Auglýsingablaðið

1279. TBL 04. mars 2025

Auglýsingablað 1279. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 4. mars 2025.



Bókasafnið

Vegna vetrarleyfis verður bókasafnið lokað dagana 5.-7. mars
Safnið opnar aftur þriðjudaginn 11. mars og þá er opið eins og venjulega:
Þriðjudaga kl. 14:00-17:00
Miðvikudaga kl. 14:00-17:00
Fimmtudaga kl. 14:00-18:00
Föstudaga kl. 14:00-16:00

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit – FEBE
Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 8. mars kl. 11:30 í Félagsborg.
Venjulega aðalfundastörf.
Veitingar í boði félagsins að fundi loknum.

 


Kvöldmessa á léttu nótunum sunnudaginn 9. mars kl. 20:00
Verið velkomin í Grundarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00.
Systkinin Járnbrá Karítas og Þjóðann Baltasar Guðmundsbörn annast tónlistina ásamt Þorvaldi Erni Davíðssyni organista.
Kvenfélagskonur afhenda fermingarbörnum vorsins sálmabækur að gjöf.
Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.
Eftir samveruna er stuttur foreldrafundur fyrir fermingarfjölskyldur vorsins.


Aðalfundur umf. Samherja
Aðalfundur ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Félagsborg mánudaginn 10. mars 2025 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosnir fastir starfsmenn
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram reikninga
  4. Umræður um skýrslur og reikninga
  5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál
  8. Fundargerð lesin
  9. Fundarslit

Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni minnst 2 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni munu 4 stjórnarmenn ganga úr stjórn. Óskum við því eftir framboðum fjögurra einstaklinga í stjórn og tveimur varamönnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið samherjar@samherjar.is 
Stjórn hvetur sveitunga til að fjölmenna á aðalfundinn og hafa þannig áhrif á störf félagsins.


Aðalfundur Hjálparinnar í Sólgarði
Kvenfélagið Hjálpin heldur aðalfund sinn í Sólgarði laugardaginn 22. mars kl. 11:00-13:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin.



Ungmennafélagið Samherjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% stöðu

• Framkvæmdastjóri vinnur eftir ákvörðun stjórnar Umf. Samherja hverju sinni og kemur þeim verkefnum sem stjórn samþykkir í framkvæmd. Hann hefur jafnframt yfirumsjón með starfi félagsins.

Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að gerast aðalþjálfari í einum eða fleiri flokkum í starfinu.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.samherjar.is en einnig er hægt að hafa samband við Svanhildi Ósk Ketilsdóttur, formann Umf. Samherja, í síma 864-3085 á milli kl. 10:00-13:00 á daginn fyrir nánari upplýsingar.
Umsóknir sendist á netfangið samherjar@samherjar.is
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

 


VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!

Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:
• Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum.
• Nýtur þess að vera úti í náttúrunni.
• Hefur mikla þjónustulund og ert brosmild(ur).
• Talar ensku (önnur tungumál eru kostur!).
• Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu.
• Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.

Helstu verkefni:
• Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu.
• Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu.
• Sinna vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.
• Sláttur og umhirða tjaldsvæðis.
• Tekur þátt í umhirðu íþróttasvæðis.
• Önnur tilfallandi verkefni.

Við bjóðum:
• Lifandi og skemmtilegt sumarstarf.
• Vaktavinnu, kl. 8:00-14:00 aðra vikuna og 14:00-20:00 hina. Frí aðra hvora helgi (með fáum álagstengdum undantekningum).
• Frábært starfsumhverfi í fallegri sveit
• Góðan starfsanda.

Aldurstakmark 20 ár.

Tekið er á móti umsóknum á netfanginu karlj@esveit.is. Þeim þarf að fylgja kynningarbréf og ferlisskrá.
Nánari upplýsingar veitir Karl Jónsson forstöðumaður á netfanginu karlj@esveit.is eða í síma 464 8140 fyrir kl. 16:00.



Land míns föður í Freyvangsleikhúsinu

Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? . Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í Bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í síma 857-5598.

Getum við bætt efni síðunnar?