Göngur 2010
1. göngur verða 4.-5. sept. nema norðan Fiskilækjar þar verða þær 11. sept.
2. göngur verða 18.-19. sept. og hrossasmölun 1.-2. október.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að
loknum göngum.
þá er minnt á að sauðfé má ekki flytja yfir varnarlínur með sérstöku leyfi.
Gangnaseðlar eru á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar en á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk
Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. á seðlunum
má sjá hvar er um 1/2 dagsverk að ræða og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.
Skilaréttir eru Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt, þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á laugardeginum 4. sept. og
þverá ytri þar sem réttað er sunnudaginn 6. sept. kl. 10.
Fjallskilanefnd
Bæjakeppni Funa
á morgun, þann 28. ágúst verður hin frábæra bæjakeppni Funa haldin á Melgerðismelum! Fjölmargir bæir taka þátt og
þökkum við kærlega fyrir það!
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna-, karla-, og kvennaflokki ef næg þáttaka fæst. þátttaka er öllum opin. Skráning er
á staðnum og byrjar kl.12:30 og keppnin hefst kl 13:30.
Að lokinni keppni verður kaffihlaðborð að hætti Funamanna og koma menn langt að til að ná sér í tertusneið :=)
Stjórnin
Vetraropnun sundlaugar
Mánudaga – föstudaga 06:30 – 20:00
Laugardaga – sunnudaga 10:00 – 17:00
Fjölskyldan í sund – frítt fyrir 15 ára og yngri
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
þorrablót
þrátt fyrir efnahagsþrengingar hefur verið ákveðið að halda þorrablót 29. jan. 2011.
Geymið auglýsinguna!
þorrablótsnefnd