Auglýsingablaðið

369. TBL 21. maí 2007 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudagur 27. maí, hvítasunnudagur:
Fermingarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00
Fermingarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:30
Sóknarprestur

-------

SMáMUNASAFNIð
OPIð ALLA DAGA
Nú er hafin sumaropnun á Smámunasafninu og verður það opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00, til 16. september. Við viljum minna á að hægt er að kaupa eins árs aðgöngumiða á verði tveggja miða.
Eyfirski safnadagurinn var haldin í fyrsta skipti 5. maí s. l. og mæltist hann mjög vel fyrir. Frítt var inn á safnið og veitingar í boði. Um 90 gestir komu í heimsókn þennan dag.
Laugardaginn 19. maí mun Beate Stormo sýna eldsmíði við safnið. Fleiri viðburðir eru á döfinni og verða auglýstir þegar nær dregur. Einnig er hægt að fylgjast með atburðum á heimasíðu safnsins, á slóðinni www.smamunasafnid.is
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16-67 ára, 250 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, frítt fyrir börn að 16 ára
Kaffi, vöfflur, minjagripir, antikmunir
VERIð VELKOMIN - SMáMUNASAFNIð

-------

Skráning fyrir skólaárið 2007 - 2008.
Nú er komið að skráningu fyrir næsta skólaár. Skráning fer fram í húsnæði Tónlistarskólans (heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla) á eftirtöldum tímum:
Mánudaginn 21. maí kl. 17:00 – 19:00 og 20:00 – 21:00
Miðvikudaginn 23. maí kl. 11:00 – 13:00 og 18:00 – 20:00
Fimmtudaginn 24. maí kl. 9:00 – 13:00  
Ekki er tekið á móti skráningu í gegnum síma.
Skólastjóri.
 
------- 

Uppskera og handverk 2007
Dagana 10. - 12. ágúst 2007 verður okkar árlega Handverkshátíð haldin. í ár er þema hátíðarinnar "kornið" og er nú unnið markvisst í samvinnu við Landsamband kornbænda og Búgarð að uppbyggingu kynningarsvæðis sem verður einkennandi fyrir þemað.
í fyrra tók sýningin heilmiklum breytingum sem vöktu mikla athygli. Hún fékk þá nafnið "Uppskera og handverk 2006" og varð að skemmtilegri blöndu handverks- og fjölskylduhátíðar þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Sýningarsvæðið tvöfaldaðist og var breytingum vel tekið af sýnendum sem og gestum hátíðarinnar. Nú verður gengið skrefinu lengra og ýmsar nýjungar þróaðar enn frekar.
Umsóknarform og upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.handverkshatid.is. Umsóknarfrestur er 31. maí næstkomandi Allar nánari upplýsingar gefur Dóra í síma 864-3633.

-------

Brotajárn og timbur
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Leifsstaðaveg og við Stíflubrú til 26. maí n. k.
Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn og enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.
Gámasvæðið við Reykárhverfi, hefur verið flutt niður fyrir þjóðveginn og verður farmtíðarstaðsetning þess við Eyjafjarðará, norðan tjaldsvæðis við  Hrafnagilsskóla. Frá 15. maí verður gámur á gámsvæðinu sem eingöngu er ætlaður undir garðaúrgang.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

-------

Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum vinnu við ýmiss umhverfisverkefni á komandi sumri. Unglingar, sem fæddir eru 1991, 1992 og 1993 eiga kosta á að ráða sig til starfa. Til að unnt sé að skipuleggja sem best verkefni fyrir hópinn og ákveða ráðningartíma miðað við þau verkefni, sem fyrir hendi eru, þurfa upplýsingar um fjölda umsækjenda að liggja fyrir sem fyrst.
þeir, sem áhuga hafa á að ráða sig til umræddra starfa, eru því beðnir að skrá sig á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 25. maí n. k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335

-------

LISTAHáTíð í LAUGARBORG
Tónlistarhúsið Laugarborg er nú í fyrsta sinn vetvangur tónlistarviðburða á dagskrá Listahátíðar. Að þessu sinni býður Laugarborg uppá þrenna tónleika í samvinnu við Listahátíð.

Tónleikar 19. maí kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: áshildur Haraldsdóttir, þverflauta, Atli Heimir Sveinsson, píanó, Anna Guðný Guðmundsdóttir, pianó
Efnisskrá: Tónlist fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson

Tónleikar 20. maí kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur
Efnisskrá: Strengjakvartettar eftir Jón Leifs

Tónleikar 22. maí kl. 20.30
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjandi: Tinna þorsteinsdóttir, píanó
Efnisskrá: íslensk verk fyrir píanó

-------

Gönguhópur
í næstu viku ætlum við að breyta til og ganga í Kristnesskógi. Gengið verður kl. 17:00 á þriðjudaginn en kl. 20:30 á fimmtudag. Hvet allar konur til þess að mæta og fá sér hressandi göngu í kuldanum!
Göngukveðjur, Steinunn

-------

324. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 22. maí kl. 20.00.
Dagskrá:
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2006,  fyrri umræða.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 76. og 77. fundur, 8. og 15. maí 2007.
3. Fundargerð skólanefndar, 159, og 160. fundur, 9. og 14. maí      2007.
4. Fundargerð byggingarnefndar, 58. fundur, 8. maí 2007.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 100. fundur, 4. maí 2007.
6. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 227. fundur, 9. maí 2007.
7. Fundargerð stjórnar Eyþings, 181. fundur, 30. apríl 2007.
8. Fundargerð 743. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 27. apríl 2007.
9. Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða.
10.Tillaga að gjaldskrá vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, leyfis til deiliskipulags á einkalandi, vegna breytinga á deili- eða aðalskipulagi  og fl.
11. Stofnun einkahlutafélags í eigu sveitarfélaga við Eyjafjörð,  um úrgangsstjórnun.
Til kynningar:
A. Samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga um menningarmál á svæði Eyþings ásamt fylgiskjölum.
B.  Staða verkefna Fjarskiptasjóðs og næstu skref.
Sveitarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?