Göngur og réttir í Eyjafjarðarsveit haustið 2008
1. göngur:
Gengið verður svæðið frá Saurbæjarhálsi að Eyjafjarðardal eystri, laugardaginn 30. ágúst n. k. Réttað verður í
Gullbrekku, Villingadal og Torfufelli, þegar gangnamenn koma að.
Allir eru velkomnir að réttunum.
önnur svæði í sveitarfélaginu verða gengin 6 - 7 september.
2. göngur verða gengnar á svæðinu öllu 20. - 21. september.
Hrossasmölun verður 3. til 5. október.
Atvinnumálanefnd
þjóðlendumál
Vettvangsferð óbyggðanefndar.
óbyggðanefnd áformar vettvangsferð um Eyjafjarðarsveit vegna þjóðlendukrafna. Með í ferðinni verða lögfræðingar
landeigenda. Ferðin verður farin mánudaginn 1. sept. n. k.
Sveitarstjóri hefur falið undirrituðum að vera tengiliður við nefndina og annast undirbúning ferðarinnar. í grófum dráttum er fyrirkomulag
áætlað sem hér segir:
a. Valdir verða nokkrir staðkunnugir menn til að fylgja hópnum um sveitarfélagið eða um fyrirfram ákveðin svæði eftir
því sem nefndin og lögfræðingarnir óska eftir.
b. Landeigendum gefst kostur á að hitta hópinn á tilgreindum stöðum og koma þar á framfæri sjónarmiðum
sínum.
Fundarstaðirnir eru áætlaðir þessir:
a. Við Rifkelsstaðarétt ca. kl. 09.00.
b. Við gatnamót Hólavegar og Sölvadalsvegar ca. kl. 10.30.
c. Við Djúpadalsvirkjun efri ca. kl. 12.00
d. Við Hólsgerði ca. kl. 14.00.
Bent skal á að í bréfi óbyggðanefndarinnar er tekið fram að landeigendum gefist tækifæri til þess síðar að koma fyrir
nefndina, ef þeir þess óska, en skýrslutökur og málflutningur fer fram síðar í haust.
í næsta auglýsingablaði sem verður til dreifingar 30. ág. verður gerð frekari grein fyrir fyrirkomulagi vettvangsferðarinnar og nákvæmari
tímasetningum eftir því sem unnt er.
þeir sem óska nánari upplýsinga um fyrirhugaða fundi og vettvangsferðina geta haft samband við mig í síma 861 7620 eða 462 6985.
Bjarni Kristjánsson
Köttur í óskilum
Svartur og hvítur högni, sem greinilega er heimilisköttur,
hefur haldið sig við öngulsstaði undanfarið.
Nánari upplýsingar veitir Davíð í síma 895 4618.
354. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 26. ágúst 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0808001F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 58
1.1. 0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
2. 0808003F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 59
2.1. 0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
3. 0808002F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 125
3.1. 0808005 - íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
3.2. 0807005 - Styrkumsókn til íTE vegna mámskeiðshalds 2008
3.3. 0806054 - æskulýðsmót Norðurlands, styrkbeiðni
3.4. 0808006 - Dagsskrá vetrarins 2008-2009
4. 0808012 - Byggingarnefnd fundur nr. 68
5. 0808011 - Byggingarnefnd fundur nr. 67
6. 0808004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 109
6.1. 0808008 - Hólshús - ósk um að nafn á jarðskikanum Höfðaborg verði breytt í Jörfabrekka.
6.2. 0808003 - Vaglir - GV Gröfur sækir um leyfi til sandtöku úr Eyjafjarðará
6.3. 0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
6.4. 0808010 - Syðri-Varðgjá / Vogar, Umsókn um að íbúðarhús hljóti nafnið ósland
Fundargerðir til kynningar
7. 0806046 - 111. fundur heilbrigðisnefndar
Almenn erindi
8. 0807004 - áskorun frá 2 stéttarfélögum um eingreiðslu til starfsmanna
9. 0805019 - Aðalfundur EYþINGS 4.október 2008.
22.8.2008
Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.