Auglýsingablaðið

855. TBL 07. október 2016 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið
Skila þarf inn auglýsingum fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 12.10.16.
 

Ónothæfar girðingar og girðingaflækjur- til fróðleiks
Sveitarstjóri telur upplagt að halda fólki við girðingarefnið. Uppsetning og viðhald girðinga er mikilvægt mál, en ekki er síður mikilvægt að fjarlægja eldri og ónýtar girðingar.
Í 12. gr. girðingalaga er svohljóðandi ákvæði: „Öllum umráðamönnum lands er skylt að hreinsa burt af landi sínu ónothæfar girðingar og girðingaflækjur“.
 

Á gæsaveiðum
Íbúi í sveitinni vill minna umráðendur og eigendur jarða á að brýna fyrir veiðimönnum að sýna gæsinni tilhlýðilega virðingu. Þykir íbúanum ekki mannúðleg aðferð að skjóta fugl sem er á leið í náttstað og ekki rismikil veiðimennska. Undir þetta má taka.
Einnig fer ég fram á það við þá sem heimila skotveiðar í landi sínu að gera kröfur til veiðimanna að þeir standi fagmannlega að veiðunum og sýni drengskap.
Sveitarstjóri
 

Starfsmaður óskast í liðveislu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna liðveislu inn á heimili. Um hlutastarf er að ræða. Viðkomandi þarf að vera líkamlega hraustur og með góða samskiptafærni.
Nánari upplýsingar veitir Erla í síma 463-0604 eða á netfanginu erla@esveit.is
 

Kvenfélagið Iðunn – Haustfundur í kvöld á Kaffi kú
Fimmtudaginn 6. okt. kl. 20:00 verður haustfundur Iðunnar haldinn á Kaffi kú.
Nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar.
Stjórnin
 

Kvenfélagið Hjálpin – Haustfundur 13. október
Kvenfélagið Hjálpin verður með haustfund sinn í Sólgarði fimmtudaginn 13. okt.
kl. 20.00. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti. Fyrir þær sem langar til að kynnast starfsemi okkar, er tækifæri til að kíkja við og sjá hvað við erum að gera :-)
Stjórnin
 

Hrútasýning fjárræktarfélags Öngulsstaðahrepps
Hin árlega hrútasýning fjárræktarfélags Öngulsstaðarhrepps verður haldinn föstudaginn 7. okt. kl. 20:00 á Svertingsstöðum.
Keppt verður í flokki lambhrúta og flokki veturgamalla hrúta. Einnig verður sölubás og geta félagsmenn komið með lambhrúta sem þeir vilja selja.
Allir velkomnir.
P.s. munið eftir dómablöðunum
 

Eyvindur auglýsir
Lumar þú á áhugaverðu efni sem gæti átt heima í blaðinu okkar?
Við leitum að sögum, myndum, frásögnum, ljóðum, bröndurum og ýmsu fleiru sem þið, íbúar Eyjafjarðarsveitar, gætuð lumað á.
Ef þið liggið á einhverju sem þið viljið deila með okkur þá endilega sendið okkur línu á rosahuna@gmail.com eða brynhildurb@unak.is.
Með góðum kveðjum,
ritnefnd Eyvindar
 

Námskeið í þjóðbúningasaum
Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann heldur námskeið í þjóðbúningasaum í húsnæði Handraðans að Laugalandi dagana 15. – 16. október og 19. - 20. nóvember. Þetta er þriðji vetur þessa samstarfsverkefnis og hefur það gefist vel. Nemendur í vetur verða um 15, örfá sæti laus á þessi námskeið, en það er hægt að skrá sig á biðlista. Nemendur sinna ólíkum verkefnum og hafa nokkrar konur nú þegar lokið við peysuföt, upphlut eða faldbúning. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Heimilisiðnaðarfélagið. Eins er hægt að hafa samband við Kristínu Völu hjá Handraðanum í gegnum netfangið kristinbreidfjord@gmail.com
 

Okkar vinsæli reiðskóli í Ysta-Gerði heldur áfram – Örfá pláss laus!
Haustönn 2016 er 10 skipti frá 11. október – 14. desember í reiðskemmunni í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit. Kennari er Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Kennt verður árgangi 2012 og upp úr, á þriðjudögum og miðvikudögum.
Foreldrum er velkomið að bíða á kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.
Verð á haustönn 35.000 kr. innifalið er hestar, reiðtygi, öryggisvesti, hjálmar og kennsla. Skráning er bindandi: Netfang: sara_arnbro@hotmail.com sími: 845 2298

Þriðjudagar:
Stubbar 1; 4-5 ára kl. 17:00
Börn 1; 6-9 ára kl. 17:45
Unglingar 1; 10-15 ára, kl. 18:30
Fullorðnir 1; kl. 20:00

Miðvikudagar:
Stubbar 2; 4-5 ára kl. 17:00
Börn 2; 6-9 ára kl. 17:45
Unglingar 2; 10-15 ára kl. 18:30
Fullorðnir 2; kl. 20:00

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?