Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 13. nóv. er messa í Möðruvallakirkju kl. 11:00 SAMA kvöld er messa í Grundarkirkju kl 21:00. þetta er svokallaður feðradagur. Gaman
væri að sjá feður amk. fjölmenna til kirkju. En auðvitað eru allir velkomnir
Kv. Hannes
Kæru sveitungar
þakka ykkur sem lítið til mín stöku sinnum, það er mér kærkomið. ég heyri illa, er
lengi til dyra og stundum úti við. Berjið endilega hressilega í skjöldinn eða kallið halló. Svo er ég alltaf með farsímann,
númerið er 863-1257.
Kveðja Ingibjörg Gnúpufelli
ágætu sveitungar 1. desember nálgast!
Munið að taka kvöldið 1. desember frá fyrir “Alþýðumenningarveisluna” sem haldin verður í Laugarborg og hefst veislan kl. 20:30.
þar verður hin árlega alþýðuskemmtun með alls kyns uppákomum og kaffihúsastemmningu.
Menningarmálanefnd
Hjálparkonur
Minnum á súpufundinn föstudaginn 11. nóv. kl. 20:30 í Funaborg.
Stjórnin
Uppskeruhátíð Léttis og Funa
Haldin í Jaðri (Golfskálanum) laugardagskvöldið 12. nóv. Húsið opnar
kl. 19:30 með fordrykk. Borðhaldið hefst kl. 20:00. Tekur drykkjarföng með þér.
Hlaðborð: Spænskur saltfiskur, kjúklingur í svepparjóma, moðsteikt lambalæri, meðlæti og kaffi.
Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi. Happdrætti, skemmtiatriði, viðurkenningar og tóm gleði. Miðaverð kr. 5.500. Miðasala er
í Fákasporti og Líflandi, Akureyri, hefst þriðjudaginn 8. nóv. og líkur kl. 18:00 fimmtudaginn 10. nóv.
Skemmtinefnd Léttis og Funa
Kaffi Kú
Helgi og hljóðfæraleikararnir
Opið verður föstudagskvöldið 11. nóv. frá kl. 22-01. ástæðan; jú Atli og Bobbi hafa slegið rækilega í gegn hjá
kúnum og ætla að taka nokkra slagara fyrir kýrnar og aðra gesti. þetta sama kvöld verður tilboð við afgreiðsluborðið!
Laugardagskvöldið 12. nóv. dregur til tíðinda, þá mætir Helgi með hljóðfæraleikarana sína og verða tónleikarnir
með öðru sniði en venja er hjá bandinu. Tónleikarnir hefjast kl. 22, miðaverð 1.500 krónur, takmarkað miðaframboð.
Opnunartími næstkomandi helgi er: Föstud. kl. 22-01, laugard. kl. 14-01, sunnud. kl. 14-18
Kæru Iðunnarkonur
Nú er komið að Iðunnarkvöldi sem verður miðvikudagskvöldið 16. nóvember 2011 í Laugarborg kl. 20. Spjöllum, prjónum og eigum
góða kvöldstund saman.
Kveðja stjórnin
Afmælisveisla 12. nóv.
Minnum á afmælisveislu okkar í Funaborg laugardagskvöldið 12. nóv. Húsið opnar kl.
19.30. Allir velkomnir.
Jónas og Kristín Litla-Dal
Freyvangsleikhúsið kynnir Kabarettinn Með fullri lengd!!!
Föstudagskvöldið 18. nóvember verður hinn árlegi kabarett
Freyvangsleikhússins sýndur. Sýningin hefst klukkan 20:30, húsið opnar klukkutíma fyrr. Að venju verður boðið upp á kaffiveitingar
með sýningunni. Að sýningu lokinni mun hin stórkostlega hljómsveit, þuríður og Hásetarnir stíga á stokk og halda uppi
fjörinu fram til klukkan 01:00.
Miðaverð er 2000 krónur, kaffiveitingar og gömludansaball innifalið.
Laugardagskvöldið 19. nóvember verður síðan seinni sýningin.
Sýningin hefst klukkan 21:00, húsið opnar klukkutíma fyrr.
Að sýningu lokinni stígur á stokk Akureyringurinn Rúnar Eff ásamt sinni hljómsveit og munu þeir félagar spila til klukkan 04:00.
Miðaverð er 2500 krónur og er ballið innifalið.
ætli verði ekki skemmtilegra á kabarett en í afmælinu hjá Elmari á Hríshóli?
Hjörtur á Rifkelsstöðum og Axel í Víðigerði æTLA að mæta.
Benjamín á Tjörnum verður með myndavélina á lofti!
Verður gert grín að þéR??? þORIRU EKKI að mæta????
P.s: Svertingsstaða-mafían fékk sínu fram, Theodór Ingi er ekki kynnir í ár!
Kæru sveitungar
Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í
Hrafnagilsskóla. þennan sama dag afhendir fulltrúi frá Landvernd skólanum Grænfánann.
Fáninn verður dreginn að húni kl. 13:00 sunnan skólans. Skemmtun hefst í íþróttahúsinu kl. 13:20 og stendur til kl.
15:00. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
á hátíðinni sýna nemendur afrakstur af þemavinnu sem unnin verður dagana á undan en þemað í ár er
,,grænt – ár skóga“. Að vanda hefja nemendur 7. bekkjar Stóru upplestrarkeppnina með því að kynna Jónas Hallgrímsson og
einnig syngur skólakór Hrafnagilsskóla.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 500 kr.
þeir sem lokið hafa grunnskóla 1000 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla