Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarasveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 15:00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna hér.
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Hunda- og kattahald
Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit verða sendir út greiðsluseðlar í lok næstu viku vegna hundahalds. Gjaldið er 1.000 kr. fyrir hvern hund. Tilkynna þarf afskráningu á leyfi fyrir miðvikudaginn 3. mars í síma 463-0600 eða senda línu þess efnis á esveit@esveit.is
Skylt er að skrá hunda sem eru eldri en 3ja mánaða, þeir þurfa að vera örmerktir og ábyrgðartryggðir. Sækja þarf um leyfi á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu eða rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Eigendum hunda og katta er bent á að kynna sér áðurnefnda samþykkt á heimasíðunni eða fá eintak á skrifstofunni.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Freyvangsleikhúsið
Þann 26. febrúar frumsýnir Freyvangsleikhúsið söngleikinn FIÐLARANN Á ÞAKINU. Leikstjórar eru Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir, tónlistarstjóri er Brynjólfur Brynjólfsson og bróðir hans Ingvar Brynjólfsson hannar leikmynd. Á sviðinu verður fjögurra manna hljómsveit og leikarar eru rúmlega þrjátíu. Titilhlutverkið Tevje mjólkurpóst leikur Hannes Örn Blandon.
Næstu sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning 26. febrúar kl. 20:00 Uppselt
2. sýning 27. febrúar kl. 20:00
3. sýning 28. febrúar kl. 20:00
4. sýning 6. mars kl. 20:00
5. sýning 7. mars kl. 20:00
Miðasla í s: 857-5598 kl. 18-20 og kl. 17-20 sýningardaga og á www.freyvangur.net
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 1.mars er æskulýðsmessa kl. 11:00 í Grundarkirkju.
Barnakórar Hrafnagilsskóla syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur.
Væntanleg fermingarbörn lesa ritningartexta.
Látum oss gleðjast.
Allir velkomnir.
Sóknarprestur
Faldbúningsnámskeið Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans
Námskeið í faldbúningssaumi, þjóðbúningasaumi og balderingsnámskeið verður haldið í húsnæði Handraðans á Laugalandi.
Fyrsta kennsluhelgin 21. - 22. febrúar kl. 10:00 – 13:00 og 14:00 – 17:00 báða daganna.
Kennarar eru Oddný Kristjánsdóttir og Inda Benjamínsdóttir.
Áhugasamir skrái sig í gegnum tölvupóst á netfangið skoli@heimilisidnadur.is
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur Félags aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 28. febrúar kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinum mun Valdimar Gunnarsson flytja okkur fróðleik úr Eyjafjarðarsveit.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Stjórnin