Auglýsingablaðið

713. TBL 09. janúar 2014 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
442. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 15. janúar og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.   Sveitarstjóri

 

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Breytt gjaldskrá
Við viljum vekja athygli á breyttri gjaldskrá. Helsta breytingin er sú að nú kostar fyrir börn í sund 150 kr. stakt skipti, en hægt er að kaupa árskort á 2.000 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk íþróttamiðstöðvar

 

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Gleðilegt ár.
Nú er jólafríið búið og við höldum áfram að hittast á mánudögum í Félagsborg.
Námskeið í tréútskurði hefst mánudaginn 13. janúar kl. 13. Leiðbeinendur eru sem áður Ingunn Tryggvadóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.
Sjáumst sem flest.
Stjórnin

 

Bóndadagsgleði verður haldin í annað sinn í Funaborg þann 24. janúar næstkomandi - á sjálfann bóndadaginn. Húsið opnar kl. 20:00 og hefst borðhaldið stundvíslega kl. 20:30. Töfrabrögð, lygasögur, sannar sögur, söngvar, vísur og atómljóð verða meðal skemmtiatriða á dagskrá. Matur verður á staðnum og það eina sem gestir þurfa að hafa meðferðis er söngsmurning og góða skapið. Aldurstakmark er 16 ára á árinu. Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi. Tekið er við miðapöntunum í síma 848-4672 hjá þórólfi og einnig má senda Hafdísi póst á netfangið hafdisds@simnet.is

Gleðjumst, verum glöð í takt,
gleymum liðnum kvöldum.
í Funaborg með pomp og prakt,
partý ársins höldum.

ATH! Takmarkaður miðafjöldi í boði - Allir velkomnir - Uppselt í fyrra - Tryggðu þér miða í tíma!
Skemmtinefnd Framfirðinga


Yndislegu sveitungar
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Komast ekki örugglega allir ennþá í þorrablótsklæðin þrátt fyrir hátíðarát? Ef ekki þá lumum við á nokkrum góðum hugmyndum en sú allra besta er að stilla græjurnar alveg í botn og æfa danssporin fyrir þorrablót aldarinnar þann 1. febrúar.
Danskveðjur frá jákvæðustu þorrablótsnefnd aldarinnar

 

Reiðnámskeið - TREC
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir opnu reiðnámskeiði fyrir krakka og fullorðna í allan vetur. Kennt verður á laugardögum á tveggja vikna fresti. áherslan verður á ásetu og stjórnun þar sem markmiðið er að komast í gegnum TREC braut eða keppa í greininni. TREC er vaxandi grein hér á landi enda fellur hún vel að okkar hestamennsku og íslenska hestinum. Greinin er hestvæn og styrkir samspil hests og knapa en er allt í senn spennandi, skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi. ásdís Helga Sigursteinsdóttir og  Anna Sonja ágústsdóttir munu annast kennsluna en báðar eru þær menntaðar frá Hólaskóla og hafa stundað tamningar og reiðkennslu á svæðinu.

Fyrsti tíminn verður klukkan 14:00 þann 18. janúar í Funaborg. Sá tími er bóklegur og ekki gert ráð fyrir að þátttakendur mæti með hest. Skráning er hjá önnu Sonju til og með 18. janúar í tölvupóstfanginu annasonja@gmail.com eða í síma 846-1087.
Námskeiðið er frítt fyrir börn og niðurgreitt fyrir fullorðna.
Hugsanlega verður hægt að aðstoða þá sem ekki eiga hest eða hesthúspláss og er þeim bent á að tala við önnu Sonju. Nánari upplýsingar um vetrarstarfið má finna á http://www.funamenn.is/

 

Freyvangsleikhúsið: Síðustu sýningar á Emil í Kattholti!
Sýning       dags.            klukkan
33       11. jan. laugardag 14:00   Uppselt
34       12. jan. sunnudag 14:00   Uppselt
35       18. jan. laugardag 14:00   LOKASýNING

Miðasala í síma 857-5598 kl. 17:00-19:00 alla virka daga og kl. 10:00-13:00 sýningardaga.
Ath. eftir sýningu má fara upp á svið, taka myndir með leikurum og skoða sig um í Kattholti :-)

Getum við bætt efni síðunnar?