Auglýsingablaðið

1265. TBL 29. október 2024

Auglýsingablað 1265. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 29. október 2024.

 


Heitavantslaust í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess miðvikudaginn 30. október
– sjá mynd á www.esveit.is

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi miðvikudaginn 30. október. Áætlaður tími er frá kl. 10:00 og fram eftir degi, eða meðan vinna stendur yfir.

Góð ráð við hitaveiturofi má finna inná heimasíðu Norðurorku á www.no.is



Sveitarstjórnarfundur

641. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. október og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins. Starfið felst í móttöku erinda og símavörslu og fer fram á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.

Meðal verkefna starfsmannsins verða:
• Móttaka erinda og símavarsla
• Skráning upplýsinga í skjalakerfi embættisins
• Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins
• Skönnun teikninga
• Almenn skrifstofustörf
• Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála s.s. grenndarkynninga

Hæfni- og menntunarkröfur
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslenskukunnátta
• Stundvísi og skipulögð vinnubrögð
• Reynsla af skrifstofustörfum
• Lipurð í samskiptum
• Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði er kostur

Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 13. nóvember 2024 á netfangið sbe@sbe.is. Kostur er ef nýr starfsmaður getur hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0621.



Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju sunnudagskvöldið 3. nóv. kl. 20:00

Ath. breytt staðsetning frá því sem áður hefur verið.
Kerti tendruð til að minnast látinna og þakklæti á sorgartíma ávarpað í predikun.
Kirkjukór Grundarsóknar undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari er Helga Berglind Hreinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Messukaffi eftir samveruna.
Verið velkomin!

 


Hvatningarverðlaun til ungs fólks - Opnað hefur verið fyrir tilnefningar!

Við erum að leita að Framúrskarandi ungum Íslendingum á aldrinum 18-40 ára. Ungu fólki sem hefur skarað framúr á sínu sviði, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins.
Þekkir þú einhvern sem á skilið tilnefningu?
Opið er fyrir tilnefningar á www.framurskarandi.is og síðasti dagur til að tilnefna er 10. nóvember.
Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni.
Nánari upplýsingar á https://www.jci.is/jci-verkefni/toyp/



Dagbókin Tíminn minn 2025

Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/ astast@simnet.is 
Hrönn í síma 866-2796/ idunnhab@gmail.com 

Getum við bætt efni síðunnar?