Auglýsingablaðið

605. TBL 08. desember 2011 kl. 09:45 - 09:45 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
411. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, föstudaginn 9. desember og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar http://eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri

 

Aðventukvöld-„Syngjum jólin saman inn“
Sunnudagskvöldið 11. desember kl. 21:00 verður aðventukvöld í Grundarkirkju. þar verða sungin þekkt jóla- og aðventulög, íslensk og erlend og geta allir tekið undir. þá mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytja m.a. nýtt lag eftir organistann og kórstjórann, Daníel þorsteinsson við jólasálm séra Benjamíns Kristjánssonar. Skólakór Hrafnagilsskóla flytur nokkur jólalög ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Ræðumaður kvöldsins verður Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir.
Mætum sem flest í Grundarkirkju og eigum notalega kvöldstund saman á aðventunni.
Hannes og kirkjukórinn

 

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Mánudaginn 12. desember verður opið í Félagsborg í síðasta sinn fyrir jól. þá koma leikskólabörn í heimsókn kl. 13:00 og syngja fyrir okkur.  Eftir jólafrí byrjum við aftur 9. janúar. Gleðilega jólahátíð.
Stjórnin

 

Jólatónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Laugardaginn 10. desember verða jólatónleikar söngdeildar haldnir í Laugarborg og hefjast þeir kl. 13:30.  Vönduð dagskrá og allir eru velkomnir.  Kennari söngdeildar er þuríður Baldursdóttir og undirleikari er Dóróthea Dagný Tómasdóttir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

Jólabingó
-haldið í Funaborg laugardaginn 10. desember kl. 13:30. Glæsilegir vinningar í boði.
Húsnefndin

 

Gefðu góða gjöf
Hið sívinsæla uppskrifta-dagatal Kvenfélagsins Iðunnar 2012 fæst í Jólagarðinum. Eigum nokkur dagatöl frá fyrri árum. áhugasamir hafi samband við Beggu í
síma 864-1464.
Fjáröflunarnefnd Iðunnar

 

ágætu sveitungar
Menningarmálanefnd vill þakka öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við að skemmta okkur með söng, glensi og gamni á fullveldishátíðinni  1. desember s.l.  Tónlistaskóla Eyjafjarðar fyrir mikið og gott samstarf við að koma þessari menningarveislu í kring, auk Vigdísar Garðarsdóttur, undirleikurunum, þátttakendum í lagakeppninni og hljómsveitinni, en allir lögðu á sig mikla vinnu og fyrirhöfn án endurgjalds.
Ekki síst þökkum við viðtökurnar hjá ykkur sveitungar góðir og hlökkum til að sprella með ykkur aftur að ári.
Menningarmálanefnd

 

Jólamarkaður
Jólamarkaður „Undir Kerlingu“ við Dyngjuna-listhús, Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit 10.-11. des. 2011 kl. 13:00-16:00 Vinkonur í listinni bjóða upp á
handunna listmuni, sjá nánar https://www.facebook.com/dyngjanlisthus
Veitingar að sveita sið. Komið vel klædd, eftir veðri. Nánari leiðarlýsing í
síma 899-8770

 

Hrossaræktarfélagið Náttfari
Hinn árlegi haustfundur Náttfara verður haldinn í Funaborg föstudaginn 9. desember n.k. kl. 20:30 Dagskráin verður með opnu sniði en helztu þættir eru:
-Almennar umræður um val á stóðhestum fyrir deildina næsta sumar
-Félagshesturinn, Hreinn frá Litla-Dal
-Gestur fundarins, Gunnar Arnarson, les okkur pistilinn um árangursríka hrossarækt
-Vöfflukaffi í boði Náttfara
Allir félagar hvattir til að mæta og njóta kvöldsins.
Stjórnin

 

Helgi og Beate
-verða með sinn árlega BAZAR í Poppulus tremula þar sem hægt er að fá jólatré, -kjóla, -járn og allskonar! Opið helgina 10.-11. des. og aftur 17.-23. des. frá kl. 13-18.

 

ágætu sveitungar
10. bekkur Hrafnagilsskóla verður á ferðinni næstu vikuna að selja wc-pappír, eldhúspappír og afmælisdagatöl sem þau hafa hannað sjálf og er tilvalið í jólapakkann :) Með von um góðar móttökur eins og alltaf.
P.s. Peysurnar eru væntanlegar fljótlega og verður það auglýst þegar nær dregur.
Kveðja, 10. bekkur

 

Jeppadekk
Til sölu fjögur lítið notuð negld jeppadekk, stærð 30x9,5x15. Upplýsingar í
síma 897-6163

Getum við bætt efni síðunnar?