingu ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins.
Allar konur geta tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi íSí á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Bolurinn í ár er fjólublár, og er þemað "Heilbrigt hugarfar - hraustar konur".
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 7. júní undir leiðsögn Helgu Sigfúsdóttur. Hlaupið verður frá bílastæði
Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, við innganginn að skólanum, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. þátttökugjald er 1000 krónur.
á sama tíma verður ýmislegt um að vera fyrir börnin s.s. kassaklifur í íþróttasalnum, boltaleikir á útivöllum og eins
og undanfarin ár verða hestar frá hestamannafélaginu Funa á staðnum. Eftir hlaupið ætlar Anna Rappich að hjálpa okkur að teygja á
öllum vöðvum og slaka aðeins á.
Létt hressing verður í boði fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins.
Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum milli kl. 11:00 og 12:30 og mælir blóðþrýsting hjá gestum og gangandi.
Vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
Gönguhópur
þá er það síðasta vikan fyrir Kvennahlaupið
Hittumst við Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 3. júní kl: 20:30 og við flugskýlið á Melgerðismelum fimmtudaginn 5.
júní kl: 20:30.
Allar konur velkomnar, þátttaka í kvennahlaupi ekki skilyrði.
Göngukveðjur, Helga S
Orðsending frá Sagaplast
Næsta plastsöfnunarferð verður farin 2. júní n. k. Lítillega hefur borið á að frágangur á rúlluplasti
sé ekki ásættanlegur og þar sem það á við, hefur plast ekki verið tekið. í þeim tilfellum hvetjum við bændur til að
bæta frágang.
Síðast söfnunarferð vetrarins verður farin þann 7. júlí n. k.. í þeirri ferð ætlum við að taka áburðarpokana
bæði innri og ytri pokana (sekkina) en það þarf að aðskilja þá þannig að ytri pokarnir (nælon) séu sér í poka og
innri pokarnir (plastið) sér í poka.
Gunnar þ. Garðarsson Sagaplast hf Akureyri
S 461-2838 og 894-4238
Staðfugl - farfugl
Víðavangssýningin „Staðfugl – Farfugl“ verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 31.
maí kl. 14:00 við Hrafnagilsskóla. á sýningunni verða um 40 verk eftir innlenda og erlenda listamenn og eru verkin staðsett víðsvegar við
Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Sýningin stendur til 15.september og er gert ráð fyrir því að á sýningartímabilinu verði
fjölbreytt dagskrá með opnun nýrra verka eftir framandi fugla, námskeiðahaldi, gjörningum og öðrum viðburðum sem verða
auglýstir sérstaklega.
Dagskrá 31.maí:
á vörp krúnk krúnk
Kvæðamannafélagið Gefjun bí bí bí
Anna Richards, furðufugl
200 friðardúfum sleppt...
Rútuferð með leiðsögn eftir opnun – takið frá tíma og fljúgið með okkur um sýninguna...
Léttar veitingar í
boði
gagalagú
George Hollanders og Gallerí Víð8tta601
Iðunnarkonur
Munum eftir mánudagskvöldinu 2. júní í Laugarborg kl. 20:00. Nú klippum við augu á pungana og drögum fyrir.
Kvenfélagskaffi á staðnum. Munið eftir uppskriftum en hægt er að senda þær á
johannak@krummi.is eða
annag@nett.is
Stjórnin
Til sölu
Til sölu kringlótt eldhúsborð og 3 stólar kirsuberja kr. 3000, hvít 12 manna uppþvottavél kr.8000 unglingarúm 120 cm. kr 3000,
örbylgjuofn kr.1000.
áhugasamir hafi samband við Rúnu í síma 4627179 eða 8654911
Varnir
Tökum að okkur úðanir við húsflugum og öðrum skordýrum í íbúðarhúsum, útihúsum og sumarhúsum.
Einnig fjarlægjum við geitungabú svo fátt eitt sé nefnt
Einnig erum við með fjölbreytta línu af vörum inn á
www.varnir.is
Allur búnaður til meindýravarna, límbakkar, safnkassar,
vinnufatnaður, kuldagallar, peysur, hundafóður, kattafóður.
Magnús Svavarsson meindýraeyðir Sími 461-2517 og 898-2517
Námskeið í tauþrykki
með textíllitum frá Jacquard og Shiva paintstik litum.
Kennari: Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður.
Staðsetning: Hlaðan, Ferðaþjónustunni öngulsstöðum
Tími: þriðjudagskvöldið 3 júní kl 19-23
Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita og þrykkja efni með textíllitum frá Jacquard og Shiva paintstik litum. Farið verður yfir
stimplaþrykk, þrykk í gegnum ramma og hvernig er hægt að mála efni og spreyja. Einnig prófum við að æta burt liti. Textíllitirnir
frá Jacquard eru fyrir öll efni þar með talin gerviefni og leður. Shiva paintstik er einnig hægt að nota á hvaða efni sem er. Upplagt er að koma
með bæði gerviefni og svo náttúruleg til að sjá muninn. Ef þið eruð nýkomin af litunar námskeiði má gjarnan taka
þau efni með og nota þau sem grunn fyrir áframhaldandi áferð í efnið.
þátttakendur þurfa að hafa með sér á tauþrykksnámskeið:
Blöð og skriffæri.
Lítinn dúkahníf og mottu til að skera á ( hægt að redda mottu á staðnum)
Ef þið eigið þrykkramma og sköfu endilega komið með það, ef ekki þá væri gott að þið væruð búin að
fjárfesta í blindramma i AB búðinni í ca stærð 30*40 cm. þeir kosta um 500 kr. Setja þá saman eins hornrétt og hægt er og
lakka að minnsta kosti tvær umferðir yfir þá. Net í rammana fáið þið á staðnum.
Einnota hanska og svuntu.
Stærðir og fjöldi taubúta:
Komið með 1 meter af ljósu bómullarefni. 1 meter af dökku bómullarefni. Einhver lituð efni og svo einhver gervi efni bæði ljós og
dökk. Ef þið eigið leður má gjarnan koma með bút af því. Einnig má koma með bol eða einhverja aðra flík til að
þrykkja á. ágætt er að hafa í huga samt að þetta er grunn námskeið í þrykki en ekki er endilega verið að þrykkja
fullmótuð stykki. þið haldið svo áfram sjálf á eftir.
Verð: 5800 kr og borgast námskeiðsgjaldið við skráningu.
Skráið ykkur til Sveinu á netfangið
sveina@sveina.is
Fréttatilkynning frá Tónlistarhúsinu Laugarborg
Tónleikar í Laugarborg 1. júní 2008 kl. 15.00
RAGGI BJARNA & BERGþóR PáLSSON
ásamt hljómsveit hússins
Daníel þorsteinsson / flygill & harmóníka
Eiríkur Stephensen / kontrabassi
Halldór Hauksson / trommur
Miðaverð kr. 2.500,-
Efnisskrá:
ýmis dægurlög að hætti söngvaranna, þar á meðal sjómannalög.
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.
óþarfi er að kynna söngvarana enda hafa þeir sett mark sitt á tónlistarlífið síðustu áratugi.
Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistarmenn úr ólíkum áttum þó allir starfi þeir sem kennarar við Tónlistarskóla
Eyjafjarðar.
Efnisskrá tónleikanna verður eins og vænta má dægurflugur af ýmsum toga m.a. sjómannalög eins og vera ber um þessa helgi.
á tónleikunum í Laugarborg sér Kvenfélagið Iðunn um sunnudagskaffi að tónleikum loknum.
Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Laugarborgar og þingeysks sagnagarðs.
Með tónleikunum lýkur formlegri vetrardagskrá Laugarborgar þó svo að enn séu eftir tónleikar í samstarfi við
Listahátíð og svo aðrir tónleikar 16. júlí í samstarfi við Borromini tónleikaröðina á ítalíu –
nánar kynnt síðar.
Athugið
Munið leigubílinn í sveitinni. Ath. Keyri á lægri taxta en aðrir leigubílar.
Guðbjörg Bjarnar s: 461 3363 / 849 4363
Tapað
Blár sundpoki merktur Elínu Mist tapaðist í Hrafnagilsskóla í síðustu viku. í pokanum er nýtt Puma bikini fjólublátt og
grænt .
Ef einhver hefur í misgripum tekið pokann er hann beðinn um að hafa samband við Rúnu í síma 4627179 eða 8654911
Kæru sveitungar!
Við biðjum ykkur að taka vel á móti sölufólki fjálsíþróttadeildar Samherja í dag sem munu koma
færandi hendi með úrvals bakkelsi. Krakkarnir eru að safna fyrir ferð á Gautaborgarleikana í Svíþjóð sem verða haldnir í lok
júní. Með fyrirfram þakklæti fyrir góðar móttökur sendum við sumarkveðjur.
Iðkendur frjálsra íþrótta og foreldrar þeirra
Frá Ungmennafélaginu Samherjum
Fótbolti fullorðinna.
það eru byrjaðar fótboltaæfingar fyrir fullvaxna. þær henta öllum þyngdar og styrkleikaflokkum og það er æft bæði í
kvenna og karlaflokki. á sunnudögum og miðvikudögum eru karlarnir en konurnar á sunnudögum og þriðjudögum. æfingarnar byrja klukkan 20:00
og eftir æfingar er sjálfsagt og eðlilegt að fara í heita pottinn og mýkja vöðvana.
Badmintonæfingar í sumar.
ákveðið hefur verið að hafa opna badmintontíma á vegum Samherja í sumar. á miðvikudagskvöldum klukkan átta er tími fyrir
fullorðna en á laugardagsmorgnum klukkan hálfellefu er tími fyrir alla aldurshópa.
Sumarstarfið.
Sumarstarf Samherja er farið í gang af fullum krafti og hefur ískápssbæklingurinn góði, með æfingatöflu og fleiri upplýsingum,
verið sendur á hvert heimili í sveitinni. Yfir 70 iðkendur eru þegar skráðir til leiks í frjálsum og fótbolta og aðstaðan okkar er
með besta móti. í ljósi reynslu síðustu ára má reikna með að iðkendur verði á annað hundrað í sumar.
Vert er að minna á foreldra á að aðalmarkmið með íþróttaæfingum fyrir börn er að sem flestir fái notið hollrar
hreyfingar og þjálfunar. þannig er sjálfsagt að börnin prófi að mæta bæði í fótbolta og frjálsar þó
þau séu ekki viss um að þau vilji æfa 5 daga í viku. Ekki má líta á það sem skyldu að mæta á allar æfingar og
mót heldur verður mæting í hvert skipti að byggjast á áhuga og vilja. það er betra að koma á eina æfingu í viku en
æfa alls ekki neitt. Einnig er hægt að æfa reglulega án þátttöku í mótum. æfingagjöldum er stillt mjög í
hóf en ef upphæð þeirra truflar þátttöku er sjálfsagt að setja sig í samband við stjórn Samherja og finna lausn á
málinu.
Ekki láta börnin ykkar standa á hliðarlínunni og horfa á. Leyfið þeim að vera með ef þau langar til þess.
æfingagjöld fyrir sumarið eru 12.000 kr fyrir fyrsta barn, 6.000 kr fyrir næsta og 3.000 kr fyrir það þriðja. Aðeins eitt æfingagjald er innheimt
þó börnin æfi bæði fótbolta og frjálsar íþróttir. Eigi fólk fleiri börn undir átján ára aldri
æfa þau börn frítt. Gert er ráð fyrir að æfingagjöld séu greidd í júní en einnig er hægt að dreifa
greiðslum.
Stjórnin
Hryssueigendur ATH.
Stóðhesturinn Flótti frá Borgarhóli verður til afnota á Brúnum í Eyjafjarðarsveit í sumar .
Flótti hefur hlotið 7,91 fyrir sköpulag , 8,62 fyrir hæfileika og 8,33 í aðaleinkunn . Hestar úr fyrsta árgangi undna Flótta
hér í sveit (5vetra) er nú farnir að skila sér til dóms þar má telja ódiseif frá Möðrufelli og Væng frá
Brúnum báðir glæsigripir.
Verð á folatolli er kr. 40.000 innifalið er hagagjald og einni sónarskoðun.
Nánari upplýsingar veitir Einar Gíslason Brúnum Eyjafjarðarsveit
Sími : 4627288 / 8631470.
Sumarlokun bókasafnsins
þá er sumarið komið og því fylgir að bókasafnið verður lokað þar til í haust. Hægt er að skila
bókum og öðru efni á safnið mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. júní frá kl.9:00-12:00.
á skólaslitunum er einnig er hægt að skila af sér efni af safninu. Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem
þau eru með af safninu.
ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota
sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju
Margrét bókavörður.
Frá Smámunasafninu
Sumarið er komið og þess vegna er Smámunasafnið opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00. Munið að segja ferðafólki, vinum og
vandamönnum frá því að við eigum eitt merkilegasta safn á landinu. þetta eru einmitt þau orð sem við heyrum oft frá gestum sem koma
í heimsókn.
ásgrímur ágústson gaf safninu 12 albúm full af skemmtilegum og óvenjulegum spilum, þau eru nú til sýnis í kaffistofunni, getraunin
er á sínum stað og nú geta getspakir giskað á hvað eru mörg spil í kassanum.
Hægt að fá kaffi og nýbakaðar vöfflur, skoða íslenskt handverk, eða gramsa í „smámunir til sölu“
P.s. þið sem eigið kompudót, ykkur er velkomið að bjóða það til sölu utan við húsið, þetta getur skapað skemmtilega
stemmingu á góðviðrisdögum.
Verið velkomin
www.smamunasafnid.is
sími 4631261
Tapað - fundið
í lok febrúar s. l. tapaðist lítil brún taska með senditæki, líklega við þórustaði. Ef einhver hefur
fundið gripinn er viðkomandi beðinn að koma honum til skila hjá Verkfræðistofu Norðurlands Hofsbót 4, fundarlaun kr 15.000,- kr eru í
boði.
Verkfræðistofa Norðurlands
Hrafnagilsskóli
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudaginn 3. júní kl. 20:30.
Allir velkomnir.
Skólastjóri
350. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 3. júní 2008 og hefst kl.
16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0805008F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 174
1.1. 0803046 - Mótun menntastefnu sveitarfélagsins.
1.2. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
1.3. 0804021 - Ráðning leikskólastjóra 2008.
2. 0805011F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 83
2.1. 0711031 - Eyðing kerfils
3. 0805012F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 120
3.1. 0805017 - Sumarvinna fatlaðra 2008.
3.2. 0805024 - Forvarnardagurinn 2007 - Niðurstöður verkefnavinnu.
3.3. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
4. 0805014F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 57
4.1. 0805027 - Fjallskil vor 2008.
4.2. 0802015 - Girðingar - Vor 2008.
4.3. 0805011 - Ljósleiðaravæðing í Eyjafjarðarsveit.
5. 0805015F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 106
5.1. 0804039 - Hvammur - Efnistaka. Svör umsagnaraðila við fyrirspurn Harðar Snorrasonar vegna aðalskipulagsbreytingar.
5.2. 0805026 - Hvammur - Deiliskipulag vegna efnistöku.
5.3. 0805025 - Tjarnir - Virkjun.
5.4. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag
5.5. 0707017 - Leifsstaðabrúnir 27 - Stækkun á aðstöðuhúsi.
5.6. 0803034 - þverá 1 - Eldri námur, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Almenn erindi
6. 0805023 - Breyting á 10. gr. stofnskrár Minjasafnsins á Akureyri.
7. 0805022 - 110. fundargerð heilbrigðisnefndar, ásamt ársreikningi 2007 og samþykkt til umsagnar..
8. 0805002 - Umsókn Umf. Samherja um rýmri aðgang að sundlaug Hrafnagilsskóla.
9. 0709009 - Sala fasteigna að Syðra-Laugalandi
30.5.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.