Auglýsingablaðið

345. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:47 - 01:47 Eldri-fundur
Auglýsingablaðið 345. tbl. 2. desember 2006



Frá Laugalandsprestakalli

Messur í desember


Sunnudagurinn 10. des.: Aðventukvöld í Grundarkirkju kl. 21:00.


Aðfangadagur 24. des.: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00.


Jóladagur 25. des.: Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Messa í Saurbæjarkirkju kl. 13:30.


Annar jóladagur 26. des.: Helgistund í Hólakirkju kl. 11:00.
Helgistund í Kaupangskirkju kl. 13:30.


Gamlaársdagur 31.des.: Messa í Möðruvallakirkju kl.11:00.


Sr. Hannes örn Blandon.


----------

- Sagnakvöld -

Menningarmálanefnd býður til sagnakvölds
sunnudagskvöldið 3. desember kl 20:30 í Laugarborg.

Valdimar á Rein, Emilía á Syðra-Hóli, Helgi í Kristnesi, Sveinn á Vatnsenda og Bragi Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri flytja okkur allt frá fegurstu ljóðum til umdeildra skammargreina um Eyfirðinga.
Tónlistarflutningur er í höndum Ulle Hahndorf, sellóleikara.


Verið öll hjartanlega velkomin.
Aðgangur ókeypis.

Menningarmálanefnd.


----------


Kvenfélagið Aldan Voröld

Jólafundur verður haldinn á Laugalandi hjá Vilborgu
fimmtudaginn 7. desember kl. 20:00.

þátttaka tilkynnist fyrir 3. desember í síma 463-1218 (Gússý).

Munið eftir jólapakkanum. Mætum allar í jólaskapi


Stjórnin.


----------

Lokatími íþróttaskóla 3 ? 5 ára barna.


Síðasta skipti íþróttaskólans á þessu ári verður laugardaginn 9. des. n.k. þá væri gaman ef allir krakkarnir gætu mætt með jólasveinahúfur og það er aldrei að vita nema góður gestur reki inn nefið með eitthvert góðgæti í poka.

áætlað er að halda annað námskeið eftir áramót og verður það auglýst þegar þar að kemur.


Með von um að sveitungar njóti aðventunnar og jólahátíðarinnar með frið í hjarta.
Elmar, Kristín, Lilja, Nanna og þórir í íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar


-----------


JóLIN KOMA - JóLIN KOMA

Sunnudagana 3. og 10. desember, verður Smámunasafnið í Sólgarði opið frá kl. 13 - 17 báða dagana.
Við erum búin að taka upp allt okkar jólaskraut og tína fram öll okkar gömlu jólakort sem eru í nokkrum möppum og sum þeirra eru orðin aldar gömul.
Væri ekki bara gott að taka sér smá hlé frá amstrinu og líta á þessar gersemar.

Handverk, skart og nytjamunir, unnir úr hornum og beinum eru líka til sýnis og sölu. Kaffi, kakó og piparkökur. VISA og EURO þjónusta.


VERIð VELKOMIN.
Smámunasafn Sverris Hermannssonar.



----------

Búvéla- og búnaðarsögusafn


Boðað er til fundar um málefni hins áformaða Búvéla- og búnaðarsögusafns í Saurbæ. Rædd verða þau verkefni sem framundan eru og með hvaða hætt eigi að leysa þau. áhugasamt fólk vantar í tiltekt og viðgerðar á húsum o. fl.

Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á þessu málefni og vilja leggja því lið með einum eða öðrum hætti, að koma til fundarins. Hann verður haldinn í Sólgarði mánudaginn 4. des. kl. 20.00


Undirbúningshópur um stofnun Búvéla- og búnaðarsögusafn.


----------

Munið eftir Eyvindi


Kæru sveitungar. Ef þið hafið hugmyndir að efni í blaðið, sendið þá tölvupóst til Dísu á netfangið abs1@hi.is eða hringið í síma 435 0033.

Ritnefnd Eyvindar.



----------

Upplestur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar!


Næstkomandi fimmtudagskvöld 7. desember verður upplestur og bókaspjall á bókasafninu. Dagskráin hefst kl. 20:30.
Lesið verður úr nokkrum nýútkomnum bókum og síðan er hægt að spjalla og skiptast á skoðunum um bækur, heimsmálin eða hvað sem er.
Svo er hægt að líta í jólatímaritin og auðvitað allar hinar bækurnar.
Boðið verður uppá kaffi og piparkökur.

Bækurnar sem lesið verður úr eru:

Indjáninn; skálduð ævisaga eftir Jón Gnarr

Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur

Stelpan frá Stokkseyri; saga Margrétar Frímannsdóttur eftir þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur

Upp á Sigurhæðir; saga Matthíasar Jochumssonar eftir þórunni Erlu Valdimarsdóttur

ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má Guðmundsson.

Eyfirsk skemmtiljóð í samantekt Björns Ingólfssonar.


Til að komast að bókasafninu er þægilegast að keyra niður með skólanum að norðan og ganga inn um dyr að austan.

Með jólabókakveðju, Margrét bókavörður.





---------







311. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 5. des. 2006 kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Fundargerð skipulagsnefndar, 63. 64. 65. og 66. fundur, 16. 23. 28. og 30. nóv. 2006.
2. Fundargerð umhverfisnefndar ásamt fsk., 74. fundur, 20. nóv. 2006.
3. Fundargerðir skólanefndar ásamt fsk., 154. og 155. fundur, 19. og 27. nóv. 2006.
4. Fundargerð menningarmálanefndar, 110. og 111. fundur, 6. og 29. nóv. 2006.
5. Fundargerð atvinnumálanefndar ásamt fsk., 42. fundur, 28. nóv. 2006
6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 82. fundur, 23. nóv. 2006.
7. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, 4. okt. og 22. nóv. 2006.
8. Erindi Sigurðar Jósefssonar dags. 14. nóv. 2006, beiðni um styrk til að gera legstein á leiði Pálma Kristjánssonar, kennara, í Saurbæjarkirkjugarði.
9. Erindi SPOEX dags. 17. nóv. 2006, beiðni um styrk vegna tækjakaupa.
10. Erindi skólaliða við Hrafnagilsskóla dags. 27. nóv. 2006, beiðni um endurskoðun á launakjörum.
11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðið eystra, 95. fundur, 8. nóv. 2006.
12. Greinargerð og tillögur Handverkssýningarstjórnar.
13. Fundargerð héraðsnefndar ásamt fsk., 8. nóv. 2006.
14. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 24. nóv. 2006 um aðild Grímseyjarhrepps að félaginu.
15. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 99. fundargerð. 30. nóv. 2006.
16. Tillaga að fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar árið 2006, fyrri umræða.


Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?