Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er almenningssafn sem samrekið er skólabókasafni Hrafnagilsskóla. Það er opið öllum íbúum sveitarfélagsins og þjónusta þess er gjaldfrjáls. Safnið er í kjallara Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar en gengið er inn austan á byggingunni. Á safninu er mikið úrval tímarita og bóka, þá bæði til upplýsingar og afþreyingar.
Almenningsopnun er frá 1. september-31. maí.
Opnunartímar safnsins:
- Mánudagar lokað
- Þriðjudagar kl. 14:00-17:00
- Miðvikudagar kl. 14:00-17:00
- Fimmtudagar kl. 14:00-18:00
- Föstudagar kl. 14:00-16:00
Bókasafninu er lokað yfir sumarið frá 1. júní - 31. ágúst.