Sleppingardagar 2016
Heimilt verður að sleppa sauðfé frá og með 10. júní n.k. og hrossum frá og með 20. júní.
Vegna mikilla snjóalaga til fjalla beinir fjallskilanefnd því eindregið til búfjáreigenda að huga að ástandi gróðurs og hættum áður en búfé er sleppt. Einnig er mælst til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní.
Fjallskilanefnd
Gangnadagar haustið 2016
Fyrstu göngur verða 3.-4. september og 10.-11. september.
Seinni göngur verða 17.-18. september og 24.-25. september.
Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Fjallskilanefnd
Girðingar
Ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar.
Senn líður að því að búpening verði sleppt á fjall. Girðingar, lega þeirra og viðhald er sígilt málefni.
Það hefur löngum þótt til marks um góða búskaparhætti að landeigendur og umráðafólk lands reisi vandaðar girðingar og haldi þeim við. Að sama skapi hafa lakari girðingar borið öndverðan vitnisburð.
Ekki þarf að fjölyrða um að bágbornar girðingar gera eigi all mikið gagn, en geta verið hættulegar búfénaði.
Sveitarstjóri minnir á ákvæði girðingarlaga um að skylt er landeigendum og ábyrðarmönnum jarða að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim. Í girðingarlögum eru ákvæði um skaðabótaábyrgð, valdi vanhöld í þessum efnum tjóni. Þá eru ákvæði í 5. gr. búfjársamþykktar Eyjafjarðarsveitar nr. 581/2013 um þetta:
Umráðamaður lands annars vegar og eigendur/notendur sameiginlegs beitilands hins vegar skulu sjá til þess að fjallsgirðingar/samgirðingar milli sameiginlegs beitilands og heimalands séu gripheldar frá 10. júní til 10. janúar […].
Hvað sem líður ákvæðum laga og reglna er nauðsynlegt í landbúnaðarsamfélagi eins og okkar, að hver kannist við sína köllun, skorist ekki undan ábyrgð og geri ráðstafanir til að viðhalda girðingum í sinni umsjá. Sveitarstjóri hvetur ennfremur til þess að nágrannar tali saman og setji sér sameiginleg markmið í þessum efnum eftir aðstæðum.
Sveitarstjóri
Tilkynning frá Þormóðsstöðum
Ég vil vekja athygli á að það er með öllu óheimilt að sleppa búfé í land Þormóðsstaða.
Valgarður
Gámar fyrir brotajárn og timbur
-verða staðsettir við Stíflubrú frá miðvikudeginum 8. júní n.k. til og með mánudagsins 20. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Vinnukvöld – í kvöld og annað kvöld 8. – 9. Júní
Vinnukvöld verða á Melgerðismelum 8. og 9. júní kl. 20.00 bæði kvöldin. Áhersla verður lögð á að laga girðingar, bera á í hólfum, týna rusl og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur því að margar hendur vinna létt verk.
Stjórn Funa
Fíflahátíðin 17. júní
Fjölskylduganga á Haus
Söngkeppni barna fyrir 15 ára og yngri
Matarmarkaður
Skottmarkaður
Kaffihlaðborð
Tónlist
Grilluð lambalæri
Kvöldskemmtun
Nánar á www.lambinn.is
Framhaldsskólaakstur næsta skólaár
Nemendur MA og VMA sem hafa hug á að nýta sér akstur á vegum sveitarfélagsins næsta skólaár, ef í boði verður, eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið esveit@esveit.is eða í s. 463-0600 fyrir 10. júní.
Hér er aðeins um könnun að ræða vegna áætlanagerðar.
Starfsfólk skrifstofu
Íþróttamiðstöð
Sumaropnun: Opið kl. 6.30-22.00 alla virka daga og kl. 10.00-20.00 um helgar.Lokað er vegna viðhalds. Opnum aftur laugardaginn 11. júní kl. 10.00.
Sundnámskeið
Fyrir börn fædd árið 2008 og síðar, verður haldið dagana 13.-23. júní. Skipt verður í hópa eftir aldri. Kennari er Ragnheiður Runólfsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning í s. 464-8140.
REIÐSKÓLINN Í YSTA-GERÐI, REIÐNÁMSKEIÐ SUMAR 2016
Á reiðnámskeiðunum hjá okkur í Ysta-Gerði bjóðum við upp á reiðkennslu í litlum hópum. Kennarinn er menntaður reiðkennari frá háskólanum á Hólum. Kennslan fer fram í gerði og úti í náttúrunni. Við lærum að undirbúa hestinn fyrir reið og gerum skemmtilegar æfingar til að bæta jafnvægi og stjórnun. Fyrir lengra komna verða gangtegundirnar betur kynntar.
13.-16. júní – almennt námskeið fyrir börn fædd 2009 og eldri. Verð 20.000 kr.
11.-14. júlí – byrjunarnámskeið fyrir börn fædd 2009 og eldri. Verð 20.000 kr.
18.-21. júlí – kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Verð 16.000 kr.
22.-24. júlí – börn fædd 2006 og eldri sem eru vön. Gisting og matur. 30.000 kr.
2. – 4. júlí – fyrir börn fædd 2010-2011. Verð 15.000 kr.
8.-11. ágúst – kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Verð 16.000 kr.
Gott að koma með nesti á öllum námskeiðunum.
Nánari upplýsingar og skráning á sara_arnbro@hotmail.com