Auglýsingablaðið

357. TBL 23. febrúar 2007 kl. 11:38 - 11:38 Eldri-fundur

Prímadonnurnar í Freyvangsleikhúsinu!
í ár eru liðin 45 ár síðan Leikfélag öngulsstaðahrepps var stofnað. það er því viðeigandi að verk ársins sé glænýr og íslandsfrumsýndur gamanleikur. Prímadonnurnar eftir Ken Ludwig hefur verið sýnt víða um heim við miklar vinsældir en Saga Jónsdóttir þýðir verkið og leikstýrir því hér heima.

Uppselt er fyrstu sýningarhelgina en laust á sýningar næstu helgi.
Miðasölusíminn er 463-1392

Frumsýning föstudaginn 23. febrúar UPPSELT
önnur sýning laugardaginn 24. febrúar UPPSELT
þriðja sýning föstudaginn 2. mars
Fjórða sýning laugardaginn 3. mars

www.freyvangur.net

-------

FIT-PILATES fyrir konur
Nú er að fara af stað með leikfimi fyrir konur í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:45-17:45. Leiðbeinandi er Hrafnhildur Guðjónsdóttir íþróttakennari.
Skráning og nánari upplýsingar gefur Anna Hulda í síma 847 6163 og 557 1537.

-------

Atvinna í boði
Starfsmann vantar í 100% stöðu við afleysingar í Leikskólann Krummakot.
Upplýsingar gefur Anna Gunnbjörnsdóttir leikskólastjóri
í síma 464 8120 og á netfanginu krummakot@est.is

-------

ályktun um Vegamál
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. samþykkt ályktun um vegamál sem felur í sér áskorun til þingmanna um að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til endurnýjunar tengivega.

"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur um árabil vakið athygli þingmanna Norðausturkjördæmis, fjárlaganefndar Alþingis og samgönguráðs á nauðsyn þess að tryggja endurnýjun tengivega og brúa í sveitarfélaginu. Rökstuðning fyrir þessari nauðsyn má finna í ítarlegri skýrslu og greinargerðum til sömu aðila. Efni þessara gagna á því að vera fyrrnefndum aðilum fullkunnugt.

í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2010, sem nú liggur fyrir Alþingi, gætir enn sömu tregðu stjórnvalda til að viðurkenna endurnýjunarþörf þessa hluta vegakerfisins með auknum fjárveitingum. Stórframkvæmdir á stofnvegakerfinu, þótt nauðsynlegar séu, nýtist ekki nema takmarkað þeim dreifðu byggðum sem búa við lélega og ófullnægjandi tengivegi. Góðar samgöngur innan héraðs og til næstu markaðssvæða er lífæð þessara byggða. Lélegir og löngu úr sér gengnir vegir valda auknum kostnaði og óþægindum, sem auðveldlega leiðir til samdráttar í meginatvinnuvegi dreifbýlisins, landbúnaðinum.

í þingsályktuninni er gert ráð fyrir 1.523 millj. kr. til framkvæmda á tengivegum í Norðausturkjördæmi á fjögurra ára tímabili. þótt um sé að ræða verulega  hækkun miðað við síðustu fjögur ár er raunvirði fjárveitingarinnar alls ekki það sem upphæðin gefur til kynna vegna mikilla verðhækkana. Til samanburðar við áætlaða fjárveitingu skal nefnt að brýnustu framkvæmdir við endurnýjun vega og brúa í innanverðri Eyjafjarðarsveit eru taldar kosta á verðlagi ársins 2007 kr. 864 millj. og kr. 900 millj. miðað við ýtrustu kröfur.

Með vísan til framanskráðs skorar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar á þingmenn kjördæmisins að beita sér af alefli fyrir því, að við afgreiðslu á umræddri þingsályktun verði fjárveitingar til tengivega hækkaðar verulega. Annað er neikvæð byggðastefna. Jafnframt skorar hún á þingmenn sína að tryggja að í fjögurra ára samgönguáætlun verði gert ráð fyrir að ljúka eftirfarandi verkefnum í Eyjafjarðarsveit:

árið 2007:

  • Endurbyggingu Eyjafjarðarbrautar vestri (821) frá Sandhólum að Nesi.
árin 2008-2010:
  • Endurbyggingu Leifsstaðavegar (8490 Knarrarbergsvegar) frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri (829) að Leifsstöðum.
  • Endurbyggingu Hólavegar (826).
  • Byggingu nýrra brúa yfir Eyjafjarðará (Stíflubrú) og við Sandhóla."


Getum við bætt efni síðunnar?