Frá Laugalandsprestakalli
Laugardaginn 11. júlí kl. 11:00 er ferming í Grundarkirkju.
Fermd verða Sólveig Lilja Einarsdóttir, Sunnutröð 1 og Viktor Snær Guðleifsson, Hjärup, Svíþjóð
Sóknarprestur
Halló halló.........
Næsta gönguferð í Félagi aldraðra verður 14. júlí kl. 20.
Gengið verður um Grundarskóg. Verum dugleg að mæta.
Kveðja, göngunefndin
Hannyrða-kaffihús á Smámunasafninu
Í allt sumar verður boðið uppá hannyrða-kaffihús á fimmtudögum milli kl. 13 og 16. Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi.
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkur Smámunasafnsins
Hressandi vinnukvöld á Melunum
Ágæta Funafólk. Vinnukvöld verður haldið á Melgerðismelum komandi föstudagskvöld klukkan 19:30 og fram eftir kvöldi.
Tökum til hendinni í Funaborg og víðar.
Upplýsingar á Funamenn.is og hjá Vali í síma 660-9038
Týnd kisa
Kisan er örmerkt, steingrá læða og heitir Slaufa. Þeir sem kynnu að hafa séð hana hafi samband, fyrir hádegi, við Olgu í Kaupangi í síma 462-4947.
PÓSTUR FRÁ LITLA-DAL
Pósti verður sleppt í hólf í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit, föstudaginn 10. júlí. Póstur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,39 og fyrir hæfileika 8,33 þar af 9,5 fyrir brokk, vilja og geð, 9 fyrir tölt og fegurð í reið, aðaleinkunn 8,36. Póstur hefur ennig hlotið 8,73 í úrslit í B-flokk aðeins 6 vetra gamall.
Örfá pláss laus. Verð: 95.000 með öllu, upplýsingar hjá Lalla 862-8840