Auglýsingablaðið

903. TBL 06. september 2017 kl. 15:04 - 15:04 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
501. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. september og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Bændadagur í Eyjafjarðará fyrir september 2017, þar sem landeigendur og fjölskyldur þeirra, hafa heimild til að veiða fyrir sínu landi er 12. september.
Veiðireglur eru:
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.


Kvenfélagið Aldan-Voröld
Góðu konur – við ætlum að halda fyrsta fund vetrarins þann 14. sept. kl. 20:00. Fundurinn verður að Brúnum í glænýju kaffihúsi og þar ætlar „vertinn“ Hugga að selja okkur veitingar. Nýjar félagskonur eru alltaf boðnar velkomnar – líka þær sem vilja bara koma og kynna sér starfsemi félagsins.
Stjórnin


Kvennablak
Blakæfingarnar eru komnar aftur af stað og viljum við gjarnan sjá fleiri konur úr sveitinni með okkur á þessum stórskemmtilegu æfingum. Hentar konum á öllum aldri og það er ekki skilyrði að hafa spilað blak áður.
Æfingar í vetur verða á: þriðjudögum kl. 18:00-20:00 og fimmtudögum kl. 21:00-22:00 í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Hver hefur ekki áhuga á að hreyfa sig í góðum félagsskap? Vonumst til að sjá ykkur sem flestar :-)
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er velkomið að hafa samband við Söndru Einarsdóttur; s: 866-2110, sandra.einars@gmail.com eða á Facebook
Bryðjur


Karlakór Eyjafjarðar
Kórinn byrjar vetrarstarf sitt miðvikudaginn 13. sept. n.k. kl. 19:30 í Laugarborg.
Æfingar verða einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 19:30 – 22:00.
Nýtt og fjölbreytt lagaval. Getum bætt við mönnum í allar raddir.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við söngstjórann Guðlaug Viktorsson s. 898-0525
eða Valgeir Anton Þórisson s. 862-4003.
Lifandi og skemmtilegur félagsskapur. Hlökkum til að fá nýjar raddir í kórinn!
Karlakór Eyjafjarðar

 

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.

Snyrtistofan Sveitasæla
Snyrtistofan Sveitasæla opnar á Lamb inn, Öngulsstöðum 3, miðvikudaginn 6. september. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
OPNUNARTILBOÐ; andlitsmeðferðir og fótsnyrtingar á 15 % afslætti í september og október.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Tímapantanir í síma 833-7888 eða 891-6276, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Húsnæði óskast
Því miður þarf ég að fara úr íbúð á Kristnesi í janúar 2018. Þess vegna er ég að leita að annarri íbúð til langtíma leigu.
Þar sem ég vinn á Akureyri er ég að leita að íbúð annað hvort á Akureyri eða í nágrenninu. Mér hefur liðið mjög vel hér í sveitinni.
Ég er 42 ára, einstæð og vinn sem verkefnisstjóri á Markaðsstofu Norðurlands.
Ég væri afar þakklát ef þú gætir hjálpað mér að finna nýjan samastað!
Christiane: 857-6018 eða christiane.stadler@gmx.de


Aðalfundur og samlestur
Nú er starf Freyvangsleikhússins að fara af stað aftur eftir skemmtilegan leikhúsvetur.
Leikárið 2016-2017 verður gert upp á aðalfundi félagsins sem haldinn er miðvikudaginn 13. september n.k. kl. 20:00. Þar fara fram óvenjulega venjuleg aðalfundastörf og boðið upp á léttar veitingar. Það verður ekki bara horft til fortíðar heldur rætt um komandi leikár. Og þó. Haustverkefni félagsins er að fagna 60 árum af leiklist í Freyvangi. Það verður gert í samvinnu við Vandræðaskáldin Vilhjálm og Sesselíu sem setja saman dagskrá úr því sem farið hefur á fjalirnar í húsinu.

Samlestur og kynningarfundur á afmælisverkinu sem Vandræðaskáldin leiða í samvinnu við leikhúsfólk úr Freyvangi verður mánudaginn 18. september kl. 20:00, auðvitað í Freyvangi.
Þeir sem eiga upptökur og ljósmyndir úr starfi Freyvangs eru hvattir til að hafa samband við Önnu Maríu í síma 899-7699 eða senda póst á freyvangur@gmail.com.
Velkomin á aðalfund miðvikudaginn 13. september kl. 20:00 og á kynningarfund og samlestur mánudaginn 18. september kl. 20:00.
Með kveðju úr Freyvangi

Getum við bætt efni síðunnar?