Urðunarstaður fyrir dýraleifar
Eins og kunnugt er eru dýraleifar sem falla
til við búrekstur í sveitarfélaginu brenndar á Húsavík með ærnum tilkostnaði. Leitað er allra leiða til að minnka þennan
kostnað og því var ákveðið að kanna hvort einhver geti hugsað sér að leggja til land til að urða þessar dýraleifar. þeir
sem geta hugsað sér að skoða þessa hugmynd hafi vinsamlegast samband við undirritaðan.
Jónas Vigfússon sveitarstjóri
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudagurinn 4. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. því verður æskulýðsmessa í Grundarkirkju kl.11 þar sem
fermingarbörn munu leggja sitt af mörkum í lestri og söng. Að lokinni messu er fundur með aðstandendum væntanlegra fermingarbarna.
Bestu kveðjur Hannes
Tónleikar – Tónleikar - tónleikar
Kvennakórinn Sóldís úr Skagafirði heldur tónleika laugardaginn 3. mars kl. 20:00 í félagsheimilinu Laugarborg,
Eyjafjarðarsveit.
Fjölbreytt söngskrá
Söngstjóri: Sólveig S. Einarsdóttir
Undirleikari: Rögnvaldur Valbergsson
Miðaverð kr. 2000. Ath. kort ekki tekin.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennakórinn Sóldís
Aðalfundur Kornræktarfélagsins Akurs
Aðalfundur Akurs verður haldinn föstudaginn 2. mars kl. 11:30 á Kaffi kú.
Dagskrá fundarins
*Almenn aðalfundarstörf
*önnur mál
*Hádegisverður í boði Akurs
*Ingvar Björnsson ráðunautur fer yfir kornræktarárið 2011 og stöðu og horfur 2012
*Finnbogi Magnússon hjá Jötunn vélum fjallar um hvernig má lækka kostnað við jarðvinnslu
*Umræður
Stjórn Akurs
Frá Munkaþverársókn
Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldin þriðjudaginn 6. mars kl. 20:30 á Bringu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd
Hrossaræktarfélagið Náttfari
Aðalfundur Náttfara verður haldinn í Funaborg, Melgerðismelum, föstud. 2. mars
kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Viðurkenningar
-Hæst dæmda kynbótahross 2011 ræktað af félagsmanni Náttfara
-árangur á folalda- og ungfolasýningu 2012. öll folöld og ungfolar sem voru í
úrslitum!
Stóðhestaumræða studd myndskeiðum frá LM-2011.
Kaffiveitingar í boði Náttfara. Takið með ykkur nýja félagsmenn.
Stjórnin
Prjónanámskeið
Prjónanámskeið verður haldið í Dyngjunni fjóra miðvikudaga í mars kl. 19.00-22.00. Kennt verður m.a. fallegur frágangur á
prjóni, hvernig sauma á saman án þess að það sjáist á réttunni. Nýstárlegar uppfitjanir og affellingar með nál
og heklunál o.fl.
Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 899-8770 eða á
facebook: Dyngjan-listhús
FM group dreifiaðili
Erla heiti ég og er sjálfstæður dreifiaðili á vegum FM group. Vörurnar eru í hágæðaflokki og mæli ég eindregið með
þeim. Meðal þess sem ég er með er: ilmvötn, snyrtivörur, shampoo og fleira, frábæra fótalínu og einnig mjög góðar
hreinlætisvörur fyrir heimilið og bílinn. Endilega skoðaðu vörurnar og ég get fullyrt það að þú finnur eitthvað sem
þér lýst á! þú getur pantað vörurnar frá mér á http://erla.fmgroup.is/ eða hringt í mig í síma: 845-7330. Einnig get ég haldið kynningar :)
Kaffi Kú
Laugardagurinn hefst með stórleik í enska boltanum milli Liverpool og Arsenal og hefst leikurinn kl. 12:30. Boltatilboð á (léttöli) og
gúllassúpan á sínum stað fyrir þá svöngu.
Um kvöldið mæta þeir Atli og Bobbi aftur eftir langa útlegð og halda uppi fjörinu frá kl. 22. Eitthvað hefur fjölgað í
stóðinu og hrossakaup því líkleg, sé talað við réttan barþjón(Hlyn), þannig að mætið með veskið.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is