Sveitarstjórnarfundur
428. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 16. janúar og hefst hann kl.
12:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/
Sveitarstjóri
Hross í afrétt
Eins og að undanförnu er óheimilt að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar.
Minnt er á 35. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð sem kveður á um að á vetrum beri eigendum stórgripa skylda
til að sjá um að þeir gangi ekki á heimalönd annarra og eru þeir ábyrgir fyrir tjóni og kostnaði er af því kann að
leiða.
Sveitarstjóri
Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Laust er fyrir tvo nemendur í söngnám nú eftir áramót. áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 868-3795 eða
í netfang skólans te@krummi.is
Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Nú er jólafríið búið og við höldum áfram að hittast á mánudögum í Félagsborg.
Námskeið í tré-útskurði hefst mánudaginn 14. janúar kl. 13:00. Leiðbeinendur eru Ingunn Tryggvadóttir og Ingibjörg
Jónsdóttir. Námskeið í beina- og hornavinnu hefst fimmtudaginn 17. janúar kl. 10:00. Leiðbeinandi er Guðrún Steingrímsdóttir.
Stjórnin
Bóndadagsgleði
þann 25. janúar verður haldin í Funaborg Bóndadagsgleði af Eyfirðingum fram!
Hér verður blótað sussum svei og skamm.
þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi verður á staðnum, og eitthvað fyrir hina sem ekki borða þorramat. Hljómsveit hússins
spilar fyrir dansi og verður gleðin við völd fram á nótt. Skráning á netfangið hafdisds@simnet.is og í síma 848-4672 hjá þórólfi
Skráning fyrir 21. jan.
ATH. Takmarkaður miðafjöldi er í boði. Allir velkomnir; aldurstakmark 16 ára á árinu
Skemmtinefnd Framfirðinga
Iðunnarkonur
Gleðilegt ár. Iðunnarkvöld verður miðvikudaginn 16. janúar kl. 20 í Laugarborg.
Stjórnin
Tapast hefur rauðstjörnóttur glófextur foli á fjórða vetur með
örmerkið 352206000043245
Einar Gíslason Brúnum
Dönsum saman og gleðjumst!
Dansnámskeið eru að hefjast í Laugarborg þriðjudagskvöldið 22. janúar fyrir byrjendur og fyrir framhaldshópa fimmtudaginn 24.
janúar.
Kenni samkvæmisdansa, gömlu dansana, tjútt og fl. Nú er um að gera að dusta rykið af dansskónum og skrá sig, því dansinn er hollur
fyrir bæði líkama og sál. Nú styttist einnig í blótið [-n] og ekki verra að koma sér í dansgírinn. ég er búin
að kenna hérna í sveitinni í 11 ár og haft mjög gaman af, en hef trú á því að ég sé nú ekki búin að
kenna öllum í sveitinni. Vonast ég því innilega eftir því að ná í byrjendahóp :-)
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir
þorrablót Eyjafjarðarsveitar
Nú er undirbúningur þorrablóts Eyjafjarðarsveitar
í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í fullum gangi. Blótið verður haldið laugardaginn 2. febrúar og ekki seinna vænna að
stanga hamborgarahryggi og rjúpur úr tönnum og gera klárt í hrútspunga og annan súrmat.
Veislustjórar verða Oddur Bjarni þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson,
söngvarar úr Ljótu hálfvitunum, þrautreyndir leikarar og grínarar.
Já – og svo þeir eru víst líka þingeyingar!
Ingi og félagar í hljómsveitinni Einn og sjötíu sjá til þess að við snúumst hressilega á dansgólfinu.
Dragið upp reiknistokkinn og finnið út hversu marga miða þið ætlið að
panta því í auglýsingablaðinu í næstu viku sendum við frá okkur upplýsingar
um miðapantanir og nánari tímasetningar.
Miðaverð 4000 kr.
Með þorrakveðjum
þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2013
Guðrún og Tryggvi í Hvassafelli, Pétur á Rútsstöðum, Inga Arnhildur í Hrafnagilsskóla, Hermann og Ingibjörg í Klauf, Adda
Bára og Víðir á Grund, Edda og Ragnar í Hól, Jón og Kristín í Berglandi, Hafdís og Halldór á Eyvindarstöðum,
Steingrímur í Skjólgarði, Jóhanna og óðinn á Sigtúnum, Anna Rappich í Kristnesi, Jóhann ó. og Katrín í
Brekkutröð, Hallgrímur og Hrönn í Sunnutröð.
Ps. Nú er að finna uppáhalds sparikjólinn, pressa fínustu jakkafötin og pússa dansskóna því þetta
árið eru allir litir regnbogans gjaldgengir.
Frjálsíþróttaþjálfari óskast á
Dalvík
Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir frjálsíþrótta-þjálfara, f.h. Umf. Svarfdæla, til starfa á Dalvík.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á starfi með börnum og unglingum og hafa þekkingu á frjálsíþróttastarfi.
á Dalvík er rík hefð fyrir frjálsíþróttastarfi og þar er stórt og gott íþróttahús.
útiíþróttasvæðið er ágætt, með malarhring-braut, gúmmílögðum atrennubrautum í langstökki og
hástökki. ágætt kastsvæði með búri er einnig á staðnum.
áhugasamir hafi samband við forsvarsmann frjálsíþróttadeildar Umf. Svarfdæla, tölvupósti fvilhelms@simnet.is eða í síma 861 1386.