Auglýsingablaðið

1107. TBL 08. september 2021

Auglýsingablað 1107. tbl. 13. árg. 8. september 2021.


Kjörskrá Eyjafjarðarsveitar
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 liggur frammi frá 15. september, almenningi til sýnis, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar kl: 10:00-14:00.
Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Sveitarstjóri.

 


Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf
Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda.
Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Krummakot. Á Krummakoti eru 61 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
• Góð íslenskukunnátta.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til 1. okt 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.

 


Atvinna
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða starfsmann í 26% hlutastarf.
Vinnutíminn er kl. 6:00-8:00, 4 morgna í viku. Möguleiki á meira starfshlutfalli og afleysingum. Í starfinu felst m.a. afgreiðsla og gæsla í sundlaug.
Áhersla er lögð á stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september.
Nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - Athugið breytta opnunartíma
Safnið er lokað á mánudögum en annars opnar það klukkan 14:00.
Þriðjudaga er opið frá 14:00-17:00
Miðvikudaga er opið frá 14:00-17:00
Fimmtudaga er opið frá 14:00-18:00
Föstudaga er opið frá 14:00-16:00
Gott úrval af alls konar bókum og tímaritum, sjón er sögu ríkari.
Safnið er staðsett í kjallara íþróttahúss. Best er að aka niður með skólanum að norðan og ganga inn um austurinngang eða nota sundlaugarinnganga og ganga þaðan niður í kjallara.
Hlakka til að sjá gamla og nýja notendur.
Bókavörður.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Fyrsta samvera okkar verður þriðjudaginn 21. sept. kl. 13:00 í Félagsborg.
Nýir félagar 60 ára og eldri eru hjartanlega velkomnir. Komið endilega og kynnið ykkur fjölbreytt starf félagsins.
Íþróttatímar falla niður meðan viðgerð stendur yfir í íþróttahúsi – nánar auglýst síðar.
Stjórnin.

 


Lionsklúbburinn Sif – 1. fundur í kvöld miðvikud. 8. sept. kl. 19:30 í Félagsborg
Minnum á fyrsta fund vetrarins í Félagsborg.
Nýjar og áhugasamar konur velkomnar. Kaffi og léttar veitingar.
Sjá nánar á facebooksíðunni Lionsklúbburinn Sif.

 


Kvennahlaup ÍSÍ - Laugardaginn 11. sept. kl. 11:00
Helstu upplýsingar:
•Farið verður frá Íþróttamiðstöðinni og norður göngustíginn. Merkt verður hvar á að snúa við, hvort sem farið er 2,5 km eða 5 km
•Upphitun hefst kl. 10:40 og mun Guðrún Gísladóttir sjá um að koma þátttakendum í gírinn
•Hlaupið ræst kl. 11:00
•Allir fá Topp að drekka að hlaupi loknu
•Frítt í sund fyrir þá sem taka þátt
Vonandi sjáum við sem flesta.
Það er gaman að koma saman og ganga eða hlaupa.... hver á sínum hraða.

 


Vetrarstarfið að hefjast hjá Þjóðháttafélaginu Handraðinn
1. hittingur verður laugardaginn 11. sept. kl. 11:00 og verður dagskrá haustannar til umræðu yfir kjötsúpu. Nýir félagar og áhugasamir velkomnir að kynna sér félagið. Markmið félagsins er að viðhalda íslenskum þjóðháttum og stuðla að fræðslu og kennslu um okkar íslenska menningararf í héraði. Athygli er vakin á því að þjóðbúninganámskeiðin verða áfram í vetur á Laugalandi í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Hægt er að hafa samband við kristin@heimilisidnadur.is vegna þjóðbúninga. Önnur námskeið verða auglýst síðar.
Kveðja, stjórnin.

 


Eyfirski Safnadagurinn – Pönnsudagurinn
Sunnudaginn 12. september nk. verður Eyfirski Safnadagurinn haldinn hátíðlegur á flestum söfnum við Eyjafjörð. Þemað er haustið og ýmsar uppákomur tengdar því í boði á söfnunum. Frítt verður inn á söfnin í tengslum við daginn. Á Smámunasafninu verður árlegi Pönnsudagurinn okkar haldinn hátíðlegur með heimagerðum sultum og rjóma.
Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.

 


Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn mánud. 13. sept. kl. 20:00 í Freyvangi
Dagskrá:
*Almenn aðalfundarstörf.
*Stjórnarkosningar.
*Önnur mál.
Allir velkomnir – Sjáumst í Freyvangi! Nýir sem og gamlir félagar velkomnir.
Heitt á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Freyvangsleikhússins.

 


Kvenfélagið Iðunn
Iðunnarkvöld verður 15. september kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg.
Haustkransagerð og uppskerutengdar veitingar.
Nýjar konur velkomnar.
Gengið inn um minni dyrnar að austan og upp stigann.
Hlökkum til að sjá ykkur, 2. flokkur.

 


Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum) fagnaði fjögurra ára afmæli 6. september sl.
Af því tilefni verður 20 % afsláttur af andlitsmeðferðum vikuna 13.-17. sept.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Einnig hafa fótakremin og fótapúðrið frá Gehwol slegið í gegn.
Munið gjafabréfin, þau eru fullkomin gjöf við öll tækifæri.
Tímapantanir og pöntun á gjafabréfum í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 (símsvari eftir opnunartíma) eða í skilaboðum á facebooksíðunni Snyrtistofan Sveitasæla.
Styttri opnunartímar eru á miðvikudögum og fimmtudögum sökum danskennslu. Er með opið til kl. 18:00 á mánudögum og miðvikudögum fyrir þá sem komast ekki fyrr á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

 


Til leigu íbúð frá október/nóvember
Við leigjum frá október/nóvember íbúð í Knarrarbergi. Þetta er kjallaraíbúð með 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofu og lítið eldhús. Leigan er 120.000 kr. á mánuði.
Hafið samband í síma 865-9429 eða ab@inspiration-iceland.com.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?