Atvinna - Starfsfólk óskast í almenna heimaþjónustu.
Einnig vantar 2-3 starfsmenn í umönnunarstöður v/barna.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1998, 1999 og 2000 vinnu við
umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 1. maí n.k. til skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala
umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Auglýsingablaðið verður fyrr á ferðinni næstu tvær vikur þ.e. verður dreift um
sveitina miðvikudagana 23. og 30. apríl. Auglýsingum fyrir þau blöð þarf að skila inn fyrir kl. 9:00, þriðjudagana á undan t.d. með
tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar innritun fyrir næsta skólaár
Innritun nemenda fyrir skólaárið 2014 - 2015 stendur nú yfir og er til 5. júní. Umsóknir fara fram rafrænt á heimasíðu
skólans www.tonlist.krummi.is.
Allar upplýsinga eru á heimasíðu skólans en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á te@krummi.is
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Opnunartími um páskana
verður eftirfarandi:
Skírdagur 10.00-20.00
Páskadagur 10.00-20.00
Föstudagurinn langi 10.00-20.00 Annar í
páskum 10.00-20.00
Laugardagur (19.04) 10.00-20.00
Frá Laugalandsprestakalli – messur um páska:
Fimmtudaginn 17. apríl skírdagskvöld er messa í Kaupangskirkju kl. 20:00.
Anna Aðalsteinsdóttir syngur Aríu úr Messíasi Haendels.
Föstudaginn langa 18. apríl er messa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
Valdimar Gunnarsson flytur erindi um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson.
á páskadag 20. apríl er hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Sóknarprestur
ágætu sveitungar.
Ef þið vitið af einhverjum sem þarf á aðstoð að halda vinsamlegast hafið þá samband við mæðrastyrksnefnd þe
Jófríði á Tjarnarlandi eða mig í síma 899-7737.
Bestu páskaóskir, Hannes
Handverkssýning Félags aldraðra í Eyjafirði - Allir
velkomnir!
26. og 27. apríl kl. 13:00-17:00 í Félagsborg og mánudaginn 28. apríl kl. 14:00-16:00.
Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið.
Tekið verður á móti sýningarmunum föstudaginn 25. apríl frá kl. 13:00 í Félagsborg.
Hinn listinn........ Framboðsfundur!
Hinn listinn verður með opinn fund um framboðsmál í Félagsborg föstudaginn 25. apríl kl. 20:00. Hvetjum alla áhugasama til að mæta og
móta nýtt framboð með okkur.
áhugafólk um málefni Eyjafjarðarsveitar
Sumarmálahátíð
Kór Laugalandsprestakalls heldur tónleika í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:30. Kórinn flytur
söngdagskrá frá tónleikaferð sem farin var til Færeyja í mars síðastliðnum. Kaffiveitingar verða í hléi ásamt
myndasýningu frá Færeyjaferðinni. Miðaverð kr. 1.500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Stjórnin
Hestamannafélagið Funi óskar eftir nýliðum í TREC! Kennsla hefst næstu helgi (19.-20.
apríl) fyrir börn og unglinga og mánudaginn 14. apríl fyrir fullorðna. Hvetjum alla til að draga fram gæðingana og prófa þessa nýju og
skemmtilegu íþrótt. það gæti komið ykkur á óvart hvaða hestar hafa að geyma hinn fullkomna TREC gæðing J
Stefnum á að halda TREC mót um miðjan júní. Endilega sendið fyrirspurnir á annasonja@gmail.com eða hafið samband í síma
846-1087.
Páskaganga og vöfflukaffi Dalbjargar
Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 18. apríl n.k. Gangan hefst við nýja
húsnæðið okkar í gamla blómaskálanum í Hrafnagilshverfinu kl. 10:00 og gengið verður gömlu bakkana að Munkaþverá.
Hægt verður að velja um nokkrar vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, auk þess sem drykkjarstöðvar verða á
leiðinni.
þátttökugjald í göngunni eru 1.500 kr. fyrir eldri en 12 ára og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur og
kaffi í nýja húsinu okkar að lokinni göngu.
Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikninginn okkar:
Reikningsnúmer: 302-26-12484 og kennitala: 530585-0349
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. þetta er einnig
kjörið tækifæri til að líta á húsið okkar og sjá allar þær breytingar sem hafa orðið á stuttum tíma.
Gleðilega páska! Hjálparsveitin Dalbjörg www.dalbjorg.is
Freyvangsleikhúsið kynnir - Aðeins um páskana: EMIL í
KATTHOLTI
37. sýning 16. apríl kl. 20:00 Kvöldsýningin sem
allir eru að bíða eftir
38. sýning 17. apríl kl. 14:00 UPPSELT
17. apríl kl. 17:00 Aukasýning
39. sýning 19. apríl kl. 14:00
UPPSELT ALLRA SíðUSTU SýNINGAR
19. apríl kl. 17:00 Aukasýning
Miðasala í síma 857-5598 kl. 17:00-19:00 virka daga og kl. 10:00-13:00 sýningardaga og einnig á freyvangur.net
Opnunartímar: Fimmtudagur (skírdagur) kl. 13:00-18:00.
Föstudagurinn langi kl. 13:00-18:00. Laugardagur kl. 13:00-00:00.
Pub – Quiz og árlegir páskatónleikar Helga og hljóðfæraleikaranna.
Binni Schiöth verður spyrill kvöldsins og hefjast leikar kl. 21:00.
öllum spurningum kvöldsins verður síðan svarað af fremstu pönkhljómsveit sunnan Akureyrar á mögnuðum tónleikum kl. 22:00.
Aðgangseyrir 1.000kr.
Opnunartímar: Páskadagur kl. 13:00-18:00. Annar í páskum kl. 13:00-18:00.
Sumardagurinn fyrsti kl. 13:00-18:00.
Hambó og kók ódauðlegt tvíeyki.
5 stk 120gr. Hamborgarar, 1L kók 1.500 kr.
20 stk 120gr. Hamborgarar, 6L kók 6.300 kr.
Kælirinn verður fylltur fyrir páska af ófrosnum eðal nautasteikum tilbúnum á grillið.
Kaffiku.is Nautakjot.is