Auglýsingablað 1056. tbl. 12. árg. 3. sept 2020.
Frá Fjallskilanefnd vegna réttarstarfa
Vegna tilmæla frá Almannavörnum verða smalamennskur og réttir með öðru sniði en venjulega.
Bændum er bent á að kynna sér sérstaklega leiðbeiningar vegna gangna og réttarstarfa sem finna má á www.saudfe.is og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Takmarka þarf fjölda manna frá hverjum bæ sem á fjárvon í Þverárrétt og miðast skal við að ekki verði fleiri en 8 manns frá hverjum bæ, á þetta ekki við börn fædd 2005 og síðar. Öðrum er óheimill aðgangur og verður umferð að réttinni stýrt. Í öðrum réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 100 manns og ber réttastjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.
Sundlaug og rækt opna kl 8:00 á morgun föstudaginn 4. september
Vegna viðhalds á gólfi í búningsklefum opna sundlaugin og líkamsræktin ekki fyrr en kl. 8:00 á morgun föstudaginn 4. sept.
Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
Kæru sveitungar
Næstu daga munu nemendur í 10. bekk fara um sveitina og bjóða eldhús- og klósettpappír til sölu. Krakkarnir verða einnig að selja 2,5 kg pakkningar af þorskhnökkum og bleikju.
Ef þið eruð ekki heima þegar 10. bekkingarnir koma en hafið áhuga á að styrkja þá er hægt að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Með fyrirfram þökkum og von um góðar móttökur,
nemendur í 10. bekk.
Aðalfundur SUNN verður sunnudaginn 6. september kl. 14-16 í Laugarborg
Samtökin fagna 50 ára afmæli í ár og af því tilefni verður frumsýnt þar til gert afmælismyndband á aðalfundinum og boðið upp á kaffi og veitingar.
Dagskrá aðalfundar:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Frumsýning á afmælismyndbandi SUNN
LOGN – landbúnaður og náttúruvernd
Sigurður Torfi Sigurðssson frá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins segir okkur frá verkefninu LOGN; landbúnaður og náttúruvernd.
Vættir og náttúruvitund
Bryndís Fjóla Pétursdóttir heldur hugvekju um vættir og náttúruvitund.
Ljóðalestur
Við vonumst til að sjá sem flesta, stjórnin.
Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit leitar nýrra radda
Klúbburinn, sem er kvennaklúbbur, er að hefja nýtt starfsár.
Fyrsti félagsfundurinn verður miðvikudaginn 9. september á kaffihúsinu á Brúnum kl. 19.30. Fundurinn verður opinn áhugasömum konum sem vilja kynna sér klúbbstarfið eða hafa áhuga á að koma í hópinn.
Gestum verður boðið uppá súpu, brauð og salat ásamt kaffi og eftirréttarmola að kostnaðarlausu.
Til að við getum gætt öryggis varðandi Covid 19 þá óskum við eftir því að þú látir okkur vita af komu þinni með því að senda skilaboð til Sigríðar Friðriksdóttur, ritara, á netfangið siggaf@internet.is eða hringir í síma 843-5253.
Konsert á Kaffi kú
Það er einsýnt að Helgi og hljóðfæraleikararnir halda konsert á Kaffi kú föstudagskvöldið 11/9 kl. 21. Miðaverð 2.500 kall sem greiðist milliliðalaust við innganginn, ef við munum eftir að ráða miðasölumann.
Nefndin.