Sveitarstjórnarfundur
594. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. september og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Blak
Ertu 30 ára eða eldri? Býrðu í sveitinni? Blakliðið Bryðjur býður konum sem hafa áhuga á að æfa blak í vetur að hafa samband við ritara Bryðja Þorbjörgu í tölvupósti á thorbjorgk@gmail.com. Bryðjur æfa tvisvar í viku og taka þátt í mótum hér fyrir norðan sem og öldungamóti.
Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
Við byrjum vetrarstarfið nk. þriðjudag 20. september í Félagsborg klukkan 13:00. Við bjóðum alla íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri hjartanlega velkomna í starfið og félagið.
Stjórnin.
Helgistund í Grundarkirkju miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20 (ath. í næstu viku!)
Helgihald vetrarins í sveitinni hefst á laufléttri helgistund á miðvikudagskvöldi, aldrei þessu vant. Umræðuefni kvöldsins verður; af hverju komum við í kirkju? Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson, meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega velkomin og eftir helgistundina verður örstutt kynning á fræðslu vetrarins og dagsferðinni sem framundan er.
Verið öll velkomin!
Birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskógi – Allir með, stórir og smáir
Við bjóðum öllum sem vilja, stórum og smáum, í birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskóg á degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september. Söfnunarbox verða afhend á planinu við Hælið/Kristnesspítala, frá kl. 17:00 og þeim svo skilað aftur á sama stað fyrir kl. 19:00.
Hægt verður að kaupa hressingu á Hælinu á þessum tíma.
Lesa má nánar um landsátakið „söfnun birkifræs“ á https://birkiskogur.is/
Hlökkum til að sjá sem flesta, Lionsklúbburinn Sif.
Eyfirskt hunang
Ég verð með ferskt Reykhúsahunang til sölu á Hælinu við Kristnesspítala á föstudag kl. 18 - 21 og á laugardag kl. 14 - 17. Þeir sem hafa pantað hunang hjá mér geta einnig sótt það á sama tíma.
Anna Guðmundsdóttir
Dekurdagar verða dagana 6.–9. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 471 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit.
Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.
HÆLIÐ
Síðdegisopnun á HÆLINU föstudaginn 16. september kl. 18-21 í tilefni af birkifræ¬söfnun! Hamingjustund, gómsæt súpa og nýbakað brauð á 2500 kr. Hrefna og Óskar koma og spila fyrir gesti en þau eru ungt og upprennandi tónlistarfólk. Anna hunangsbóndi selur glænýja uppskeru!
Velkomin meðan húsrúm leyfir!
María HÆLISstýra