Auglýsingablaðið

638. TBL 25. júlí 2012 kl. 13:55 - 13:55 Eldri-fundur

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning
Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning verða settar þann 10. ágúst n.k. kl. 11:30. Margt áhugavert verður á dagskrá sýninganna og má meðal annars nefna Litla bændaskóla Bústólpa, ýmis handverksnámskeið og  þekkingarsetur landbúnaðarins.
Dagskrá má sjá á heimasíðu sýninganna www.handverkshatid.is þegar nær dregur.
Stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar

 

Sumardagur á sveitamarkaði
-alla sunnudaga í sumar frá 15. júlí til 19. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00 – 21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðiréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Má þar nefna súkkulaðihráfæðikökur með hindberjamauki eða hnetusmjöri, gulrótarköku með ananas, súkkulaðiköku og alls kyns konfektmola á mjög góðu verði. Margur kjötmaðurinn hefur haft á orði að aðalréttirnir okkar séu ótrúlega bragðgóðir og þeir muni nú líklega bara koma aftur. Við erum á facebook og setjum matseðil dagsins inn á hverjum degi en hann er líka hægt að skoða á heimasíðunni: www.silva.is.
Pöntunarsíminn er 851 1360 og netfangið: silva@silva.is
Alla rétti og drykki er hægt að taka með sér sé þess óskað.
Velkomin, starfsfólk Silvu

 

Bakkareið
Nú ríður á að dusta rykið af gamla Grána og skella sér með í reiðtúr eftir bökkunum á föstudagskvöldið (27. júlí).
Meiningin er að fara frá Hrafnagilsbrúnni svona um klukkan 20, það gæti þó dregist, og halda til norðurs austan megin ár.
Vonandi enda svo allir á Kaffi Kú og að lokum heima hjá sér. Trúlega lifandi músík en allavega frí heimsending.
Freyr s: 894 6076 og Brynjólfur s: 618 6806.

 

Daníel Jónsson stórknapi mætir í fjörðinn
Knapinn Daníel Jónsson ætlar að prófa kynbótahross n.k. föstudag og laugardag með sýningu í huga.
áhugasamir hafi samband við Jón Elvar á Hrafnagili í síma 892 1197.


óska eftir íbúð!
óska eftir þriggja herbergja íbúð í haust, helst í Hrafnagilshverfi eða í næsta nágrenni. Vinsamlega hafið samband í síma 864-3887, Inga Lóa.


SOS
Bráðvantar íbúð í Hrafnagilshverfi eða í Eyjafjarðarsveit, uppl. í síma 867-4351. Inga.


 

Getum við bætt efni síðunnar?