Auglýsingablaðið 540. tbl. 10.9.2010
Sorphirðu- og flokkunarmál
Umhverfisnefnd vinnur nú að heildarstefnumörkun í sorphirðu- og flokkunarmálum sveitarfélagsins þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru
höfð að leiðarljósi. Komið verður á fót flokkunarkerfi með það að markmiði að lágmarka magn óflokkaðs sorps
sem keyra þarf á urðunarstað en reynslan hefur sýnt að stærsti kostnaðarliður í sorpmálum er kostnaður við sorpurðun.
Boðið verður uppá margvíslega fræðslu um flokkun og endurvinnslu þegar nær dregur og þannig stefnt að því að upplýsa
sveitunga eins vel og kostur er. Nefndin hvetur sveitunga til að fylgjast með framgangi mála og taka jákvætt í þær breytingar sem framundan eru.
Umhverfisnefnd
Félagsstarf aldraðra Eyjafirði
Hefst mánudaginn 20. september kl. 13.00 í Félagsborg. Kynnt verða námskeið, fyrirlestrar og fleira sem er á döfinni. Spilað verður á
spil eins og undanfarna vetur.
Nýir félagar velkomnir. Mætið sem flest.
Stjórnin
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskóli Eyjafjarðarsveitar hefst aftur eftir sumarfrí sunnudaginn 12. sept.
Samverur verða annan hvern sunnudag í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl 11 og 12. Samverur fram að jólum verða dagana: 12. sept, 26. sept, 10. okt, 24. okt,
7. nóv, 21. nóv og 5. des. Hlökkum til að sjá sem flesta, bæði unga og aldna!!
Brynhildur, Katrín, Hrund og Guðmundur
Kirkjukór Laugalandsprestakalls
æfingar hefjast mánudagskvöldið 13. sept kl. 20:30 í Laugarborg.
Nýir félagar mjög velkomnir.
Með söngkveðju, Valdimar Gunnarsson, kennari í MA
Haustmarkaður í Vín
Kæru sveitungar. á morgun, laugardaginn 11. september, verður fyrsti markaður haustsins haldinn í Vín milli kl. 12:00 og 17:00. Mikið og fjölbreytt
úrval nytja- og gjafavöru. Einar einstaki mætir á svæðið kl. 14:30 og skemmtir börnum með töfrasýningu sinni.
Verið velkomin í Blómaskálann Vín
-orkustöð sálar og líkama-
Vilt þú starfa í björgunarsveit?
Hefur þú áhuga á útivist, ferðalögum og skemmtilegum félagsskap? þá er Hjálparsveitin Dalbjörg málið fyrir
þig. Fyrsti almenni fundur vetrarins verður sunnudaginn 12. september kl: 20:00 ásamt kynningu á starfinu fyrir nýja félagsmenn. Starf í
björgunarsveit er í senn gefandi, skemmtilegt og krefjandi og meðal þess sem nýliðar fá þjálfun í er fjallamenska, rötun, fyrsta
hjálp, leitartækni og ferðamennska.
Við vonumst til að sjá fólk á öllum aldri, konur jafnt sem karla, til að kynna sér skemmtilegt starf hjálparsveitarinnar.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg
Fræðslukvöld um Aloe Vera fyrir hesta og önnur dýr
Hér með vill Hestamannafélagið Funi bjóða sveitungum á fræðslukvöld með Halldóri Karlssyni. Halldór hefur unnið með
Aloe Vera vörur frá Forever Living í 11 ár og hefur hann sérhæft sig í notkun Aloe Vera á dýrum. Hann fylgist vel með rannsóknum
og nýjungum frá öðrum löndum, t.d. Bretlandi og getur hann frætt okkur um hvernig við getum bætt heilsu og vellíðan dýra.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara! Melgerðismelar 14. september kl 20:30. Verið hjartanlega velkomin!
Sara Arnbro
Er ekki tími til komin að dansa !!!
Byrja með 10 tíma námskeið í Laugaborg fimmtudaginn 16.sept. Klukkan 19.30 verða fullorðnir framhald, þannig að ef einhverjir hafa einhverja reynslu
í dansi og vilja taka upp þráðinn að nýju þá er um að gera að koma í þennan tíma. Klukkan 21.00 er dansklúbburinn
minn sem er að hefja sitt sjötta ár, en þar er saman safn af mjög skemmtilegu og duglegu dansfólki og aðeins þeir djörfustu skrá sig í
hann (O: Námskeið fyrir fullorðna byrjendur byrjar þriðjudaginn 21.sept. klukkan 21.00.
Nýtt í vetur!!! KONUTíMAR, þar sem aðeins konur mæta og dansa cha cha, samba, salsa, merenge, línudans og ýmislegt annað skemmtilegt.
Núna er ekki hægt að afsaka sig lengur og segja að kallinn nenni ekki að dansa (O: þessir tímar byrja þriðjudaginn 21.sept. og eru klukkan 20.00-21.00.
Nú er bara að taka upp símann og skrá sig. Nánari upplýsingar og skráning eru í síma 891-6276,
Kveðja, Elín Halldórsdóttir danskennari
Er ekki kominn tími til að taka á því og hreyfa sig svolítið?
Við viljum vekja athygli á því að nokkrir hressir morgunhanar ætla að hittast kl 6:15 á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum við
Hrafnagilsskóla. Við gerum skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem auka styrk og þol. Við hvetjum alla til að taka þátt!
það er óþarfi að skrá sig, bara að mæta. Allir geta tekið þátt.
Upplýsingar gefur Arnar í síma 863-2513
Barnapössun
ég óska eftir konu til að gæta 3 barna sem eru á aldrinum 4-9 ára nokkra daga í viku frá kl.16:00-18:30. Viðkomandi þarf að hafa
bíl til umráða.
Upplýsingar í síma 899-6290 eftir kl.19:00.
Kveðja, Vilborg Daníelsdóttir, Tjarnagerði