Auglýsingablaðið

622. TBL 04. júní 2012 kl. 12:33 - 12:33 Eldri-fundur

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla
HöFUM OPNAð HEITA POTTINN AFTUR EFTIR ENDURBæTUR!
Opið alla páskana frá skírdegi 5. apríl til annars í páskum 9. apríl, kl. 10:00 - 20:00.
Fjölskyldan í sund - frítt fyrir 15 ára og yngri


Frá Laugalandsprestakalli
Messur um páskana:
Skírdagskvöld; heilög kvöldmáltíð í Saurbæjarkirkju kl. 21:00
Föstudagurinn langi; lesið úr passíusálmum við undirleik og sálmasöng í  Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Páskadagur; messa í Grundarkirkju kl. 11:00


Hagyrðingakvöld Karlakórs Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar heldur hagyrðingaskemmtun í Laugarborg í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. apríl kl. 20.30.
Hagyrðingarnir Björn Ingólfsson, Einar Kolbeinsson, Hjálmar Freysteinsson, ósk þorkelsdóttir, Pétur Pétursson og Reynir Hjartarson mæta undir dyggri stjórn Birgis Sveinbjörnssonar. Kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Páls Barna Szabó.
Húsið opnar kl. 19.30 og er sala aðgangsmiða við innganginn, miðaverð kr. 2.000 (ath. tökum ekki kort).  Karlakór Eyjafjarðar


Smámunasafnið
Smámunasafnið verður opið um páskana  5.-9. apríl milli kl. 14 og 17 og að venju ,,sá á fund sem finnur,,  páskaegg. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Antikhornið fullt af dóti héðan og þaðan og á ýmsum aldri t.d. hansahillur, búsáhöld og fl.
Eyfirskt handverk, tölur og ýmislegt úr hornum og beinum.
Minni á að við óskum eftir einhverju sem saumað er úr hveitpokum.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn og gleðilega páska


Páskaganga Föstudaginn langa
Hjálparsveitin Dalbjörg ætlar að efna til Páskagöngu, Föstudaginn langa 6. apríl n.k. Lagt verður af stað frá Bangsabúð kl. 10:00. Hringurinn sem genginn verður er
ca. 20 km. Bíll frá Dalbjörgu verður á ferðinni með vatn og þeir sem vilja ganga styttra geta þegið far á leiðarenda.
Við hvetjum alla til að mæta og njóta náttúrunnar sem okkar fallega sveit hefur upp á að bjóða.  Einnig hefur verið vinsælt að koma með hjól og hjóla hringinn.
þátttökugjald er 500 kr. fyrir 15 ára og eldri.   Hjálparsveitin Dalbjörg


Aðalfundur Hollvinafélags um Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sólgarði fimmtudaginn 12. apríl 2012 og hefst hann kl. 20.00.  Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Nýir félagar eru sérstakleg boðnir velkomnir.   Stjórnin


Kæru sveitungar; sundhetjur, bændur, kenjóttir, lögkunnir, kennarar, læknar, lífsglaðir, sérar athafna og iðnaramenn, hnarreistir hugsjónagarpar, háfættir, litfagrir listberar “leiðindaflótta-”og farandmenn.
Ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum þá verður örlítið teiti heima hjá mér á Sléttu í kvöld 4. apríl eftir kl. 21.
Já, ég á einmitt afmæli og allir eru hjartanlega velkomnir. Tilvalið að grípa bara páskagestina með sér, nú eða ef við á kíkja þegar hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar sleppir.
Vopnaburður varla-  en hljóðafæraburður hinsvegar sérlega velkominn.
Sjáumst! Benni


Prjónatækni
Nú geri ég nýtt námskeið úr því sem var að ljúka í Dyngjunni. Skipti því í tvennt,  bæti við verkefnum og kalla það Prjónatækni. það verður boðið upp á námskeið 1 og 2 í 3 skipti hvort.
Prjónatækninámskeið 1, verður 3 þriðjudagskvöld í apríl og byrjar þann 10. kl. 19.00 - 22.00. Kenndur verður fallegur frágangur á prjóni. Námskeiðið kostar 13.000.- kaffi og námsgagn innifalið. Nemendur koma með garn og prjóna og vinna heimavinnu, prufur sem saumaðar eru saman í tímanum.
Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 899-8770 eða á facebook: Dyngjan-listhús


Dekk til sölu/óskast líka!
Vantar afturdekk á gamla dráttarvél 1 stk 14,9x28. á sama stað til sölu dekk og felgur 33x12,5R15LT, passa undir L200. Upplýsingar í síma 894-0283


Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn í Sólgarði Sumardaginn fyrsta 19. apríl. Húsið opnar kl. 20:00 og fundur hefst kl. 20:30. Kaffi og kökur að hætti Dalbjargarkvenna. Hvetjum gamla og nýja meðlimi til að mæta.
Hjálparsveitin Dalbjörg


Sýningum á Himnaríki fer fækkandi
Næstu sýningar á Himnaríki hjá Freyvangsleikhúsinu verða sem hér segir:
15. sýning – 5. apríl – skírdag
16. sýning – 7. apríl – laugardag fyrir páska
17. sýning – 12. apríl – fimmtudagur
18. sýning – 13. apríl – föstudagur
Laugardagssýningin 14. apríl fellur niður. Allar sýningar byrja kl. 20:00.
Miðapantanir í síma 857-5598, á www.freyvangur.net eða með pósti áfreyvangur@gmail.com


Kaffi kú
Opnunartímar um páskana eru:
Fimmtudagur, Skírdagur: opið kl. 14-00. Oddaleikur í körfunni kl. 19. Atli og Langi mangi halda uppi stuðinu með lifandi tónlist kl. 22.
Föstudagurinn langi: opið kl. 15-19. Landsleikur í handbolta kl. 18, ísland / Chile í undankeppni ólympíuleikana.
Laugardagur: opið kl. 14-01. Landsleikur í handbolta kl. 16, ísland / Japan í undankeppni ólympíuleikana.
Sunnudagur, Páskadagur: lokað         Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?