Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025; Tjarnavirkjun
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að iðnaðarsvæði I 10 er skilgreint í landi Tjarna vegna 1 MW vatnsaflsvirkjunar sem þar er fyrirhuguð. Ásamt því eru efnistökusvæði E32, vegtengingar og tenging virkjunarinnar við dreifikerfi raforku skilgreind.
Breytingartillagan verður til sýnis á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar 4.-19. júní 2018 og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagsins 19. júní 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.
Vinnuskólinn – byrjar 11. júní
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2002, 2003 og 2004 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Snyrtistofan Sveitasæla – er á Lamb Inn, Öngulsstöðum 3 😊
Verið tímanlega að panta snyrtingu fyrir ferminguna. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn, símsvari eftir það.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.
Lamb Inn-visjón um helgina - Hlaðborð og Evróvisjón á stórum skjá.
Við bjóðum upp á valda rétta af sumarmatseðli okkar á hlaðborði núna um helgina.
Verð kr. 3.900 pr. mann. 50% fyrir 5-10 ára og frítt fyrir yngri en 5 ára.
Opið frá kl. 18:00 til 21:30 á föstudag og þangað til Evróvisjón klárast á laugardagskvöldið. Tilboð á flöskubjór – léttöli að sjálfsögðu!!
Nauðsynlegt að bóka fyrirfram í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.
Lamb Inn Öngulsstöðum – aðeins 10 mínútur frá Akureyri og annað eins til baka.
Tún til slægna - Erum með tún til afnota. Upplýsingar í síma: 899-4125.
Útsæði - Á enn örlitið til af dásamlegu Gullauga útsæði og Rauðum íslenskum. Báðar tegundir gefa þér rífandi uppskeru í haust, ef þú setur þær niður.
Á líka til jarðepli sem eru klár beint í pottinn og þú þarft ekki að hugsa neitt, bara að ná í þær og borga. Upplýsingar gefur Pálmi í síma 861-8800.
Húsnæði til leigu - Höfum til leigu 60 m2 íbúð í bílskúr í Hrafnagilshverfi. Til leigu frá og með 1. júní nk. Nánari upplýsingar: Bryndís í síma 849-0781.
Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar verður í Laugarborg, laugardaginn 12. maí kl. 11:00.
Eitthvað gott að snæða og ALLAR konur velkomnar að bætast í hópinn.
Hlökkum til þess að sjá þig. Vorkveðja frá stjórninni.
Gönguferðir eldri borgara - GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA 😃
Þá er komið að því. Eftir líflegt og skemmtilegt vetrarstarf, er nú komið að gönguferðunum.
Fyrsta ganga að þessu sinni verður 15. maí, þriðjudag, kl. 20:00 og gengið fram á Melgerðismelum. Mæting við hliðið.
22. maí – Fellur niður.
29. maí – Glerá-mæting við möl og sand.
5. júní – Fellur niður.
12. júní – Svalbarðsströnd – mæting niður við sjó.
19. júní – Kristnes – mæting við Kristnes.
26. júní – Naustaborgir – mæting... skoðum síðar.😃
3. júlí – Eyjafj.bakkar – mæting austan Þverbrautar.
10. júlí – Djúpadalsá – mæting við Stöðvarhús.
17. júlí – Möðruvallarhringur – mæting við Hríshólsafleggjara.
24. júlí – Grundarskógur.
31. júlí – Listigarðurinn – mæting við efra hlið að sunnan.
7. ágúst – Innbærinn – mæting við Skautahöllina.
14. ágúst – Granastaðir – mæting... skoðum síðar.😃
21. ágúst – Kjarnaskógur – mæting við aðstöðuhús.
28. ágúst – Eyjafj.bakkar – mæting austan Þverbrautar.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Verum dugleg að mæta, og alltaf er von um hressingu í lok göngu. Höfum gaman saman, ungir sem aldnir. Nánari upplýsingar veita: Sveinbjörg s. 846-3222, Ingibjörg s. 463-1114, Guðný s. 848-5765 og Hildur s. 8974333.
Sjáumst, göngunefndin.
F-listinn býður í kosningakaffi
Föstudaginn 11. maí á Lamb Inn á Öngulsstöðum kl. 20:00.
Sunndaginn 13. maí kl. 14:00–16:00 á Smámunasafninu í Sólgarði. Jón Helgi verkefnastjóri hjá Vegagerðinni verður gestur okkar þann dag. Ágætu sveitungar notið þetta tækifæri til að hitta frambjóðendur F-listans og ræða málefni dagsins yfir kaffibolla.
F listinn: Framsækið og fjölskylduvænt samfélag.
Fundir með K-lista
K-listi mun efna til tveggja opinna funda. Sá fyrri verður í Funaborg föstudagskvöldið 11. maí kl. 20:30 þar sem frambjóðendur listans munu ræða málefni sveitarfélagsins vítt og breytt. Þá mun Rögnvaldur Guðmundsson sem skipar 12. sæti listans halda “örerindi” um áform Rarik varðandi lagningu þriggja fasa rafmagns í sveitinni.
Seinni fundurinn verður á Brúnum mánudagskvöldið 14. maí kl. 20:30 og þar verða að sjálfsögðu frambjóðendur listans að fara yfir málefni sveitafélagsins og “örerindi” þess fundar verður í boði Hans Rúnars sem skipar 6. sæti listans og mun fjalla um nútímavæðingu grunnskólans.
Við hvetjum sem flesta sveitunga okkar til að láta sjá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur, frambjóðendur K-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Sveitarstjórnarkosningar 2018 fara fram laugardaginn 26. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s.l. laugardag 5. maí. Í Eyjafjarðarsveit verða tveir listar í framboði F- listinn og K-listinn.
Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér að neðan.
F-listinn
1
|
Jón Stefánsson
|
Berglandi
|
Byggingariðnfræðingur
|
2
|
Halldóra Magnúsdóttir
|
Skjólgarði
|
Leiðbeinandi
|
3
|
Linda Margrét Sigurðardóttir
|
Kroppi
|
Lögfræðingur
|
4
|
Hermann Ingi Gunnarsson
|
Klauf
|
Bóndi
|
5
|
Rósa Margrét Húnadóttir
|
Brekkutröð 5
|
Þjóðfræðingur
|
6
|
Karl Jónsson
|
Öngulsstöðum 3
|
Framkvæmdastjóri
|
7
|
Hákon Bjarki Harðarson
|
Svertingsstöðum 2
|
Bóndi
|
8
|
Hafdís Inga Haraldsdóttir
|
Hjallatröð 2
|
Framhaldsskólakennari
|
9
|
Tryggvi Jóhannsson
|
Hvassafelli
|
Bóndi
|
10
|
Jóhannes Ævar Jónsson
|
Espigrund
|
Bóndi
|
11
|
Líf K. Angelica Ármannsdóttir
|
Hjallatröð 7
|
Háskólanemi
|
12
|
Hulda Magnea Jónsdóttir
|
Ytri-Tjörnum
|
Kennari
|
13
|
Sigmundur Guðmundsson
|
Brekkutröð 2
|
Lögmaður
|
14
|
Hólmgeir Karlsson
|
Dvergsstöðum
|
Framkvæmdastjóri
|
K-listinn
1
|
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
|
Hranastaðir
|
Bóndi og fjölskyldufræðingur
|
2
|
Sigurður Ingi Friðleifsson
|
Hjallatröð 4
|
Umhverfisfræðingur
|
3
|
Sigríður Bjarnadóttir
|
Hólsgerði
|
Ráðunautur
|
4
|
Eiður Jónsson
|
Sunnutröð 2
|
Þjónusturáðgjafi
|
5
|
Kristín Kolbeinsdóttir
|
Syðra-Laugaland efra
|
Kennari og framkvæmdastjóri
|
6
|
Hans Rúnar Snorrason
|
Skógartröð 3
|
Kennari og verkefnastjóri
|
7
|
Halla Hafbergsdóttir
|
Víðigerði 2
|
Viðskipta- og ferðamálafræðingur
|
8
|
Þórir Níelsson
|
Torfur
|
Bóndi
|
9
|
Elín Margrét Stefánsdóttir
|
Fellshlíð
|
Bóndi
|
10
|
[Guðbergur] Einar Svanbergsson
|
Sunnutröð 1
|
Stálsmiður
|
11
|
Hugrún Hjörleifsdóttir
|
Brúnir
|
Ferðaþjónustubóndi og námsstjóri SAk
|
12
|
Rögnvaldur Guðmundsson
|
Austurberg
|
Iðnrekstrarfræðingur
|
13
|
Jófríður Traustadóttir
|
Tjarnaland
|
Eldri borgari
|
14
|
Elmar Sigurgeirsson
|
Bakkatröð 6
|
Húsasmiður
|