Auglýsingablaðið

813. TBL 18. desember 2015 kl. 14:35 - 14:35 Eldri-fundur

 

Næsta auglýsingablað kemur út miðvikudaginn 23. desember. Auglýsingar þurfa því að hafa borist kl.10.00 þriðjudaginn 22. desember

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar
Opnunartímar yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
23.-26. des. Lokað
27. des. Kl. 10.00-17.00
28.-30. des. Kl. 06.30-21.00
31. des. Lokað
1. jan. Lokað
2. jan. Kl. 10.00-17.00

Jólatrésskemmtun 27. desember kl. 13.30 í Funaborg
Í ár verður jólatrésskemmtun Hjálparinnar haldin sunnudaginn 27. desember kl. 13.30 í Funaborg á Melgerðismelum. Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka og á eftir eru veitingar, kaffi og kökuhlaðborð. Allir hjartanlega velkomnir
Jólakveðjur,
Kvenfélagið Hjálpin

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11.00 – 14.00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemming  Verð á mann er kr. 3.000.-. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið stekkjar@simnet.is eða sigurdur@nmi.is.
Komið, gleðjist og styrkið gott málefni

Söluskúrinn í göngugötunni
Kæru sveitungar.
Við viljum minna á söluskúrinn okkar sem stendur í göngugötunni á Akureyri um þessar mundir (við hliðina á pylsuvagninum). Þar er hægt að fá jólatré úr okkar ástkæru, ylhýru sveit, ásamt endurunnum kjólum og eldsmíðuðum sultuskeiðum svo dæmi séu tekin. Opið verður daglega frá kl. 13-18 fram að jólum. Það er einsýnt að Beate tekur smiðjuna til kostanna á laugardag ef veður leyfir.
Gleðileg jól.
Helgi og Beate í Kristnesi

Kvennablaklið Umf. Samherja
Nú er kvennablaklið Samherja komið í jólafrí. Næsta æfing verður þriðjudaginn 5. janúar klukkan 18.00. Nýir félagar velkomnir.
Með ósk um gleðilega hátíð, hlökkum til að sjá nýja félaga og alla þessa gömlu. ;)
Bestu kveðjur, stjórnin. 

Frá Freyvangsleikhúsinu
Kæru vinir.
Við hjá Freyvangsleikhúsinu viljum vekja athygli á að Minningarsýning kemur í stað Stjánasýningar sem leikfélagið hefur verið með á ári hverju í nokkurn tíma. Ættingjar Stjána óskuðu eftir þessari breytingu og fannst rétt að heiðra minningu fleiri genginna félaga. Þess má geta að innkoman af sýningunni rennur í sérstakan sjóð í vörslu Freyvangsleikhússins, sem ætlaður er til stuðnings við félaga sem kjósa að mennta sig á námskeiðum ásamt annarri uppbyggingu félagsins.
Næstu sýningar á fjölskylduleikritinu Klaufar og kóngsdætur eru sem hér segir:
15. sýning laugardagur 19. des. kl. 14 - Minningarsýning
16. sýning sunnudagur 27. des. kl. 14
17. sýning laugardagur 2. jan. kl. 14
Athugið að sýningum fer fækkandi.
Miðapantanir/upplýsingar er í síma 857-5598 virka daga kl. 17-19 og kl. 10-13 um helgar – freyvangur.net – facebook.com/freyvangur – miðasala í Eymundsson Akureyri.

Hnetusteik frá Silvu
Nú tökum við á móti pöntunum í hnetusteikina góðu.
Sama góða og verðið og í fyrra:
500 gr kr. 1900
1.000 gr kr. 3.700

Afhendingartími 22. des frá kl. 16.00 – 22.00 á Silvu.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð, sósa, grænmetisbuff og konfekt.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851 1360 eða á netfangið silva@silva.is
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum skemmtilegar samverustundir og viðskipti á árinu sem er að líða.
Kristín og starfsfólk Silvu.
Syðra-Laugalandi efra

Kaupangskirkja - tilboð í snjómokstur
Tilboð óskast í snjómokstur að Kaupangskirkju . Tilboð skal miðast við hreinsun fyrir hvert skipti fyrir veg að kirkjunni og á bílastæði við kirkjuna.
Vinsamlega sendið tilboð á netfangið diddaoli@gmail.com fyrir 20. des. n.k.
Nánari upplýsingar gefur Óli Þór í síma 895 8600.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið fer í jólafrí föstudaginn 18. desember.
Þangað til er opið:
- fimmtudaginn 17. des. kl. 16.00-19.00
- föstudaginn 18. des. kl. 10.30-12.30
Á milli jóla og nýjárs verður opið þriðjudaginn 29. desember kl. 16.00-19.00.
Safnið opnar aftur eftir áramót mánudaginn 4. janúar kl. 10.30 -12.30 og 13.00-16.00. Eftir það verður opið eins og venjulega.

Jólakveðjur frá bókasafninu,
bókavörður.

Getum við bætt efni síðunnar?