Auglýsingablaðið

377. TBL 13. júlí 2007 kl. 12:27 - 12:27 Eldri-fundur


Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna
frá og með 23. júlí. til og með 7. ágúst n.k.
Ef þörf krefur verður hægt að ná í eftirtalda starfsmenn skrifstofunnar sem hér segir:
í vikunni 23.7 - 27. 7 Stefán árnason í síma 864 6444
í vikunni 30.7 - 3.8. Bjarna Kristjánsson í síma 861 7620.


Sveitarstjóri


Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að breyta sumaropnunartíma sundlaugarinnar þannig að frá og með 16. júlí til 15. ágúst
verður hún opin alla virka daga frá 6:30 - 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.

Sundlaug Hrafnagilsskóla



Akstur framhaldsskólanema

Fyrirhugaður er skipulagður akstur fyrir þá sem sækja framhaldsskóla til Akureyrar. Skipuleggja á aksturinn í tengslum við skólaakstur í Hrafnagilsskóla. þetta er m.a. háð því að hægt sé að flýta skólabyrjun í Hrafnagilsskóla á morgnana um 5 -10 mín. þannig að nemendur á leið í framhaldskóla á Akureyri nái þangað á réttum tíma þ.e. kl. 8:15.
Með því að tengja þennan akstur skólaakstri Hrafnagilsskóla eiga allir hvar sem þeir eru í sveitarfélaginu möguleika á að fara með skólabíl í Hrafnagil þar sem þeir sameinast í einn bíl til Akureyrar að VMA og MA og svo á sama hátt til baka að loknum skóladegi.
Ferðir frá Akureyri síðdegis verða ca. 20 mín. áður en áætluð heimkeyrsla er frá Hrafnagilsskóla.
þessar ferðir verða eingöngu í boði þegar skólaakstur er í Hrafnagilsskóla.
Ef af þessu verður er auðvitað möguleiki fyrir aðra íbúa sveitafélagsins að nota sér þetta á leið í eða úr vinnu.

þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 10. ágúst n.k.


Sveitarstjóri


Jæja kæru saumakonur, fjósakonur, vinnukonur, íþróttakonur, hjúkrunarkonur, söngkonur, litlar konur, stórar konur, kennslukonur, hestakonur, miðaldakonur, bændakonur, prjónakonur, listakonur og allar aðrar konur í Eyjafjarðarsveit, sem náð hafa 18 ára aldri, takið nú vel eftir.
Nú er farið að styttast í ferðina okkar góðu, þannig að það sem þarf að gera í dag (laugardag) er að:

1. Kyssa karlinn (ef hann er til staðar)
2. Fá hann til að samþykkja að vera einn heima í nokkra daga
3. Hringja í Huldu í Kálfagerði og skrá sig
4. Elda góðan mat ef karlinn er tregur  Klikkar aldrei !!!
5. æfa sig í góða skapinu (flestir eru nú í góðri æfingu, en það er rúm vika til undirbúnings)
6. Vera alveg viss um að vera búin að hringja í Huldu, hún tekur ekki við hugskeytum, en hugsanlega tölvuskeytum dvergar@simnet.is .

það skal tekið fram að þessi ferð er ekki bara fyrir hestakonur, heldur líka saumakonur, fjósakonur o.s.frv. það er engin skylda að fara á hestbak, bara að hafa gaman saman í hóp með öðrum konum og það er ekki nauðsynlegt að vera með allan tímann, hægt að koma inní hvenær sem er og hætta hvenær sem er. þær sem eru með hross, þá er ekkert mál að hafa þau með í rekstrinum þó viðkomandi ríði ekki báðar leiðir.

Ef einhver skyldi ekki hafa séð dagskrá ferðarinnar fær hún að fljóta hér með.
á dagskránni er að fara konuferð í Sörlastaði í Fnjóskadal, þær sem treysta sér til taki bestu gæðingana á heimilinu og þeysi á þeim, en aðrar geta komið akandi, hjólandi, gangandi eða á einhverju öðru farartæki.
Dagskráin er þannig:

Dagur 1 (23. júlí 2007)
Lagt af stað frá Melgerðismelum og riðið á Kaupangsbakka. þar eru reiðskjótarnir hvíldir yfir nóttina og hver fer til síns heima.

Dagur 2 (24. júlí 2007)
Riðið frá Kaupangsbökkum og yfir Bíldsárskarð í Illugastaði. þar geta þær sem eru ríðandi og þær sem eru á öðrum farartækjum sameinast í góðri nestisstund áður en haldið er sem leið liggur fram dalinn að Sörlastöðum. þar er meiningin að gleðjast saman yfir lífinu og tilverunni fram á nótt. Hægt er að gista í húsinu á staðnum (takmarkaður fjöldi þó) eða taka með sér tjald og gista í því.

Dagur 3 (25. júlí 2007)
Dekur- og hvíldardagur. Margt hægt að gera, t.d. fara í sund á Illugastöðum, æfa sig í reiðmennsku, ganga á fjöll, borða góðan mat, lakka á sér táneglurnar eða bara njóta þess að vera til.

Dagur 4 (26. júlí 2007)
Haldið heim á leið, ef rassinn er ósár og hugurinn farinn að leita heim er hægur vandi að fara alla leið, þ.e fyrir þær sem eru ríðandi, aðrir geta hvílt reiðskjóta sína og afturenda á Kaupangsbökkum (þ.e. hestana, afturendann heima), þar til næsta dag. það verður væntanlega samkomulagsatriði þegar þar að kemur.
þær sem áhuga hafa á að fara með í þessa ferð ættu að setja sig í samband við Huldu í Kálfagerði í síma: 463-1294 eða 866-9420 fyrir 15. júlí nk.
Ferðalag

Félag aldraðra fer dagsferð á Flateyjardal miðvikudaginn 25. júlí. Farið verður frá Laugarborg kl 9, farþegar teknir við Lindina.
Hádegishressing og kaffi á heimleið í Laufási.
þátttökugjald kr. 3.000.- greiðist við upphaf ferðar.
Látið skrá ykkur fyrir 20. júlí.

Jón 463-1153, Steingrímur 462-4912, óttar 462-4933


- Iðunnarkonur -

þá er það lokaspretturinn!!!
Mæta með saumavél og/eða tölvuvog eða bara mæta.
þriðjudagskvöld í Laugarborg 17. júlí kl 20:00.

Kaffi á könnunni.
Yfirsaumakerlingin



328. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. júlí 2007 kl. 13.00.

Dagskrá:

1. Fundargerð skipulagsnefndar, 83. fundur, 4. júlí 2007.
2. Fundargerð skipulagsnefndar , 84. fundur, 5. júlí 2007.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 101. fundur, 11. júní 2007.
4. Hverfisfélag Brúnahlíðar, fundargerð frá 18. júní 2007 ásamt fsk.

Sveitarstjóri.


Eyfirðingar

Ung hjón með 7 ára barn óska eftir húsnæði til leigu.
Eru reyklaus. Skilvísar greiðslur.

Upplýsingar í síma 867-9776


Til sölu

Til sölu er velmeðfarin kerruvagn.

Uppl. í síma 897-5462 Inga



æskulýðsmót Léttis og Funa

Dagana 20. – 22. júlí n.k. verður haldið fjölskyldumót hestafólks á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit.
Mótið er fyrir alla fjölskylduna og er öllum opið.

Dagskráin hefst kl. 20:00 á föstudagskvöld.

á laugardaginn verða einhverjar þrautir og sameiginlegur reiðtúr og að því búnu verða leikir, grill, varðeldur og kvöldvaka.

á sunnudeginum verður síðan létt útsláttarkeppni (pollar, börn, unglingar, ungmenni) en gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 14:00 á sunnudag.

Ekkert þáttökugjald er tekið og frí tjaldstæði og hagar.
Veitingar seldar á staðnum.

þátttaka tilkynnist á netfangið andrea@mila.is

Nánari upplýsingar veita:
Andrea Margrét þorvaldsdóttir sími: 863-6728 eða 858-6230
ævar Hreinsson, Fellshlíð, sími: 461-2491 eða 865-1370





Glöggir sveitungar hafa væntanlega staldrað við þjóðsögu síðasta sveitapósts en þar kom fram að mörg og mikil sagan fer af henni Grýlu í Eyjafirði og nágrannasýslum. Nú hefur borist til eyrna að loðinlumpa sú er hárstrý Grýlu kallaðist mun hafa fundist fyrir einhverju síðan í grennd við Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Af gefnu tilefni hefur því verið haldið leyndu en þegar upp komst og við nánari eftirgrennslan þá hafa þessir fundvísu íbúar ákveðið að tilefni sé til að snurfusa lumpustrýið og koma því fyrir mannasjónir í tengslum við Húllumhæ-viðburðarviku í Eyjafirði. Vika þessi mun vera frá 8.-15. ágúst og verður auglýst vel og vandlega í tengslum við okkar einu og sönnu Handverkshátíð sem verður sett föstudaginn 10. ágúst klukkan 10. Gott að muna : tíundidagurnæstamánaðarklukkantíu.
... þess ber einnig að geta að Dimmuborgarjólasveinar hafa tilkynnt komu sína á hátíðina í för sinni að Jólagarði ásamt því að Jólaísinn 2007 verður kynntur í Holtseli þann 15.ágúst. í Eyjafjarðarsveit verða sannkölluð sveitagolfkornhandverkskjötsúpuflugmódelísjól í viðburðarvikunni :) Fylgist með, þetta er eitthvað sem enginn má missa af...

Dóra litla fréttasnápsloðinlumpulipurtá á Syðra-Felli





Getum við bætt efni síðunnar?