Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudagurinn 11. mars: Helgistund í Möðruvallarkirkju kl. 21:00.
Sr. Hannes örn Blandon.
-------
Sundlaug Hrafnagilsskóla
Opnunartímar sundlaugar Hrafnagilsskóla eru eftirfarandi:
Virka daga: kl. 06.30 – 08.00 og kl. 17.00 – 22.00.
Um helgar kl. 10.00 – 17.00.
æskulýðs- og íþróttafulltrúi
-------
Hundaeigendur
Bent er á að hreinsun hunda á að vera lokið fyrir 31. desember ár hvert. Enn vantar þessa staðfestingu vegna u. þ. b. helmings þeirra hunda sem skrásettir eru í sveitarfélaginu. þeim hundaeigendum, sem ekki hafa látið hreinsa hund/hunda sína, er vinsamlegast bent á að láta gera það hið fyrsta.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
-------
Atvinna
Starfsmann vantar til afleysinga í íþróttahúsinu og sundlauginni. Fyrst og fremst er um að ræða vinnu síðdegis og á kvöldin. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 18 ára. þeir starfsmenn sem ráðnir verða þurfa að sækja námskeið í skyndihjálp og standast að því loknu hæfnispróf.
Nánari upplýsingar veitir Orri Stefánsson í s: 464 8115 og á netfanginu orri@krummi.is
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
-------
Athugið
Eru ekki einhverjir sem hefur áhuga á að eiga gömul tímarit?
Endilega hafið þá samband við Rósu á Höskuldsstöðum í síma 4631182.
-------
Eyfirska tískan
Tónlist og tuskur í Laugarborg.
Aftur og enn standa Helgi og hljóðfæraleikararnir fyrir einstakri uppákomu. í þetta sinn er það Tónleikar og tískusýning. Um tónlistarþáttinn sjá Helgi og hljóðfæraleikararnir auk Hvanndalsbræðra. Um tískuhlutann sjá Helgi og Beate í Kristnesi ásamt fjölda módela og aðstoðarfólks. Klæðnaðurinn er sérstaklega hannaður með það fyrir augum að vera klæðilegur, rómantískur, eggjandi og glæsilegur en um fram allt eru þetta föt fyrir hinar vinnandi eyfirsku konur. Efnin eru allt frá plasti og yfir í ull. í tilefni hátíðarinnar verður gefið út ritið eyfirska tískan og selt á staðnum fyrir u.þ.b. skid og ingenting.
Uppákoman er í Laugarborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 16/3. Húsið opnar kl 21:30 og gamanið stendur til miðnættis. Miðaverð er aðeins 1500- kr. í PENINGUM og fyrstir koma, fyrstir fá.
-------
Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm (nelliku) á fermingardaginn, til að festa í kyrtilinn. þetta er gjöf frá 3 kvenfélögum í Eyjafjarðarsveit svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið.
á næstunni munum við koma í skólann og máta fermingarkyrtlana á börnin. Ef foreldrar vilja eitthvað við okkur tala í því sambandi má hringja í Solveigu s: 462 4942 eða Valgerði s: 463 1215.
Stjórnin
-------
Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps
Aðalfundur Búnaðarfélagsins verður haldinn í Sólgarði (suðurenda) mánudaginn 12.mars Kl 20.30
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
önnur mál
Eftir fundinn flytur Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búgarði erindi um jarðræktarmál
-------
árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla
árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 13. mars frá kl 14:10-16:00. Fjölbreytt skemmtidagskrá að vanda.
Aðgangseyrir er 400,- kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 800,- kr. fyrir eldri. Frítt fyrir börn undir 6 ára aldri.
Veitingar eru innifaldar í verði (djús fyrir krakkana og kaffi og með því fyrir eldri). Sjoppan verður einnig opin og þar er hægt að kaupa gos og sælgæti.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1. – 4. bekk Hrafnagilsskóla
ATH.: Heimferð nemenda eftir árshátíð er á vegum foreldra.
-------
Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
Nú styttist óðum í vorið og æskilegt að skipuleggja fljótlega skjólbeltaræktun á komandi sumri. íbúar í gamla öngulsstaðahreppi, sem hyggja á slíka ræktun, geta sótt um styrki úr Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar (u.þ.b. kr. 50.000.- á hverja 100 metra, í þriggja raða belti).
Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum fyrir 1. maí 2007. Netfang: benjamin@aey.is Tilgreina skal lengd og hve margra raða fyrirhugað skjólbelti á að vera.
Stjórnin.
-------
Aðalfundarboð
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara Eyjafjarðarsveit verður haldinn í Funaborg sunnudaginn 11 mars kl. 20.30
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Inntaka nýrra félaga
4. Framtíðaráform
5. Kostningar
6. önnur mál
Stjórnin.
-------
Píla pína.
Upplestur og söngur úr Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk.
Dagskrá flutt af söngnemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Flutt verða lög eftir Heiðdísi Norðfjörð við ljóð úr Pílu pínu.
Píanóleikari Daníel þorsteinsson
í Laugarborg sunnudaginn 11. mars kl. 14.00
Enginn aðgangseyrir, ekkert aldurstakmark!
Allir hjartanlega velkomnir
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
-------
PRíMADONNURNAR FREYVANGI
Frábærar viðtökur gagnrýnenda og gesta! Nú flykkjast allir í Freyvang að sjá þennan geggjaða gamanleik eftir Ken Ludwig, í þýðingu og leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Helgin er uppseld og miðarnir renna áfram út, munið að panta með góðum fyrirvara!
5. sýning föstudaginn 9. mars UPPSELT
6. sýning laugardaginn 10. mars UPPSELT
7. sýning föstudaginn 16. mars STJáNASýNING
8. sýning laugardaginn 17. mars
9. sýning föstudaginn 23. mars
Miðasölusíminn er 463-1392
Kristján Jónasson, Stjáni, hefði orðið sjötugur þann 4. mars síðastliðinn. Stjáni er án efa einn magnaðasti félagsmaður sem Freyvangsleikhúsið hefur átt í gegnum tíðina, lék hann í fjölmörgum sýningum og var að sama skapi geysiöflugur í leikmyndasmíði. á hverju leikári er ein svokölluð "Stjánasýning" í Freyvangi en ágóði hennar rennur í sjóð sem er síðan notaður til að styrkja félaga í Freyvangsleikhúsinu sem vilja sækja námskeið í leik eða öðrum leikhústengdum greinum. Stjána er sárt saknað í Freyvangi.
www.freyvangur.net