Auglýsingablaðið

429. TBL 11. júlí 2008 kl. 12:51 - 12:51 Eldri-fundur

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Lengsta opnun á norðurlandi.
Nú er engin afsökun lengur fyrir að koma ekki í sund.
Opið kl. 6:30 -22:30 virka daga og kl. 10-18 um helgar.
Minnum einnig á líkamsræktina sem að er opin á sömu tímum.

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar




Starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast til ýmissa starfa á Handverkshátíð 2008
sem haldin er í og við Hrafnagilsskóla (tímabil 5.-11. ágúst).

Nánari upplýsingar gefur Sigurlína í síma 860 2084.




Athugið

Hægt er að fá gefins góða vel vanda og kassavana tveggja mánaða gamla læðu.

Upllýsingar í síma   463-1145




æskulýðsmót Norðurlands

á Melgerðismelum

18. – 20. júlí 2008

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Frí tjaldstæði og aðstaða fyrir hesta.

þrautabrautir, leikir, létt keppni, sameiginlegur reiðtúr, grill og margt fleira.

Nefndin




Bíll til sölu

Til sölu er svartur Ford Focus Trend 1,6 árgerð 1999 ekinn 153.000 km. Bílnum hefur verið vel við haldið og umhirða öll hin besta. Bíllinn er skoðaður 2008, er á nýjum sumardekkjum auk þess sem vetrardekk fylgja. ásett verð er 520.000 kr.

Nánari upplýsingar gefur Pétur í síma 845-1620.




ágætu sveitungar / fréttir frá Krummakoti 11. júlí 2008

á komandi skólaári verða breytingar í skólasamfélagi okkar þar sem leikskóli og grunnskóli verða sameinaðir undir eina yfirstjórn. þessar breytingar verða vonandi til þess að við sjáum í nánustu framtíð nýjan leikskóla rísa á lóð grunnskólans sem verður til þess að skólasamfélagið verður ein heild. það mun jafnframt skapa meiri samfellu í námi barna sveitarfélagsins og býður upp á fjölbreytta möguleika á samstarfi og samþættingu náms barnanna, sem og betri og meiri nýtingu skólahúsnæðisins í heild. Karl Frímansson verður skólastjóri yfir báðum skólunum og í Krummakoti starfa tveir aðstoðarleikskólastjórar þau Sigurveig Björnsdóttir og þorvaldur þorvaldsson. Nokkuð vel hefur gengið að ráða fólk til starfa í Krummakot og er nánast búið að manna allar stöður á deildum skólans.

    á komandi skólaári verða um 65 börn í Krummakoti sem þýðir að skólinn er nánast fullsetinn. Börnin verða í fjórum aldursblönduðum deildum sem heita Björkin fyrir 18 mánaða til 2ja ára börn, Furan fyrir 2ja – 3ja ára börn, síðan eru Eikin og öspin fyrir 4-5 ára börn.

í lok hvers skólaárs er gott að líta yfir farinn veg og velta fyrir sér hvað hefur áunnist og hvað má betur fara. í heildina teljum við að skólastarfið hafi gengið vel fyrir sig, þó að alltaf megi gera betur og stefna hærra.

Sem dæmi um skemmtilegt viðfangsefni sem við tókum þátt í er verkefnið Staðfugl – farfugl. öll börnin í Krummakoti tóku þátt í að búa til listaverkið „Krummi svaf í klettagjá“ sem stendur á flötinni fyrir sunnan leikskólann. þess má geta að nánast allt efnið sem var notað í listaverkið er úr umhverfinu í kring og er umhverfisvænt.

Elstu börnin tóku einnig þátt í verkefni um eld og brunavarnir í samstarfi við slökkvistöð Akureyrar. það gerði börnin meðal annars meðvituð um eldvarnir, staðsetningu, reykskynjara, slökkvitækja og útgönguleiðir úr skólanum ef kviknar í.

Börnin fóru og skoðuðu Minjasafnið, fóru í heimsókn í dýragarðinn á Krossum, heimsóttu eldri borgara á Kjarnalundi og sungu fyrir þá, einnig var farið í Kjarnaskóg og leikið. á skólaárinu fengum við Möguleikhúsið í heimsókn með sýningarnar Smiður jólasveinsins og Langafi prakkari. Sýningarnar eru í boði foreldrafélagsins.

Skólastarfið okkar byggir á leiknum sem námsleið barnsins og sagt er að börnin læri mest og best í gegnum leikinn.



ágætu sveitungar takk fyrir samfylgdina
Undirrituð er nú að láta af störfum sem leikskólastjóri Krummakots. ég hef starfað sem leikskólastjóri Krummakots í tuttugu og eitt ár. ég vil hér með þakka öllum börnum, foreldrum og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf öll þessi ár. Við byrjuðum leikskólastarfið í lítilli íbúð með fimmtán börnum, en nú eru í skólanum tæp sjötíu börn svo að umfang skólans hefur vaxið talsvert á þessum árum. ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fyrrverandi sveitarstjóra Bjarna Kristjánssyni og núverandi sveitarstjóra Guðmundi Jóhannssyni sem og starfsfólki skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir samstarfið, sömuleiðis sveitarstjórn og skólanefnd þakka ég samstarfið. Starfsfólk Hrafnagilsskóla og mötuneytis Eyjafjarðarsveitar fá þakkir fyrir samfylgdina og ánægjulegt samstarf gegnum tíðina.

ég óska starfsfólki Krummakots, börnum og foreldrum alls hins besta í framtíðinni og megi skólinn vaxa og dafna í þeirra höndum. ég býð þorvald og Karl velkomna til starfa í Krummakoti og óska þeim velfarnaðar í starfi.  

Bestu kveðjur  Anna Gunnbjörnsdóttir



Kanínur

Undurfallegar, ársgamlar dvergkanínur fást gefins að Syðra - Laugalandi.
áhugasamir kanínuvinir hafið samband
við Anítu í síma 462 1336 eða 860 0836.

Fjölskyldan Syðra - Laugalandi.



Athugið

óska eftir barnavöggu og barnavagni.

Olga í Kaupvangi s: 462-4947, Valgerður s: 892-4101




Sumardagur á Sveitamarkaði

Sumardagur á Sveitamarkaði er yfirskrift á röð markaðsdaga sem haldnir eru í Eyjafjarðarsveit í júlí og ágúst ár hvert.
Sveitamarkaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag. Hann er frábær vettvangur fyrir fólk að hópast saman og koma vörum sínum á framfæri.
Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og  sveitalífinu. þarna er til að mynda handverk, hugverk, jurtir og matvara ýmiskonar svo og hver sá varningur annar sem getur prýtt alvöru Sveitamarkað.
þátttökugjaldi er mjög í hóf stillt enda sér hver um sitt og hefur meðferðis þann búnað sem hann telur sig þurfa.  Markaðurinn er útimarkaður en möguleiki á aðgangi að rafmagni.

Markaðurinn hefst kl. 11 árdegis og stendur til ca. kl.17 en það er að sjálfsögðu undir hverjum söluaðila komið hversu lengi dags hann er. Gert er þó ráð fyrir að söluaðilar mæti til markaðar fyrir kl.11.

Staðsetning:
Markaðurinn er miðsvæðis í Eyjafjarðarsveit ca. 10 mín akstur frá Akureyri á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar.

Sveitamarkaðsdagar eru eftirtaldir sunnudagar sumarið 2008
13. júlí, 20. júlí, 27. júlí, 3. ágúst, 10. ágúst, 17. ágúst

þá er bara að velja sér daga til að taka þátt og fá svo allar frekari upplýsingar varðandi markaðinn hjá Margréti gsm. 857-3700 eða e-mail: sveitamarkadur@live.com

það er samstarfhópurinn Fimmgangur sem heldur utan um Sveitamarkaðinn í Eyjafjarðarsveit.

 - Að heimsækja sveitamarkað er ánægjuleg upplifun fyrir þann sem hann sækir.
 - Að taka þátt í sveitamakaði er ánægjulegt og gefandi fyrir söluaðilann ásamt því að geta verið ábatasamt ef vel tekst til.




úTKALL  2

Ekki Dalbjörg, heldur dalsins freyjur, þ.e. allar konur í Eyjafjarðarsveit, nú er tími til kominn að fara að setja niður óformlega dagskrá í óformlegu, frábæru ferðina okkar, vonandi eru allir klárir og klárarnir klárir.

Dagskráin verður nokkurn vegin svona:

Dagur eitt,  mánudagurinn 21. júlí
þá verður safnast saman á Melgerðismelum, allavega þær sem búa í fremri hluta sveitarinnar, og þær sem búa neðar og vilja vera með frá byrjun ættu að koma sér og sínum reiðskjótum á melana. það er mátulegt að hittast þar um kl. 14. þaðan verður svo riðið sem leið liggur niður alla sveit og í kaupstað eða allavega á Kaupangsbakka þar sem reiðskjótar verða hvíldir og ferðalangar halda til síns heima til hvíldar og þá er síðasti sjéns að blíðka karlinn eða einhvern annan ef skeifur eru farnar að skrölta og tími kominn á járningar. Muna svo að sofa vel til að takast á við næstu daga.

Dagur tvö, þriðjudagurinn 22. júlí
Góður tími fyrir morgunverð í faðmi fjölskyldunnar og skreppa í bæinn ef eitthvað hefur verið eftir að versla fyrir ferðina, eins er hér allra síðasti sjéns að athuga járningarnar . Hulda verður með járningarkassann en það er samt gott að vera búin að endurnýja vetrarjárninguna.
Hittast svo á Kaupangsbökkum um kl 13.00, vera alveg viss um að góða skapið sé með og dótið í vel rykþéttum umbúðum.  Já vel á minnst, hver ætlaði að vera trúss? Ef Kristín ætlar ríðandi væri gott að einhver annar gæfi sig fram!! þegar allt er klárt hesta, bílar og konur verður haldið sem leið liggur  yfir Bíldsárskarð og niður í Fnjóskadalinn. Hópnum er hægt að skipta efir getu og kjarki hvers og eins, svo enginn þarf að hræðast villur vega eða of mikinn hraða. Við Fnjóskárbrúna verður svo sameinast í góðri nestisstund áður en haldið er fram dalinn sem leið liggur í Sörlastaði, það er aldrei að vita hverja við hittum þar svo það er gott að einhverjar hafi meðferðis viðlegubúnað, ef það fer að þrengjast í húsinu, en þröngt mega sáttir sitja o.s.frv.

Dagur þrjú, miðvikudagurinn 23. júlí
Dekurdagur ársins, allir mega sofa eins og þeir vilja, ríða út eins og þeir vilja, fara í fjallgöngur eins og þeir vilja, drekka (næstum) eins og þeir vilja, punta sig eins og þeir vilja, fá nudd eins og þeir vilja (ef nuddarinn er með í ferðinni) eða gera bara allt annað sem þeim dettur í hug að vilja NEMA Að KVEIKJA  í!!! það er alveg klárt, það er bannað.

Dagur fjögur, fimmtudagurinn 24. júlí
Heimferðardagur, þegar allir eru sæmilega vaknaðir og komnir á gott ról er tími til kominn að taka saman föggur sínar og pakka þeim í rykþéttu umbúðirnar og koma þeim fyrir í bílnum og fara svo að huga að hrossunum, athuga fætur og járningar t.d. Nú er enginn karlinn svo það verður að reiða sig á Huldu ef eitthvað þarf að laga.
Svo skal halda heim á leið, og sem fyrr fer það eftir ástandi hvers og eins hve langt skal haldið þennan dag, en það er hægt að geyma hrossin yfir nóttina á Kaupangsbökkum, eða halda áfram alla leið heim ef rassinn ræður við það.

ATH. Sameiginlegur matur verður bæði kvöldin, annað nesti verður að hafa með sér sjálfur. Ef eitthvað er óklárt er gott að hafa samband við Huldu í Kálfagerði, hún er ótrúlega glúrinn við að leysa úr hvers manns vanda. Síminn er 866 9420 og netfangið dvergar@simnet.is
Getum við bætt efni síðunnar?