Sveitarstjórnarfundur
400. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 22. mars n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins
má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri
Aðalskipulagsbreyting að Syðri-Varðgjá - kynning
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að Syðri-Varðgjá er til kynningar á vinnslustigi. Tillagan er um að
íbúðarsvæði íS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan er kynnt á
heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is og liggur hún einnig frammi á skrifstofu Eyjafjarðar-sveitar,
Syðra-Laugalandi.
Gefinn er kostur á að koma með ábendingar við tillöguna í seinasta lagi 26. mars 2011. ábendingar skulu vera skriflegar og berast skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar.
þegar skipulagsnefnd hefur unnið úr ábendingum verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu og ákvörðunar um
auglýsingu. Eftir það verður tillagan auglýst með venjulegum athugasemdafresti.
Sveitarstjóri
Gámur undir dýrahræ
Nú þarf að flytja úrganginn úr gámnum við Stíflubrú til brennslu á Húsavík og því var hann tekinn nú
á miðvikudagskvöldið og skilað aftur fyrir hádegi á fimmtdeginum 17. mars. Svona verður þetta á hálfs mánaðar fresti þar
til annað verður auglýst. Ef mikið frost er þarf að taka gáminn fyrr og því ekki öruggt að gámurinn sé frá
hádegi á miðvikudegi fram að hádegi á fimmtudegi, þá daga sem losað er.
Sveitarstjóri
Framtíðarfyrirkomulag sorphirðu
Búið er að bjóða út sorphirðu í
Eyjafjarðarsveit og nú standa yfir samningaviðræður við þau fyrirtæki sem voru með hagstæðustu tilboðin. Breytingar munu þó
taka all nokkurn tíma og verður tilkynnt rækilega þegar breytingar verða. þangað til eru íbúar hvattir til að flokka sem mest og koma
sjálfir flokkuðum úrgangi á móttökustaði til þess að minnka það magn sem aka þarf til sorpurðunar að Sölvabakka.
Sveitarstjóri
Kaupangssókn
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn fimmtud. 24. mars n.k. kl. 20.30 í Kaupangskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. öll sóknarbörn
hjartanlega velkomin.
Sóknarnefnd
Kæru Iðunnarkonur
Iðunnarkvöld verður miðvikudaginn 23. mars 2011 kl. 20 í Laugarborg.
50 ára afmæli
þann 18. mars 2011 verð ég fimmtug og af því tilefni ætla ég
að bjóða ættingjum og vinum í smá veislu laugardaginn 19. mars í Laugarborg Eyjafjarðasveit. Húsið opnar
kl. 20:00 en veitingar verða bornar fram kl. 20:30. Síðan mun veislustjóri leiða okkur í gegnum ýmsar uppákomur fram eftir kvöldi. Ef einhver
þarf á söngvökva að halda, er viðkomanda velkomið að hafa með sér.
Kær kveðja, Guðný Helga Guðmundsdóttir Kroppur