Auglýsingablaðið

1179. TBL 08. febrúar 2023

Auglýsingablað 1179. tbl. 15. árg. 8. febrúar 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

604. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, er fyrirhugaður fimmtudaginn
16. febrúar kl. 8:00 í fundarherbergi sveitarstjórnar að Skólatröð 9.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.




Espihóll – íbúðarhús - Espilaut, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóll í kynningarferli skv. 30 gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að nýtt 1,5 ha svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði þar sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir íbúðarhús á óræktuðu landi.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 2. febrúar og 17. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 17. febrúar 2023.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi.



Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 15. febrúar kl. 13.30

Verið velkomin til kirkju næstkomandi sunnudag. Söngfélagar við Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir. Í predikun dagsins verður m.a. rætt um verðmæti kvenfélaga í fortíð og nútíð.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að heimsækja allar kirkjur í sveitinni þennan fermingarvetur og tilvalið að líta við í Kaupangskirkju á sunnudaginn. Hittumst heil á sunnudaginn, Jóhanna prestur.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þriðjudaginn 14. febrúar um kl. 14.00 verður sýnt í Félagsborg skemmtiefni sem flutt var á þorrablótinu 28. janúar sl.
Skemmtinefndin.



Kvenfélagið Hjálpin - Aðalfundur

Aðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 á Smámunasafninu í Sólgarði.
Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar að hætti kvenfélagskvenna.
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin.



Þorrablót Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis verður haldið Föstudaginn 17. febrúar í Lionssalnum, Skipagötu 14, á Akureyri.
Húsið opnar kl. 19:00 – von á ýmsum góðum gestum.
Miðaverð kr. 6.000. Takmarkaður sætafjöldi í boði!
Miðapöntun fer fram í gegnum emailið framsoknakn@gmail.com með staðfestingu á greiðslu með millifærslu á reikning 565-14-2266, kt. 521081-0159.



Kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Þar sem það eru einungis 6 nemendur í bekknum er augljóst að þeir geta ekki farið á öll heimili sveitarinnar og boðið pappír til sölu. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír af piltunum.
Verðin eru:
Klósettpappír (þessi gamli góði), 500 blaða, 30 rúllur kr. 6.000.
Ný vara: Lúxus klósettpappír, 200 blaða, 30 rúllur kr. 4.500.
Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500.
Pantanir þurfa að hafa borist fyrir mánudaginn 13. febrúar og fljótlega eftir það keyra piltarnir og foreldrar þeirra pappírinn heim til fólks.
Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur,
Alex, Eyvar, Gabríel, Hallgrímur, Pétur og Ýmir í 10. bekk.

Getum við bætt efni síðunnar?