Atvinna - húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi.
Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif o.fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari.
Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018.
Umsóknir óskast sendar á esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Námskeið í vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 7. febrúar, í endurhæfingarlauginni í Kristnesi.
Kennari er Kirsten Godsk. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
Stjórnin
Kvenfélagið Hjálpin
Minnum á aðalfundinn okkar sem haldinn verður þann 1. febrúar, kl. 20:00 í Sólgarði (safni) á degi kvenfélagskonunnar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf og lagabreyting, fræðsla og skemmtun. Hvetjum við alla sem áhuga hafa á gefandi starfi og góðum félagsskap að mæta og kynna sér starfsemina.
Stjórnin
Kvenfélagið Iðunn
Minnum á aðalafund kvenfélagsins Iðunnar, laugardaginn 3. febrúar kl. 11:00 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. flokkur sér um veitingar.
Nýjar konur ávallt velkomnar.
Stjórnin
Félagsmiðstöðin Hyldýpið
Félagsmiðstöðin okkar lagði leið sína á Sauðárkrók sl. föstudag til að taka þátt í undankeppni SamFestings eða NorðurOrgi. Írena Rut Sævarsdóttir, Júlía Karen Árnadóttir, Elías Bessi Örvarsson, Hinrik Fjöri og Eva Líney Reykdal komu fram fyrir hönd Hyldýpisins og stóðu sig virkilega vel með flutningi á laginu Perfect. Krakkarnir voru okkur til sóma líkt og í fyrri ferðum og hlökkum við til að fara í næstu ferð sem er stóra söngkeppnin SamFestingur en þar gefst nemendum í 9. og 10. bekk tækifæri til að fara.
Ingibjörg Isaksen, íþrótta og tómstundafulltrúi.