Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2017
Dagana 3. – 5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2011) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri
Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Nú fer fram innritun fyrir skólaveturinn 2017 – 2018.
Innritun stendur til 27. maí og fer fram rafrænt á heimasíðu skólans
http://tonlist.krummi.is
Nemendur sem eru í námi núna og ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig.
Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma skólans 464-8110 eða í farsíma skólastjóra 868-3795.
Framhaldsskólaakstur næsta skólaár
Núverandi og tilvonandi nemendur MA og VMA sem hyggjast nýta sér akstur á vegum sveitarfélagsins næsta skólaár, ef í boði verður, eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið esveit@esveit.is eða í s. 463-0600 fyrir 12. júní.
Starfsfólk skrifstofu
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Góðir félagar, síðasti fundur á þessu vori verður þriðjudaginn 2. maí. Þá ætlar Ólafur G. Vagnsson að flytja okkur fyrirlestur sem ber heitið: Sauðfjárræktar ráðunautur í fjörutíu og fimm ár. Kaffi á eftir að venju. Sjáumst sem flest.
Stjórnin
Sumarferð félags eldri borgara verður 6.-9. júní n.k.
Fyrsta daginn ökum við um Laxárdalsheiði að Bifröst í Borgarfirði og þar verður gist í þrjár nætur. Þá skoðum við sveitirnar, til dæmis Húsafell, Reykholt, Hvanneyri og fleiri. Síðan Borgarnes og Akranes. Fararstjóri í Borgarfirði er Sveinn Hallgrímsson, þaulkunnugur heimamaður. Kostnaður áætlaður um 70.000 kr. á mann, nánast allt innifalið. Þátttaka tilkynnist til Reynis s: 862-2164, Ólafs s: 463-1130 eða Jófríðar s: 463-1193 fyrir 5. maí næst komandi. Greiða þarf fyrir 2. júní inn á reikning 0302-26-1038, kt. 251041-4079.
Nefndin
Kirkjugarðurinn í Saurbæ
Nú í maí 2017 verður kirkjugarðurinn í Saurbæ sléttaður og þakinn, sem eru lokaframkvæmdir að sinni. Hafi einhver athugasemdir við það er þeim bent á að hafa samband við Hjört í Víðigerði eða Reyni á Bringu.
Frá stjórn kirkjugarða Laugalandsprestakalls.
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Funa auglýsir:
Æskulýðsfund og pizzu í boði Funa, sunnudaginn 7. maí kl. 12:00. Kynnum starfið framundan, m.a. fyrirhugað TREC námskeið og hugsanlega utanlandsferð fyrir unglingana okkar (13-18 ára). Hvetjum alla áhugasama hestakrakka til að mæta og eru foreldrar sérstaklega velkomnir með! Við viljum biðja fólk um að skrá sig í gegnum netfangið annasonja@gmail.com svo við getum áætlað magn af pizzum :-)
Nýir félagar velkomnir!
Hestamannafélagið Funi auglýsir TREC námskeið
fyrir börn, unglinga og ungmenni sem mun hefjast 13. maí og ljúka þann 11. júní. Kennt verður alla laugardaga og sunnudaga. Námskeiðið hentar bæði minna vönum sem og lengra komnum og er félögum að kostaðarlausu. ATH að þeir sem ekki eiga hest geta mögulega leigt hest og reiðtygi fyrir námskeiðið. Leiðbeinandi er Anna Sonja Ágústsdóttir og tekur hún við skráningu og veitir nánari upplýsingar í síma 846-1087/463-1294 eða á netfanginu annasonja@gmail.com.
Húsnæði óskast
Fjölskylda óskar eftir húsnæði á Hrafnagili eða nágrenni.
Sími: 846-9903, email: candymccorn@gmail.com.
Aðalfundur
Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur aðalfund þann 8. maí, kl. 20:00 á Lamb inn. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir.
Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar
Barnahestar óskast
Óskum eftir þægum barnahestum sem allra fyrst til láns, jafnvel til kaups. Erum með starfsemi á Melgerðismelum, verðum þar með hestaleigu/-sýningu og reiðnámskeið. Farið verður í 5 daga hestaferð í ágúst, nánar auglýst síðar.
Hugsað verður vel um hestana og fá þeir góða þjálfun.
Freyr og Katja, sími 894-6076.
Óskum eftir unglingi á aldrinum 14-16 ára, til starfa við almenn sveitastörf.
Hjörtur og Helga, sími 894-0283.